Rjúpan ! og þá byrjar ballið

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós
Rjúpan ! og þá byrjar ballið

Ólesinn póstur af Gisminn » 22 Oct 2013 10:39

Jæja enn skal prófað ég vil biðja veiðimenn að kynna sér vel hvað eitt sveitafélag þykist eiga stórt land og geta rukkað fyrir rjúpnaveiðileyfi.
http://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=10417
Skoðið landsvæðið !
Hvað eru margir almenningar þarna?
Hvað er óbyggðanefnd með mörg mál þarna ?
Á Borgarfjörður ekkert tilkall að Arnavatnsheiði?
Ættli þeir viti ekki upp á sig skömmina með því að reyna að nota saklausa veiðimenn sem ösnuðust til að kaupa leyfin og biðja þá sem ekki keyptu að fara og helst að tilkynna það og hvað svo?
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Rjúpan ! og þá byrjar ballið

Ólesinn póstur af maggragg » 22 Oct 2013 12:30

Nú þekki ég ekki þessi lönd sem um ræðir, en það er allveg klárt að ef þetta eru ekki lönd lögbýla og er afréttur eða almenningur, þá er öllum heimil veiði þar. Get ekki séð annað út úr þessu. Afréttur, þótt hann sé í eigu sveitarfélags, ætti að falla undir það sama þar sem sveitarfélög teljast ekki til lögbýla. Ætla að heyra í lögfróðari manni með með þetta.

Úr lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum
8. gr. Öllum íslenskum ríkisborgurum, svo og erlendum ríkisborgurum með lögheimili hér á landi, eru dýraveiðar heimilar í almenningum, á afréttum utan landareigna lögbýla, enda geti enginn sannað eignarrétt sinn til þeirra, og í efnahagslögsögu Íslands utan netlaga landareigna. Skulu þeir hafa aflað sér leyfis til þess samkvæmt lögum þessum og reglum settum samkvæmt þeim.
Landeigendum einum eru heimilar dýraveiðar og ráðstöfunarréttur þeirra á landareign sinni nema lög mæli öðruvísi fyrir.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

johann
Póstar í umræðu: 1
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: Rjúpan ! og þá byrjar ballið

Ólesinn póstur af johann » 22 Oct 2013 16:44

Þeir vita það sjálfir að það er ekki lagastoð fyrir þessu, enda reyna þeir að höfða til "sanngirnistaugar" veiðimanna. Svo þegar þetta er búið að viðgangast í nokkur ár fara þeir fram á lög til að staðfesta orðinn hlut.
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Rjúpan ! og þá byrjar ballið

Ólesinn póstur af maggragg » 22 Oct 2013 19:41

Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Rjúpan ! og þá byrjar ballið

Ólesinn póstur af Gisminn » 22 Oct 2013 19:47

Takk Magnús :-) Vissi að þetta var komið á smettis síðuna en ég er ekki á þeim bókunum ;-)
En þetta er tilkynningin frá 2012 og samt fara þeir fram með sömu auglýsingu aftur
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 4
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Rjúpan ! og þá byrjar ballið

Ólesinn póstur af E.Har » 23 Oct 2013 20:42

Munurinn núna og í fyrra er að núna er kominn kröfulína sem er allur afrétturinn! :mrgreen:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Rjúpan ! og þá byrjar ballið

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Oct 2013 14:48

Ég get nú ekki annað séð en landeigendur eða umráðamenn lands þar með talin sveitarfélög séu í fullum rétti með að takmarka eða banna veiðar í sínum löndum, með takmörkunum á ég við að taka gjald fyrir veiði þar.
Mér finnst það allt í lagi að takmarka veiði í ásett lönd, hvort sem það er gert með að setja hámarksfjölda veiðimanna eða taka gjald fyrir.
Með því að taka gjald þá takmarkast þetta af sjálfu sér, til að byrja með vegna þess að hjá sumum veiðimönnum virðist það vera ,,prinsipp" að borga aldrei fyrir að fá að fara í veiði, síðan fara menn varla að kaupa veiðileyfi í land þar sem búið er að selja yfrið mörgum í landið, svo sjá þeir sem eru að selja veiði í ákveðnu landi oft sóma sinn í að selja hæfilega í landið og takmarka þannig umferð um það.
Ég tek sem dæmi landeiganda í Norðfiði sem á gott rjupnaveiðiland inni í dal, hann hafði það orð á sér að hann bannaði veiði í sínu landi, þegar ég talaði hins vegar við hann sagði hann guðvelkomið fyrir mig og konuna að ganga til rjúpna í landinu, hann hins vegar takmarkaði veiðina þannig að ekki væru nema fimm til sex að veiða á landinu í einu, svo sagði hann mér líka hverjir og hvað margir væru að veiða þann daginn. Þetta finnst mér til fyrirmyndar og besta mál.

