Síða 1 af 1

Veiðifyrirkomulag rjúpu næstu árin

Posted: 21 Oct 2013 16:15
af E.Har
Fyrirkomulag rjúpnaveiða til ársins 2015 hefur verið ákveðið og birt í stjórnartíðinudum. Veitt verður á fjórum þriggja daga helgum, föstudag, laugardag og sunnudag. Rjúpnaveiðar nú í ár hefjast næsta föstudag.

Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að stofnunin fagni því að veiðifyrirkomulag næstu þriggja ára skuli liggja fyrir. Verulegt óhagræði hafi fylgt því fyrir veiðimenn og hluteigandi að ekki hafi fyrirkomulagið legið fyrir fyrr en skömmu áður en veiði hefst.

Á þessu ári hefst tímabilið næstkomandi föstudag og verður leyfilegt að veiða rjúpu á föstudögum, laugardögum og sunnudögum til 17. nóvember.

Umhverfisstofnun hvetur veiðimenn til að gæta fyllsta öryggis á veiðum, gera ferðaáætlun og láta vita af henni. Vel þurfi að huga að klæðnaði og öryggisbúnaði og ennfremur að sýna hófsemi við veiðarnar.

„Af þessu tilefni er ástæða til að rifja upp gullkorn úr siðareglum Skotvís þar sem segir að „þá er veiðidagur góður þegar hóflega er veitt, með talsverðri líkamlegri áreynslu, vakandi náttúruskyni og sært dýr liggur ekki eftir að kveldi“,“ segir í tilkynningu UST.