Surturinn

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður
Surturinn

Ólesinn póstur af sindrisig » 23 Apr 2013 20:50

Nú fer hver að verða síðastur til að skella sér á svartfugl, búið að stytta tímabilið niður í ekki neitt eða þannig.

Skrapp á helgideginum á svartara en það er svo merkilegt með þetta lífríki að það virðist færa sig til eftir einhverjum tiktúrum. Núna er til að mynda nánast hending að sjá, hvað þá fá, langvíu/álku hér á flóanum en í staðinn er lundi um allar trissur.

Kíkti aðeins út fyrir Barðsneshornið og suður með en það var ekki gott sjóskyggni og kvika þannig að árangurinn þar var enginn.
Sindri Karl Sigurðsson

Siggi Kári
Póstar í umræðu: 1
Póstar:53
Skráður:06 May 2011 13:31

Re: Surturinn

Ólesinn póstur af Siggi Kári » 24 Apr 2013 06:35

Skruppum í flógann á laugardag og uppskárum 30 fugla á kanski klukkutíma, enda var fínasta veður og tiltölulega sléttur sjór.
Sigurður Kári Jónsson

Svara