Ég var að fletta síðustu Dagskrá, það er auglýsingamiðill sem borinn er í hvert hús hér eystra, þar eru 8 auglýsingar sem takmarka eða banna veiði í löndum viðkomandi, 4 banna alfarið og 4 með skylyrðum.

1. Bannað er að veiða í landi Ánastaða og Þorgrímsstaða í Breiðdal, þar með talin Breiðdalsheiði austanverð.

2. Öll meðferð skotvopna er stranglega bönnuð í landi Hamragerðis í Eiðaþinghá.

3. Öll meðferð skotvopna er stranglega bönnuð í löndum Hjarðahlíðar og Stefánsstaða í Skriðdal.

4. Rjúpnaveiði er bönnuð í löndum Sellands og Fossvalla í Jökulsárhlíð.

Með skylyrðum.

5. Rjúpnaveiðar og meðferð skotvopna í landi Seljateigs og Seljateigshjáleigu er bönnuð nema með leyfi landeigenda, landið nær frá vatnaskilum á Fagradaj að Njörfadalsá í Reyðarfirði, innan svæðis eru meðal annars Sléttidalur, Grænafell og Sellönd.

6. Skotveiði í landi Gilsárstekks í Breiðdal er bönnuð nema með leyfi landeigenda.

7. Rjúpnaveiðibann er í landi Stóru-Breiðuvíkur og Stóru-Breiðuvíkurhjáleigu nema með leyfi landeigenda.

8. Öll rjúpnaveiði og meðferð skotvopna er stranglega bönnuð án leyfis í löndum Möðrudals, Rangalóns og Vðidal.

Mér finnst ekkert við þessu að segja.
Hins vegar finnst mér það skjóta skökku við þegar Skotvís sem og sumir veiðimenn telji það vænlegasta kostinn að véfengja rétt landeiganda og umráðamanna til að banna eða takmarka. Steininn finnst mér taka úr þegar Skotvís fylgir málinu svo stundum eftir með lögfræðihótunum og þessháttar þrasi í stað þess að ræða málin og reyna að komast að samkomulagi um hlutina.
Mér finnst þetta vont fordæmi og hjálpar okkur veiðimönnum ekki nema síðaur sé, auk þess að ala á hugmyndum um sjálftökurétt sem virðist allt of mikið útbreiddur meðal sotveiðimanna á Íslandi.

Annað mál....hvernig hefur veiðin gengið hjá mönnum þessa fyrstu rjúpnaveiðihelgi og hvað hafa menn séð mikið af fugli? Hafa menn séð ninna eða meira en í fyrra til dæmis?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Rjúpan ! og þá byrjar ballið

Ólesinn póstur af maggragg » 27 Oct 2013 15:54

Ég er sammála því Sigurður að þeir sem eiga lönd geti stýrt veiðum, enda eru þeir nytjarétthafar. Í umræddu máli getur sveitarfélagið ekki sýnt fram á eignarétt sinn á landinu sem er afréttur í dag og lagalega séð geta þeir þá ekki gert það sem þeir eru að gera. Jafnframt er ríkið búið að gera kröfu í sama land og því óúrskorið hvort þeir munu fá viðurkenndar eignarrétt að auki. Þetta þykir mér því vera langt gengið að rukka fyrir afnot af einhverju sem þú jafnvel átt ekki.

