Könnun - Sölubann á villtum fuglum

Þráður fyrir kannanir af ýmsum toga

Ertu hlynt/ur eða á móti sölubanni á villtum fuglum

Skoðanakönnun endaði þann 07 Oct 2010 12:05

Ég er hlynt/ur sölubanni á villtum fuglum
379
67%
Ég er á móti sölubanni á villtum fuglum
186
33%
 
Samtals atkvæði: 565

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Könnun - Sölubann á villtum fuglum

Ólesinn póstur af maggragg » 06 Oct 2010 12:05

Könnun um það hvort að veiðimenn séu með eða á móti sölubanni á viltum fuglum. Með þessu er átt við alsherjarbanni við sölu á öllum tegundum villtra fugla til neyslu, semsagt þetta á ekki við uppstoppaða fugla eða slíkt. Þeir sem vilja mega skrifa rökstudda ástæðu fyrir svari sýnur en ég bið menn að aðseins lýsa sýnu svari og rökstyðja það en ekki svara öðrum eða þræta til að hægt verði að lesa þetta síðar og byggja skoðun sína á mismunandi rökum og skoðunum manna. Það geta allir skrifað athugasemdir, þurfa að skrifa "4" í öryggisspurninguna. Skítkast og tröll verða ekki leyfð.

ATH. Því miður hafa einhverjir tekð upp á því að kjósa margfalt með því að nota margar IP tölur eða leiða má líkum að því þar sem eftir 300 atkvæði hefur hlutfallið aldrei breyst frá því a að vera 70/30 til 75/30 en svo uppúr kl. 19:30 breyttust hlutföllinn skyndilega og hlutföllin síðustu tæp 100 atkvæði hafa verið 1/10- 1/15 með sölubanninu, semsagt 15 með því og einn á móti, og kosið var á nokkura sekundu fresti. Tölfræðilega er þetta mjög ólíklegt og því verður að taka þessa könnun með mikilli varúð, því miður. En augljóslega er 1/4 til 1/3 á á móti sölubanni og því mikill meirihluti hlyntur því. um 70% samkvæmt þessari könnun, uns grunur vaknaði um mjög óeðlilega kosningu.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

HBKS

Re: Könnun - Sölubann á villtum fuglum

Ólesinn póstur af HBKS » 06 Oct 2010 12:32

Ég vill algjört sölubann á villibráð, og myndi vilja að þeir sem væru gripnir fyrir sölu yrðu að taka út refsingu td.sviftingu skotvopna leyfis og vopna tímabundið. þessi atvinnuveiðimennska endar bara á einn veg, menn eru að verða svo gráðugir, skjóta hundruði jafnvel þúsundir fugla yfir tímabilið og þarmeð fækkar hratt í stofnonum og það endar náttúrulega bara með veiðibanni, þetta bitnar á okkur hinum sem veiðum okkur gott í matinn og ekkert meira en það, svo eru þessir menn búnir að leggja undir sig öll tún og akra á landinu þannig að möguleikinn fyrir okkur okkur hin að komast í fugl er sáralítill...

gullli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:8
Skráður:16 Jul 2010 22:09

Re: Könnun - Sölubann á villtum fuglum

Ólesinn póstur af gullli » 06 Oct 2010 12:48

Væri ekki í lagi að setja á sölubann í einhvern ákveðinn tíma 1-5 ár og skoða svo í framhaldi af því hvernig hefur tekist til. Frekar en að banna allt með einu pennastriki og svo ef það hefur ekki borið tilætlaðan árangur þá er oft svo erfitt að vinda ofanaf svona ákvörðunum.

KA

Re: Könnun - Sölubann á villtum fuglum

Ólesinn póstur af KA » 06 Oct 2010 13:20

Þessi slátrun er að eyðileggja allt fyrir hinum venjulega veiðimanni. Held að það hafi aldrei verið verra en núna. Hér þarf klárlega lög og leikreglur, eins og víða annarstaðar í þessu samfélagi.
Hér ræður græðgin ríkjum og þessi málaflokkur er löngu kominn í tóma vtileysu. Trúlega þekkist svona umgengni við náttúruna, hvergi á byggðu bóli a.m.k. ekki í siðmenntuðu þjóðfélagi.
Rétt er að geta þess að þetta er fámennur hópur af földanum sem sem setur þenann svara blett á veiðimenn og veiðimennsku.

HBKS

Re: Könnun - Sölubann á villtum fuglum

Ólesinn póstur af HBKS » 06 Oct 2010 14:44

Ég væri nú allveg til í að sjá einhver rök frá þeim sem eru á móti sölubanni svona uppá gamanið, ekkert illa meint, bara sjá hvaða skoðanir menn hafa á þessu..

