Könnun - Skylt að koma undir nafni eða ekki?

Þráður fyrir kannanir af ýmsum toga
Svara

Hvaða afstöðu tekur þú til eftirfarandi möguleika

Það á að vera skylt að skrifa undir nafni undantekningalaust
45
88%
Það á að vera skylt að skrifa undir nafni í ákveðnum flokkum
1
2%
Það á ekki að vera skylda að skrifa undir nafni heldur mælst til þess
1
2%
Það er óþarfi að setja reglur um hvort skrifa eigi undir nafni eða ekki
1
2%
Alveg sama
3
6%
 
Samtals atkvæði: 51

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Könnun - Skylt að koma undir nafni eða ekki?

Ólesinn póstur af maggragg » 11 Jan 2013 10:50

Það getur verið gott að taka púlsinn hjá notendum endrum og eins og sjá hvað þeir vilja...
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 343
Skráður: 12 Mar 2012 15:04

Re: Könnun - Skylt að koma undir nafni eða ekki?

Ólesinn póstur af konnari » 11 Jan 2013 11:04

Það á að vera skylt að skrifa undir nafni undantekningalaust........ekki spurning ! Ég vona bara að þessi spjallsíða leysist ekki upp í bullið eins og viðgengst á hlað vefnum.
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 256
Skráður: 01 Apr 2012 12:35

Re: Könnun - Skylt að koma undir nafni eða ekki?

Ólesinn póstur af skepnan » 11 Jan 2013 11:08

Ég er fylgjandi því að koma fram undir nafni og tel að þetta spjallsvæði sé einmitt svona gott vegna þess hvernig ákveðið var í byrjun að vera "sýnilegir" og setja nafn sitt við það sem við skrifum.

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 1917
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Könnun - Skylt að koma undir nafni eða ekki?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Jan 2013 11:09

Gott og þarft framtak hjá þér Magnús :D
Ég hvet alla til að taka þátt í þessari könnun :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 492
Skráður: 09 Jun 2012 00:58
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Könnun - Skylt að koma undir nafni eða ekki?

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 11 Jan 2013 11:53

Kýs mér er alveg sama, einfaldlega vegna þess að mér er alveg sama og hunsa bara þá sem ég nenni ekki að tala við... :roll:
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 177
Skráður: 16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn: Jón Pálmason
Staðsetning: Sauðárkróki

Re: Könnun - Skylt að koma undir nafni eða ekki?

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 11 Jan 2013 12:22

Sælir/ar.

Búinn að svara.
Alltaf undir nafni:)
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 1917
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Könnun - Skylt að koma undir nafni eða ekki?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Jan 2013 13:32

Eru það bara notendur spjallborðsins sem geta tekið þátt í þessari könnun?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Könnun - Skylt að koma undir nafni eða ekki?

Ólesinn póstur af maggragg » 11 Jan 2013 14:24

Já, bara skráðir notendur
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 1917
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Könnun - Skylt að koma undir nafni eða ekki?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Jan 2013 16:14

Eru það líka aðeins notendur spjallsins sem geta lesið þræði undir SKOTFÉLAGIÐ svo sem Starfsemin, Verkefni, og Vefurinn - Spjallsvæðið?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Pálmi
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 119
Skráður: 13 Mar 2012 19:40

Re: Könnun - Skylt að koma undir nafni eða ekki?

Ólesinn póstur af Pálmi » 11 Jan 2013 16:18

Sælir

Auðvitað á að skrifa undir nafni.
Kv. Pálmi S. Skúlason

When discussing caliber, Dead is dead and it’s not worth arguing about.

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 169
Skráður: 16 Dec 2012 11:12
Staðsetning: Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Könnun - Skylt að koma undir nafni eða ekki?

Ólesinn póstur af jon_m » 11 Jan 2013 16:32

Ekki spurning, það er ástæðan fyrir því að þessi vefur hefur tekið yfir sem helsti vettvangur fyrir málefnalegar umræður um byssur og veiði á Íslandi.

Mögulega halda sumir sem annars tækju þátt í umræðum sig aðeins til hlés sem er ókostur, en maður er þó laus við allt skítkastið og bullið sem sumir virðast geta látið frá sér fara í skjóli nafnleyndar.

kveðja
Jón M sem er farinn að halda að það eigi ekki að veiða nein hreindýr í ár.
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Könnun - Skylt að koma undir nafni eða ekki?

Ólesinn póstur af maggragg » 11 Jan 2013 16:37

Það geta allir lesið þræðina undir Skotfélagið
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 1917
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Könnun - Skylt að koma undir nafni eða ekki?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Jan 2013 17:14

Ok. gott.
Ég er búinn að fara í stillingarnar mínar og uppfæra prófílinn minn setja þar inn kennitölu póstnúmer og nafnið mitt.
Þetta kemur vel út að nafnið skuli birtast þegar ég smelli á notendanafnið mitt þarna neðst í dálknum hægra megin við myndina.
Það væri líka allt í lagi að það birtist undir myndinni sem birtist við alla póstana mína.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 12 Jan 2013 11:18, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
oliar
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 53
Skráður: 24 Feb 2012 09:38
Staðsetning: Reykjavík

Re: Könnun - Skylt að koma undir nafni eða ekki?