Hvað ætlar sveitarfélagið að gera ef þetta land verður skilgreint þjóðlenda eftir úrskurð, endurgreiða öllum veiðimönnum gjalið með dráttavöxtum?

Að sjálfsögðu á Skotvís að standa vörð um hagsmuni veiðimanna og ekki láta lögaðila eða aðra vaða yfir þá eins og þetta dæmi virðist vera. En einnig eiga þeir að standa vörð um rétt raunverulegra nytjarétthafa eins og landeigendur.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Rjúpan ! og þá byrjar ballið

Ólesinn póstur af Gisminn » 27 Oct 2013 17:12

Ég ættla ekki að taka snúninginn við Sigurð með sama mál síðan í fyrra honum fannst ég full fastur á skoðunum þá.
fuglar/deilur-um-rjupnaveidilond-t743.html#p4175
En þetta er ekki flókið í þessu tilfelli á ekki sá sem innheimtir gjald landið og skotvís er að gera það sem það á að gera fyrir veiðimenn.
Þetta er svona skýrt dæmi sem voru mörg hér áðurfyrr sem orsökuðu eina stærsu landakröfu herferð hér á landi sem kallast óbyggðanefnd.
Byrjaði sem deilur landeiganda og skotvís um eignarétt á oftast helmingi meira landi en landeigandinn átti og oftast fór landeigandinn halloka úr þeim deilum enda gat hann ekki sannað nema sitt land. En það vakti Stóra skrímslið sem sá sér leik á borði og stofnaði óbyggðanefndina.
Rosalega margir kenna skotvís um að hafa stofnað óbyggðanefndina en það er bara ekki rétt það þurfti tvo til í því máli. Gráðuga landeigandur og svo skotvís.Þannig að frá mínum dyrum var það báðum að kenna.
En átti einmitt gott spjall við einn bónda sem er fastur á að þetta sé allt skotvís að kenna þrátt fyrir ýmis dæmi sem ég lagði fram svo ég bara spurði beint hvor aðilinn hefði gefið ástæðu til deilna en sagði jafnframt að þetta væri hægt að deila um jafnlengi og hvor hefði komið á undan hænan eða eggið.
Sorglega staðreyndin er að þá og nú ! Eins og þessi þráður var stofnaður þá eru það nokkrir svartir sauðir sem eyðileggja fyrir heildini.
Skotvís varð að bregðast við þessu. Því ég sem einstaklingur til dæmis fæ ég ekki að kæra þetta vegna þess að ég er einstaklingur og ekki með beina hagsmuni. En ég hef sterka trú á að skotvís hafi lært af gömlum mistökum og stigi varlega en ákveðið til jarðar með sterkan málsgrunn.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Rjúpan ! og þá byrjar ballið

