Síða 1 af 1

FUD gervigæsir

Posted: 03 Oct 2013 18:34
af bjarniv
Sælir,

Hafa menn eitthvað verið að nota FUD gervigæsirnar, langaði að vita hvernig þetta er að koma út. Þá aðallega hvort að fuglinn leiti jafn mikið í þær og venjulegar gervigæsir.

Re: FUD gervigæsir

Posted: 03 Oct 2013 18:39
af sindrisig
Ég á heiðagæsir í FUD og finnst snilld að nota þær, sérstaklega í kvöldflugi. Fljóta án vandræða ekkert mál að ferðast með þær og ég hef ekki séð gæsir fljúga neitt sérstaklega hraðar í burtu frá þeim en öðrum gerfigæsum.

Notað þær í tún líka en þá ávallt með öðrum harðskelja gæsum. Engin sérstök ástæða fyrir því, eru bara uppfylling í gervigæsahópinn.

kv.

Re: FUD gervigæsir

Posted: 03 Oct 2013 20:30
af Haglari
Ég get tekið undir það að það er yndislegt að bera þessa gerfifugla á heiðagæsaveiðum samanborið við flotgæsir!

Kv.
Óskar Andri

Re: FUD gervigæsir

Posted: 03 Oct 2013 21:09
af Sveinbjörn
Þegar þú notar þetta sem flotgæsir tekur þú þá festijárnið af?

Re: FUD gervigæsir

Posted: 04 Oct 2013 09:16
af Haglari
Nei, það er ekki ætlast til þess að festijárnið sé tekið af FUD gæsunum. Mér finnst hinsvegar að ef það er hvast þá er betra að vefja bandinu einn hring utanum hausinn í stað þess að hafa bundið í ankerið undir fuglinum (sýnt í leiðbeiningum hvernig þetta er gert). Ef það er bundið í járnið/ankerið sem er undir fuglinum þá finnst mér hann "synda" asnalega í hvössu veðri. Lóðið mætti alveg vera þyngra en ég hef bara stungið því ofaní botnin á vatninu ef það er mjög hvasst.