Húseyjarfúsi

Re: Könnun - Sölubann á villtum fuglum

Ólesinn póstur af Húseyjarfúsi » 06 Oct 2010 15:18

Það eru mjög margir þarna úti,sem ekki hafa aðgang að villibráð eins og við.Ef að skotveiðimenn(og konur líka)hugsuðu aðeins út fyrir rammann.Þá mundu þeir ganga um þessa íþrótt eins og menn.Þá þarf ekki að velta sér upp úr boðum,bönnum,eða eihverri forsjárhyggju,sem er að tröllríða öllu nú á tímum.Veiðum því hóflega ! Þá er allt í lagi þó að eihverjir selji eitthvað.

Stjani A
Póstar í umræðu: 2
Póstar:2
Skráður:06 Oct 2010 15:12

Re: Könnun - Sölubann á villtum fuglum

Ólesinn póstur af Stjani A » 06 Oct 2010 15:44

Góðan daginn
Varðandi sölubann þá er ég á móti því, vegna þeirra skemmda sem gæsin veldur á túnum á vorin og haustin.
Gæsum hefur fjölgað gríðarlega undanfarin ár það sjáum við sem stundum þennan veiðiskap og bændur líka. Ég er að skjóta fyrir nokkra bændur hér í minni sýslu og hafa sumir þeirra sagt að það þýði ekkert að leigja út túnin vegna þess að menn sinna þessu lítið og vilja safna í tún og koma svo nokkra daga og taka margar gæsir en þess á milli liggur hún í túnunum og veldur tjóni. Skilaboð til mín frá bændunum eru komdu og skjóttu sem mest annars tökum við stóra holu til að henda hræjunum af gæsunum í! Er ekki betra að koma þessu í verð og leyfa fleirum að njóta eða er betra að bændur fari og drepi þær í sárum eins og var gert hérna fyrir ekki svo mörgum árum. Kv Stjani A.

Cowri

Re: Könnun - Sölubann á villtum fuglum

Ólesinn póstur af Cowri » 06 Oct 2010 15:59

Það hefur enginn bóndi hringt í mig og sagt "komdu og skjóttu eins og þú vilt" - spurning um að skilja eftir símanúmerið sitt og sjá hversu mörg símtöl maður fær?! ;)

Flecktarn

Re: Könnun - Sölubann á villtum fuglum

Ólesinn póstur af Flecktarn » 06 Oct 2010 16:08

@Stjáni A.

Þetta er comment sem er mér að skapi. :)

Það eina sem maður heyrir orðið er að bændum sé orðið slétt sama um túnið hjá sér og séu bara í því að reyna að græða á veiðimönnum. Þess skal getið að meðal ákvörðunarástæðna fyrir því að ég fór í skotveiði en ekki stangveiði eða golf var sú að ég vildi ekki borga offjár fyrir að stunda mitt hobbí og sjá hvort ég gæti ekki látið eitthvað gott fyrir íslenskan landbúnað leiða af mér í leiðinni. Ef þú hefur upplýsingar um bændur sem vilja leyfa mér að koma í túnið og skjóta gæs máttu endilega senda mér tölvupóst á flecktarn2@gmail.com.

Bestu kveðjur,

KA

Re: Könnun - Sölubann á villtum fuglum

Ólesinn póstur af KA » 06 Oct 2010 16:12

Þetta er tiltölulega skýrt ef marka má þessa könnun. Sala á gæsaafurðum er dæmd til að hafa í för með sér græðgi/græðgisvæðingu. Ég hef horft uppá ótrúlega afturför í þessum málaflokki í þau 20 ár sem ég hef verið að skjóta mér i soðið. Allt of langt mál væri að telja það allt upp.
Mín skoðun er sú að taka þarf upp leikreglur/lög varðandi skotveiði almennt, öllum til heilla, eins og gengur og gerist annarstaðar þar sem skotveiði er stunduð.
Þetta er að mínum dómi ekki forsjárhyggja, heldur bara common sence.

Gunni

Re: Könnun - Sölubann á villtum fuglum

Ólesinn póstur af Gunni » 06 Oct 2010 16:35

Ég vil algert sölubann á alla villibráð og svo á ekki bara sekta veiðimenn heldur líka vetingastaði sem bjóða uppá villibráð.
Þessar veiðar eru komnar á svo fáar hendur að manni blöskrar bara hvernig þetta er orðið.Það væri nú gaman að geta
bankað uppá hjá bændum og fengið leyfi til að skjóta en það er löngu liðin tíð. Stöðvum þessa ofveiði og peningaflæðið
í þessari grein og reynum allir njóta þess að geta veitt sér í matinn.
Kv. Gunni

Daníel

Re: Könnun - Sölubann á villtum fuglum

Ólesinn póstur af Daníel » 06 Oct 2010 19:44

Alveg fáránlegt að setja sölubann á alla villta fugla, fullt af eldra fólki og hreyfihömluðu t.d. sem ekki geta skotið sjálft en vilja samt geta fengið sér bita...
Ekki eins og það sé einhver skortur öllum þessum tegundum.