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Oct 2013 18:10

Ég er ósammála þessum rökum.
Landið er alltént afréttur og upprekstrarland fyrir suðfé bænda á svæðinu, þar með hefur sveitarfélagið umráðarétt yfir því og innheimtir nú þegar og hefur gert um ómuna ár, gjald af bændum fyrir uppreksturinn í formi fjallskilagjalda sem eru ákveðin upphæð af hverri vetrarfóðraðri kind sem rétt á, á að vera rekin í tiltekna afrétt og rennur í fjallskilasjóð viðkomandi sveitarfélags.
Síðan eru frekari álögur á bændur sem eru fólgnar í því að þeim er skipað í göngur og er gert að leggja til ákveðið mörg dagsverk eftir fjárfjölda til að smala svæðið.
Ég sé enga ástæðu til annars en lögjafna þessar álögur á bændur á svæðinu með því að taka gjald af rjúpnaveiðmönnum þar líka.
Fjallskilasjóður er oft á tíðum líka að leggja í kostnað við gerð og viðhald vegslóða á svæðinu.
Það skiptir engu máli hvernig úrskurðurinn fer í óbyggðanefnd, sveitarfélagið hefur eftir sem áður afnotarétt af viðkomandi landssvæði sem afrétti og sömu reglur gilda og hingað til.
Það er komin reynsla á þetta hér að austan. til dæmis voru stórir hlutar af Valþjófsstað og Skriðuklaustri í Fljótsdal úrskurðaðir þjóðlenda en notknarskilmálarnir breyttust ekki neitt
Sónarpresturinn á Valþjófsstað og bóndinn á Valþjófsstað II voru með ábúð á jörðinni og halda henni óskorað sem og bóndinn sem er með Skriðuklaustur á leigu.
Það eina sem breyttist var að umráðarétturinn á landi Valþjófsstaðar sem úrskurðað var þjóðlenda færðist úr umsjá dóms og kirkjumálaráðuneytisins yfir til fjármálaráðuneytisins og umráð téðs lans Skriðuklaustus úr Landbúnaðarráðuneytinu yfir í fjármálaráuneytið einnig.
Það eru magir íslendingar, veiðimenn þar með taldir, sem eru með glýju í augunum vegna lands sem úrskurðað er þjóðlenada muni færa almennngi óskoraðan umgengnisrétt um viðkomandi landssvæði, það er í besta falli misskilningur en í versta falli fáfræði og þar inn á milli eru afneitun á rauveruleikann eins og hann er í dag og og ranghugmyndir um réttarstöðu þeirra er málið varðar og meintur yfirgangur eigenda og umráðaaðila.
Það hefði verið miklu nær fyrir Skotvís að komast að samkomulagi við sveitafelagið í þessu máli og fá til dæmis afsátt af þessum gjöldum fyrir félagsmenn og rétt til að fara um þeta land til jafns við heimamenn.
Félagi Gisminn, þú ert heppinn að geta ekki farið í mál um þetta tiltekna landssvæði, heppni þín er fólgin í því að þu hefur ekki lögvarða hagsmuni í þessu máli, þetta mál væri tapað fyrir þig frá upphafi þess vegna segi ég að þú sért heppinn þú hefðir væntanlega ekkert upp úr málssókn nema greiða málskostnaðinn.
Svo við veltum fyrir okkur af hverju þú átt ekki lögvarða hagsmuni í málinu. Það skyldi aldrei vera vegna þess að almenningur í landinu sem þú væntanlega telst til í þessu máli, hefur ekki tilkall til þessa landssvæðis?
Það hefur sveitarfélagið hins vegar sem umráðaaðili afrétta innan sinna sveitarfélags marka.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Rjúpan ! og þá byrjar ballið

Ólesinn póstur af maggragg » 27 Oct 2013 18:34

En minni á þessa lagagrein sem gildir um nytjarétt á villtum dýrum:

"Öllum íslenskum ríkisborgurum, svo og erlendum ríkisborgurum með lögheimili hér á landi, eru dýraveiðar heimilar í almenningum, á afréttum utan landareigna lögbýla, enda geti enginn sannað eignarrétt sinn til þeirra" Þetta er staðreynd málins!

Sveitafélög eru ekki lögbýli, og í tilteknu máli getur sveitarfélagið ekki sannað eignarétt sinn á svæðinu. Þarna er verið að ræða almannahagsmuni og rétt til nytja.

Og svo það sé á hreinu þá fer það jafn mikið í taugarnar á mér veiðimenn sem virða ekki eignarétt landeigenda hvar á landinu sem er og þá sem rukka veiðimenn fyrir veiðar á landi sem þeir eiga ekki nytjaréttinn á.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Rjúpan ! og þá byrjar ballið

Ólesinn póstur af Gisminn » 27 Oct 2013 18:42

Ég held að þú misskiljir hugtökin Sigurður. Afréttur+upprekstrarleyfi gefa ekki hreint og óskorið afnotaleyfi og í hverju voru notkunnarskilmálarnir hjá Valþjófsstað og Skriðuklaustri?
Kannski þeir að þeir mættu áfram nýta landið til beitar en ekkert annað nefnt ?
Afhverju ætti Skotvís að semja við sveitarfélag sem á ekki landið sem það rukkar á ?
Og sérðu ekki enn vitleisuna í þessu hjá Hvammstanga ?
Ef ekki skal ég einfalda það svakalega.
Hvammstangi rukkar gjald af skyttu þó hún sé að veiða í Borgarnesi.
Leiðréttu mig ef ég er með fáfræði en er ekki þjóðlenda eign þjóðar og umráðaréttur og nýting stjórnað að ríkinu ? Og ef ríkið bannar eða takmarkar ber að virða það en ef ríkið leyfir til dæmis skotveiðar á þjóðlendu án frakari takmarkana má hvaða veiðimaður sem er veiða ekki satt?
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Rjúpan ! og þá byrjar ballið