Ólesinn póstur af oliar » 11 Jan 2013 17:20

Ekki spurning :-)
Kveðja. Óli Þór Árnason

User avatar
SSigurdarson
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 3
Skráður: 17 Jan 2011 17:51
Staðsetning: Reykjavík

Re: Könnun - Skylt að koma undir nafni eða ekki?

Ólesinn póstur af SSigurdarson » 11 Jan 2013 20:44

Er ekki fínt að leyfa öðrum að vera með nafnlausa spjallið og hafa nafnið skyldu hérna, það finnst mér amk og takk fyrir skemmtilegan vef :)
Sigurður Sigurðarson
ssigurdarson(hjá)gmail.com

User avatar
Birgir stranda
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 37
Skráður: 25 Apr 2012 22:05

Re: Könnun - Skylt að koma undir nafni eða ekki?

Ólesinn póstur af Birgir stranda » 11 Jan 2013 22:42

Ég held að það sé mjög gott að menn komi fram undir nafni. þess vegna er þessi vefur svona góður.
Þegar maður þarf upplýsingar hjá sérfræðingunum þá eru þeir hérna :)
Birgir Guðmundsson,
Grundarfirði

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 250
Skráður: 17 Jun 2012 23:49

Re: Könnun - Skylt að koma undir nafni eða ekki?

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 13 Jan 2013 12:27

Samtals eru 7 notendur tengdir :: 4 skráðir, 0 faldir og 3 gestir (byggt á notendum sem voru virkir síðustu 5 mínútur)
Flestir notendur tengdir í einu voru 28 þann 08 Jan 2013 21:30

Skráðir notendur: Bing [Bot], gkristjansson, Google Feedfetcher, Sveinbjörn

39 Virkir notendur síðustu 24 tíma: 257wby, Aflabrestur, Bc3, Birgir stranda, Björninn, E.Har, Gisminn, Gummig, Gísli Snæ, Hentze, Icefox, Jónas, KOH, Konni Gylfa, Kristmundur, Mopar, Morri, Pálmi, SSigurdarson, Sigurður Páll, Sobbeggi, Spíri, Stebbi Sniper, Stefán_Jökull, Sunna, Sveinbjörn, T.K., Valdi Birgisson, Veiðimeistarinn, atlimann, baikal, everlast, gkristjansson, joivill, maggragg, oskararn, skepnan, Þ.B.B., ísmaðurinn
Stöðuheiti: Stjórnendur, Félagsmenn, Póststjórar, Stjórnarmenn

Svona var staðan um hádegi og þegar þetta er skoðaða með hliðsjón af könnun um nafn eða nafnleysi á vefnum. Kemst ég ekki hjá því að draga þá ályktun að við séum fámennur sértrúarsöfnuður. Í það minnsta eigum við langt í að komast á blað með þeim net miðlum sem hafðir eru með í öllum alvöru talningum. Við höfum verið að þróa okkur í að skrifa undir nafni og tel ég að það stuðli að vandaðri skrifum. Þá á ég við gangvart bulli, níð og þvælum.

Eftir sem áður verðum við seint sammála og guð forði okkur frá sterkri ríkistrú um hvað sé rétt og rangt.

Þegar kosningatölur eru skoðaðar kemur í ljós að 43 atkvæði standa að baki þeim atkvæðum sem vilja að menn komi fram undir nafni.

Það mun vera 88% en hlutfall á milli kjördæma liggur ekki fyrir á þessari stundu. Auk þess leyfi ég mér að draga þá ályktun að hér sé tekið forskot á tillögur stjórnlagaráð og að baki einu atkvæði standi einn maður. Það gleður okkur á því svæði er eitt sinn var í daglegu tali kallað Gullbringu og Kjósarsýsla. Þegar ástandið var sem verst töldumst við allt að því kvartmenn í samanburði við þá útnára sem gert var hærra undir höfði þegar kom að því að greiða atkvæði.

Þrjú atkvæði má flokka sem hlutlaus og er það ærið verk fyrir okkar ástsæla og ótta lausa leiðtoga maggragg að sjá til þess að þessir menn hafi rétta skoðun. Það er mikil vá og óhæfa þegar menn sem sloppið hafa undan pilsfaldi mæðra sinna ráfi um skoðana lausir.

Reyndar eru þrjú atkvæði sem falla á annan veg og tel ég upplagt að finna þeim stað í vinnubúðum sem Víetnammar eru að hætta notkun á. Þessar félagslegu vinnubúðir hafa orðið til þess að tugþúsundum manna var bjargað frá villutrú og óhollum hugsunum. Eftir hæfilega langa dvöl koma þessir einstaklingar út í lífið endurnærðir á sál og líkama. Offita er alveg óþekkt vandamál og í lok dags sofna menn og konur án svefnlyfja. Feginn að fá að hvíla sig eftir upplestra og fræðslu um hagnýtt vinnubrögð.

Eftir ýtarlega yfirlegu og margar andvökunætur þar sem velferð okkar skotmanna er í húfi tel ég það farsælast að hér komi allir fram undir nafni.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

Svara