Skarfaveiði

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:
Skarfaveiði

Ólesinn póstur af iceboy » 13 Sep 2013 19:56

Sælir félagar

Nú er ég frekar nýr í skarfaveiðinni og er með nokkrar spurningar til ykkar.

Nr 1. Í hvaða vindátt finnst ykkur best að veiða?
Þá er ég að spá í Norður/ suður þar sem það fer að sjálfsögðu eftir landshlutum.

Ég er að spá hvort er betra að vindur sé að landi, frá landi eða með landi? Vona að ég komi þessu skiljanlega frá mér.

Nr 2 . Þar sem ég byrjaði bara rétt fyrir jól í fyrra þá er ég að spá hvort það sé einhver veiði svona alveg í byrjun tímabils? Það var einn sem sagði að það væri ekkert um fugl fyrr en seinna á tímabilinu en ég vil fá meira en álits eins manns.
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Skarfaveiði

Ólesinn póstur af Gisminn » 13 Sep 2013 20:40

'eg hef ekki alveg pælt í vindáttini en á háflóði og háfjöru hefur mér gengið best og ég sé eitthvað af fugli hér við sjóin á Blönduósi
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Skarfaveiði

Ólesinn póstur af iceboy » 13 Sep 2013 20:59

Finnst þér hann ekkert fljúga lengra frá landi á há fjörunni?
Árnmar J Guðmundsson

iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Skarfaveiði

Ólesinn póstur af iceboy » 13 Sep 2013 20:59

Finnst þér hann ekki koma lengra frá landi á háfjörunni?
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Skarfaveiði

Ólesinn póstur af Gisminn » 14 Sep 2013 09:21

Nei ekki endilega frekar fylgir föstum flugleiðum en þegar þú nefnir það hef ég séð hann nær á stöðum sem hann er oftast að fljúga utar í hávaða roki en tálfugl er algjört lykilatriði ef þú villt gera góða veiði.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

BjorgvinJ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1
Skráður:15 Sep 2013 09:12
Fullt nafn:Björgvin Jónsson

Re: Skarfaveiði

Ólesinn póstur af BjorgvinJ » 04 Oct 2013 09:56

Sælir verið þið
Ég rakst á þetta á netinu um daginn og datt í hug að deila þessu með ykkur. Þarna er skapalón af skarfi og önd sem hægt er að smíða úr krossvið.
http://www.njff.no/portal/pls/portal/docs/1/98492.PDF
Kv
Björgvin Jónsson

bjarniv
Póstar í umræðu: 3
Póstar:32
Skráður:04 Mar 2013 20:59
Fullt nafn:Bjarni Valsson

Re: Skarfaveiði

Ólesinn póstur af bjarniv » 17 Oct 2013 19:58

Sælir,

Ég skaut mína fyrstu skarfa núna um daginn (með haglabyssu) og lenti í því að tveir þeirra(af fjórum) sukku. Er þetta eitthvað sem er vanalegt?
Ég skaut þá reyndar í þann mund sem þeir voru að fara að kafa eftir að vera búinn að skjóta einu sinni á hvorn, hefur það kannski einhver áhrif.
Kveðja Bjarni Valsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Skarfaveiði

Ólesinn póstur af Gisminn » 17 Oct 2013 20:17

Þeir hafa ekki sokkið en mögulega gert eins og öndin og bitið sig fasta við þara eða annar möguleiki er að þeir geta synt ótrúlega langt í kafi og ef þeir hafa verið særðir í þokkabót eru þeir mjög djúpristir og erfitt að sjá þá í sjónum .
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Skarfaveiði

Ólesinn póstur af iceboy » 17 Oct 2013 20:18

Nú verð ég að viðurkenna að ég þekki þetta ekki, en ég hef ekki lent í því að neinn af þeim sem ég hef skotið hafi sokkið.
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Skarfaveiði

Ólesinn póstur af Gisminn » 17 Oct 2013 20:41

En svona af forvitni varstu að skjóta af bát eða frá landi og með hund?
Ef þú ert með hund er stranglega bannað að senda hann á særðan skarf því það getur auðveldlega kostað hundin augað því skarfurinn miðar á það.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

bjarniv
Póstar í umræðu: 3
Póstar:32
Skráður:04 Mar 2013 20:59
Fullt nafn:Bjarni Valsson

Re: Skarfaveiði

Ólesinn póstur af bjarniv » 17 Oct 2013 20:54

Sælir,

Ég hélt einmitt það með þann fyrri að hann hefði náð að synda eitthvað langt í burtu. En í seinna skiptið þá var færið tiltölulega stutt og ég smellhitti tvisvar þannig að ég hef ekki trú á að hann hafi farið langt eða verið lifandi mjög lengi.
Kveðja Bjarni Valsson

bjarniv
Póstar í umræðu: 3
Póstar:32
Skráður:04 Mar 2013 20:59
Fullt nafn:Bjarni Valsson

Re: Skarfaveiði

Ólesinn póstur af bjarniv » 17 Oct 2013 20:55

Ps. var á bát og ekki með hund, en skannaði svæðið vel þar sem hann fór á kaf og sá ekki neitt.
Kveðja Bjarni Valsson

Lundakall
Póstar í umræðu: 1
Póstar:24
Skráður:25 Mar 2013 19:25
Fullt nafn:Eyjólfur Gíslason

Re: Skarfaveiði

Ólesinn póstur af Lundakall » 17 Oct 2013 21:55

Sælir
Ég er búinn að skjóta marga skarfa og alltaf af bát.
Þeir eru alveg ótrúlegir með að kafa og hverfa gjörsamlega, meira að segja mjög særðir.

Eftirminnilegast finnst mér einn sem lá á bakinu og virtist steindauður. Félagi minn spurði hvort ég vildi ekki skjóta á hann aftur til öryggis en ég svaraði að ég væri ekki að eyða skoti á dauðan fugl. Rétt í þann mund sem ég teygði mig eftir honum, sneri hann sér á bringuna og kafaði. Hann sást ekki meir. Það var rennisléttur sjór og við biðum lengi og horfðum úr okkur augun í allar áttir en skarfurinn sást ekki meir.
Með kveðju,
Eyjólfur Gíslason lundakall

Svara