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Oct 2013 21:34

Nú er ég alveg hættur að skilja! Félagi Gisminn segir ,,Hvammstangi rukkar gjald af skyttu þó hún sé að veiða í Borgarnesi", það lítur nú eitthvað að vera saman við þetta!
,,Notkunarskilmálarir" fyrir Valþjófsstað og Skriðuklaustur eru einfaldir, ábúendur eru leigendur hjá ríkinu og hafa byggingabréf fyrir þessum jörðum, þar sem þem eru byggðar jarðirnar með öllum þeirra gögnum og gæðum þar með töldum öllum veiðirétti og öðrum hlunnindum.
Þessir ábúndur geta þess vegna tekið gjald fyrir veiðar í þessum löndum, þó hluti af þessum jörðum séu einnig afréttur fyrir bændur í Fljótsdal og Hrafnkelsdal.
Þarna skiptir engu máli þó eignarétturinn sé ríkisins, það veitir ekki almenningi rétt til að veiða á þessum löndum.
Í þræðinum frá í fyrra sem Félagi Gisminn setti inn link á hér að ofan, tekur Einar Har. dæmi af Snæfelli, það dæmi stenst ekki skoðun vegna þess að allt Snæfellið er í landi Valþjófsstaðar og þar gilda ákvæði byggingabréfsins eins og annarsstaðar í Valþjófsstaðarlandi.
Ég veit ekki betur en umráðamenn Valþjófsstaðar hafi þurft að gefa leyfi sitt fyrir veiðifriðuninni suður af Snæfellinu sem verndaráætlun Þjóðgarsins kom þar á, ef ekki þá eru Þjóðgarðsmenn í slæmum málum og þessi friðun ólögleg!
Magnús hvað veitir þá Hvammstanga rétt til að taka gjald af bændum fyrir hagagöngu í afréttinni sem þeir hafa gert í árarðir?
Maggragg segir, "Öllum íslenskum ríkisborgurum, svo og erlendum ríkisborgurum með lögheimili hér á landi, eru dýraveiðar heimilar í almenningum, á afréttum utan landareigna lögbýla, enda geti enginn sannað eignarrétt sinn til þeirra" Þetta er staðreynd málins!".
Þú segir að þetta sé staðreynd málsins, málið er bara ekki svona einfalt, þá hefði varla þurft að fara með hvert málið eftir annað af þessum toga fyrir dómstóla og lagatúlkanirnar orðið út og suður.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Rjúpan ! og þá byrjar ballið

Ólesinn póstur af maggragg » 27 Oct 2013 22:26

Sigurður, ég er aðeins að ræða það sem kemur fram efst, það sem Húnaþing. Hvað varðar Valþjófsstað og Skriðuklaustur þá er það allt annað mál og ég held að enginn hér í þráðinum hafi verið að tala um það. Það er ekkert að því að rukka gjald, sé um einkaland, og ríkisjörð sem leigð er út. T.d. sem bújarðir, þá halda menn öllum nytjarétti eins og þú segir, sama á við um Skógrækt ríkisins eða Landgræðsluna. Þótt þetta sé tæknilega í eigu ríkisins þá fer samt forstöðumaður stofnunar með valdið þar og getur rukkað fyrir ef þeir vilja. Það sem ég vísa í er lagaákvæði, og það ganga ekki mál fyrir dómstóla um túlkun á ákvðínu sjálfu heldur væntanlega um deilur varðandi landamörk sem sumstaðar hefur ekki verið leyst úr. Þá er um einkamál að ræða þar sem ágreiningur er um landamörk.

Varðandi gjaldtöku vegna hagagöngu þá gilda önnur lög um það og gætu verið heimild þar til þess að rukka en lög um veiðar á dýrum er mjög skýr með þetta og það er ekki hægt að bera þetta saman. Með sömu rökum gæti Hvammstangi farið að rukka fólk fyrir að ganga á sínu landi.

