Rjúpu fjölgar mikið

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35
Rjúpu fjölgar mikið

Ólesinn póstur af skepnan » 11 Jun 2013 12:18

Hananú, búið að fjölga um heil 47% í rjúpnastofninum á einu ári :?:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/ ... allt_land/

Allir voða-voða hissa og trúa ekki eigin augum :o
En ég hegg eftir því að það er bara talið neðan 400 metra hæðarlínu en hérna í heiðinni hjá mér er hún nú ansi mikið hærra. Núna hefur kuldinn og snjórinn upp til heiða rekið hana neðar og þess vegna virkar eins og henni fjölgi svona mikið. Hvernig ætli Herra Alfróður um rjúpur svari þessu nú? Nógu margar milljónir hefur hann nú fengið til þess að rannsaka blessaðan fuglinn :twisted:

Kveðja Keli

P.s. Væntanlega hefur bölvaða ótíðin, sem að setti strik í reikninginn hjá mörgum rjúpnaveiðimanninum í fyrra, einhvern þátt í fjölguninni líka en ekki svona mikið.
Hvað haldið þið?
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Rjúpu fjölgar mikið

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 11 Jun 2013 13:00

Ha ha... alveg grunaði mann þetta, þessir menn vita ekkert hvað þeir eru að gera... hvað erum við að tala um 150 milljónir í rjúpnaransóknir og eftir stendur að rjúpnastofninn sveiflast mikið á milli ára... við vitum bara ekki afhverju, en líklega hafa veiðar ekkert með þetta að gera og nú eru sveiflurnar ekki lengur eins og þær eiga að vera!

"Snillingar!"

Hverju þakka þeir svo... sjálfum sér fyrir að hafa fækkað veiðidögum!!! ha ha ha.. "Snillingar!"

Eitt stórt klapp fyrir náttúrufræðistofnun...

"KLAPP"
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

egill_masson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:24
Skráður:30 Oct 2012 22:33
Staðsetning:101 Reykjavík

Re: Rjúpu fjölgar mikið

Ólesinn póstur af egill_masson » 11 Jun 2013 13:19

Keli, verpir rjúpan í 400m hæð hjá þér?

Kv
Egill
------------------------------
Egill Másson, Reykjavík

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Rjúpu fjölgar mikið

Ólesinn póstur af skepnan » 11 Jun 2013 14:14

Sæll Egill, jú hún verpir í 400 metrunum og hærra hérna hjá okkur og ef farið er yfir landið í heild sinni þá er ansi mikið að landinu í yfir 400 metrum. Tökum til dæmis Fljótsdalsheiðina fyrir austan, það verpa nú einhverjar púddur þar og ekki er hún nú lægri :D
Hveravellir eru til dæmis í 650 metra hæð og ekki skortir gróðurinn þar, né heldur fuglalífið.
Með hlýnandi veðurfari og auknum gróðri í meiri hæð hefur rjúpan örugglega fylgt með en þeir sem "allt" vita um þennan hænsnfugl hjá ákveðinni stofnun hafa ekki fylgt rjúpunni. Það hefur verið gagnrýnt að ekki sé talið í meiri hæð en þeir vita betur og hlusta ekki á nokkurn mann (hvað þá konu :o ).
Þetta minnir óneitanlega á vegagerðina sem að hlustar aldrei á heimamenn né staðkunnuga.

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Rjúpu fjölgar mikið

Ólesinn póstur af E.Har » 11 Jun 2013 16:00

Held að það ótíðin hafi fekar hjálpað rjúpunni á aðra vegau en hvað viðkemur veiði!
Það hefur nefnilega sýnnt sig að með svona fáum dögum þá líta menn á þetta eins og daga í lax og sækja þá alla!
Þrátt fyrir að veiðidögum hafi verið fækkað þá hefur dögum sem menn ganga til rjúppna ekki fækkað!

Held frekar að hretin hafi hjálpað til í að sortera gróður á einhvermn máta þannig að snjódældagróður eykst! :roll:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Rjúpu fjölgar mikið

Ólesinn póstur af Gisminn » 12 Jun 2013 01:44

Og ekki má gleyma að rebbi hafði nó annað að borða eins og td feitt sauðakét ;)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Rjúpu fjölgar mikið

Ólesinn póstur af maggragg » 16 Jun 2013 07:24

Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Rjúpu fjölgar mikið

Ólesinn póstur af Gisminn » 16 Jun 2013 09:48

Þarna fékk hann ástæðu til að sníkja fleyri miljónir í rannsóknir.
Og svei mér þá ef ég fer ekki að kalla hann stærsta sníkjudýrið á rjúpuni :(
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Árni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Rjúpu fjölgar mikið

Ólesinn póstur af Árni » 16 Jun 2013 11:54

Þegar hann er spurður um næsta veiðitímabil svarar hann með tilvísun í hvað náttúrulegum afföllum fækkaði á friðunarárunum.
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

Svara