Síða 2 af 2

Re: Uppáhalds hylkið

Posted: 16 Dec 2012 11:44
af maggragg
7,62/.308 á við um öll .30 cal. Það er erfitt að setja þetta fram þar sem ýmist er talað um hlaupvídd eða kúluþvermál, eða eitthvað þar á milli. Valdi ég það sem betur er þekkt að mínu mati í hvert tilfelli fyrir sig.

Re: Uppáhalds hylkið

Posted: 16 Dec 2012 11:47
af E.Har
7.62 er dia 308 sem er allt þetta 30 cal dót
308
30,06
300 einhvað :-)

Re: Uppáhalds hylkið

Posted: 19 Dec 2012 11:19
af konnari
Mín uppáhalds í dag eru 260rem, 30-06, 300wm og 9.3x62 allt fjölhæf og skemmtileg hylki.

Re: Uppáhalds hylkið

Posted: 19 Dec 2012 14:55
af gylfisig
Ég er búinn að eiga talsvert marga riffla i mismunandi kaliberum.
Í skápnum núna eru. 22 LR, 22 Hornet, 7 mm Rem, 6BR, 6,5x47 Lapua, 308 Win, og 300 Wm.
Uppáhaldið er líklega 6BR-inn en 6,5x47 kemst ansi nálægt honum líka.
Ástaðan er sú að 6 Br er afar nákvæmt, býsna duglegt, ekkert bakslag, og lítið slit á hlaupi, auk þess tiltölulega ódýrt að skjóta úr því.
6,5x47 kemst afar nálægt þessu líka.

Re: Uppáhalds hylkið

Posted: 19 Dec 2012 17:29
af skepnan
Sælir.
Ég valdi 270 í könnuninni þar sem ég er með einn slíkan og líkar vel, enda var ég búinn að hugsa lengi og pæla mig bláann í framan yfir bókum og tölvunni um hvaða kalíber ég ætti að fá mér. Niðurstaðan var 270 fram yfir 6,5x284 vegna hlaupendingar. 223inn er hugsaður í öll smáverkin en 270 í hreindýr og ef ég myndi bregða undir mig betri fætinum og leggjast í víking á erlendri grundu :D
EN minns langar samt í 6,5x284 :oops: enda er flugeiginleiki 6,5 kúlunnar bara góður og ekki skemmir að fá hana á aðeins meiri ferð ;)
Svo er maður alltaf að rekast á einhver spennandi hylki á veraldarvefnum og verða voða spenntur yfir þeim og spá og spekúlera. Ég held að við séum nefnilega hálfgerðir gullfiskar, við sjáum eitthvað nýtt og verðum alveg úúúúh-----eitthvað nýtt úúúúh----eitthvað nýtt úúúúh og svo framvegis :lol: :lol:

Kveðja Keli