KA

Re: Könnun - Sölubann á villtum fuglum

Ólesinn póstur af KA » 06 Oct 2010 21:37

Daniel
Hvaða rugl er hér í gangi. Ekki eins og það sé skortur á villtum fuglum. Rjúpan er ekki svipur hjá sjón frá því sem áður var. Flestar svartfuglategundir eiga undir högg að sækja. Gæsinni er slátrað í stórum stíl af atvinnumönnum sem græða á því.
Venjulegir menn sem skjóta sér í soðið komast varla að vegna þessa. Þetta hlýtur hver venjulegur maður að sjá. Hér er um þröngan hóp manna að ræða sem setja svartann blett á skotveiðina á Íslandi, sem síðan bitnar á öllum hinum. Að tala um eldra og hreyfihamlað fólk í þessu samhengi er einfaldlega órökrétt. Málið snýst heldur betur ekki um það.

Stjani A
Póstar í umræðu: 2
Póstar:2
Skráður:06 Oct 2010 15:12

Re: Könnun - Sölubann á villtum fuglum

Ólesinn póstur af Stjani A » 06 Oct 2010 22:12

Alltaf er verið að tala um þennan venjulega veiðimann sem kemst ekki að. þessi venjulegi veiðimaður veiðir að mér skilst ekki nema í soðið fyrir sig og sína kanski 15-20 gæsir og vælir svo um það að komast ekki á bestu staðina sem eru í útleigu. Hvað hefur hann að gera á þessa staði maður sem þarf ekki nema 15-20 gæsir, Jú sennilega til að taka stóran dag 30-40 eða fleiri gæsir kanski en ég er viss um að hinn venjulegi veiðimaður getur sótt sínar gæsir á þá lakari staði og ekki haft mikið fyrir því. Þetta er spurning að nenna að bjarga sér og tala við bændur það kemur ekki allt upp í hendurnar á þessum venjulega veiðimanni. kv Stjani A....óvenjulegi veiðimaðurinn

Gestur

Re: Könnun - Sölubann á villtum fuglum

Ólesinn póstur af Gestur » 06 Oct 2010 22:20

Stjani A skrifaði:Alltaf er verið að tala um þennan venjulega veiðimann sem kemst ekki að. þessi venjulegi veiðimaður veiðir að mér skilst ekki nema í soðið fyrir sig og sína kanski 15-20 gæsir og vælir svo um það að komast ekki á bestu staðina sem eru í útleigu. Hvað hefur hann að gera á þessa staði maður sem þarf ekki nema 15-20 gæsir, Jú sennilega til að taka stóran dag 30-40 eða fleiri gæsir kanski en ég er viss um að hinn venjulegi veiðimaður getur sótt sínar gæsir á þá lakari staði og ekki haft mikið fyrir því. Þetta er spurning að nenna að bjarga sér og tala við bændur það kemur ekki allt upp í hendurnar á þessum venjulega veiðimanni. kv Stjani A..óvenjulegi veiðmaðurinn

KA

Re: Könnun - Sölubann á villtum fuglum

Ólesinn póstur af KA » 06 Oct 2010 22:28

Smá skilgreining fyrir þá sem ekki þekkja munin á venjulegum veiðimanni og magnveiðimanni. Annar skýtur sér fugla til eiginn neyslu. og ber tillhlýðilega virðingu fyrir náttúrunni Hinn veiðir í atvinnuskyni til að græða á því. Á þessu tvennu er grundvallarmunur. Menn annaðhvort skilja þetta eða ekki. Ef menn skilja ekki á er ekkert við því að gera, reyndar ólæknandi

HSH

Re: Könnun - Sölubann á villtum fuglum

Ólesinn póstur af HSH » 07 Oct 2010 15:12

Tími til kominn að setja sölubann á gæsum til viðbótar rjúpunni. Þar með myndi opnast möguleiki fyrir hina hógværari veiðimenn að komast að. Það er jú alkunna að atvinnuskytturnar eru með allt uppí 15-20 jarðir fráteknar fyrir sig og hleypa engum öðrum að enda lagt töluvert fé í þetta allt saman. Þetta er því orðin atvinna fyrir nokkra en sport fyrir afar fáa.

kalli

Re: Könnun - Sölubann á villtum fuglum

Ólesinn póstur af kalli » 07 Oct 2010 20:28

sölubann á gæs úr grágæsastofnium sem stækkaði um 11% á síðasta ári'? þrátt fyrir að að aldrei hafa verið stundaðar meiri veiðar, úr honum síðan veiðiskráning hófst.
það væri sennilegt.

KA

Re: Könnun - Sölubann á villtum fuglum

Ólesinn póstur af KA » 08 Oct 2010 10:13

HSH - Sammála þér - Þetta er kjarni málsins -

Frikki Bolla

Re: Könnun - Sölubann á villtum fuglum

Ólesinn póstur af Frikki Bolla » 08 Oct 2010 18:22

kalli skrifaði:sölubann á gæs úr grágæsastofnium sem stækkaði um 11% á síðasta ári'? þrátt fyrir að að aldrei hafa verið stundaðar meiri veiðar, úr honum síðan veiðiskráning hófst.
það væri sennilegt.

Svara