Lög eru lög og það er einfalt. Öllum eru leyfðar dýraveiðar í almenningum. Það er örugglega enginn ósammála um það. Einnig afréttum utan landareigna lögbýla. Þar sem ég þekki ekkert þessi lönd sem þú nefnir en efast ekki um það sem þú skrifar að ef Snæfell er í landi Valþjófsstaðar þá nær þetta ákvæði ekki utan um það enda Valþjófsstaðir lögbýli. Þetta ákvæði túlkast þannig að afréttur sem ekki tilheyrir lögbýli, þar séu veiðar heimilar öllum. En það eru margar jarðir sem eiga stóra afrétta og þá ráða landeigendur því svæði. Vandamálið eru veiðimenn sem bera ekki virðingu fyrir eignarétti og þú mátt ekki rugla því saman sem ég segi hér. Ég er harður á því að landeigendur ráði sínum jörðum, þótt þær séu mjög stórar. En ég sætti mig ekki heldur við að sveitarfélög, eða aðrir aðilar rukki fyrir eitthvað sem þeir geta ekki sýnt frammá að þeir eiga.

Ég vill einnig taka það fram að ég hef sjálfur engra hagsmuna að gæta. Veiði ekki rjúpur ( Veiði ekki annarstaðar en á einkalandi ) og bý á hér á Suðurlandi þar sem öll landamörk eru skilgreind og enginn ágreinigur er um hvað sé almenningur, afréttur og svo einkaland, sem virðist vera munaður hér á landi.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Rjúpan ! og þá byrjar ballið

Ólesinn póstur af Gisminn » 27 Oct 2013 23:11

Það sem ég á við Sigurður minn þegar ég sagði Hvammstangi/Borgarnes að í ofanverðu veiðileyfi er rukkað fyrir Arnarvatnsheiði sem er í tvemur landshlutum = Vestur Hún og suður í Borgarfjörð.
En allavega notkunnarrétturinn þín megin er skýr og í besta máli en við erum allavega að diskutera þetta í vinsemd og bróðerni.
En svona til að setja nýjan vinkil á málið þá er fullt af bændabýlum hér sem leigja túnin sín undir slátt og beit vegna þess að þeir eru hættir búskap en legjendurnir hafa ekkert með að segja hvort það megi skjóta gæs á túnunum þess vegna spurði ég um notkunnarskilmálana.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Rjúpan ! og þá byrjar ballið

Ólesinn póstur af maggragg » 27 Oct 2013 23:44

Fann eina mjög áhugaverða ritgerð um einmitt þetta efni fyrir þá sem vilja kynna sér þetta.

http://skemman.is/stream/get/1946/4634/ ... A_2010.pdf
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Rjúpan ! og þá byrjar ballið

Ólesinn póstur af maggragg » 28 Oct 2013 00:11

Og hér er hægt að sjá úrskurði og stöðu mála í dag. Mjög fróðlegt

http://obyggdanefnd.is/urskurdir/
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 4
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Rjúpan ! og þá byrjar ballið

Ólesinn póstur af E.Har » 28 Oct 2013 00:14

http://domstolar.is/domaleit/nanar/?ID= ... l=1&Words=
Slóðin á dóminn hjá Valþjófskirkju.
Þetta er að skána með því að Þjóðlendunefndin tekur málin fyrir.

Mér leiðist þetta ótrúlega. Kannski væri rettast að setja skatt á land, maður getur ekki átt bílskúr án þess að borga af honum en getur átt hundruðir hektara án þess að greiða krónu.

Kíkti annars í Verri sýsluna í gær, fór í Viðidalstunguheiði og inn að Arnarvatnsheiði, þetta er svona borgarleg óhlni.

Sennilega endar þetta eins og í Noregi og t.d Itaæíu þar sem veirétturinn var tekin af landeigendum.
Það væri fúlt, en meðan hreppar selja inn á lönd sem þeir eiga ekki og aldrei voru numinn,
Hundfúlt og kemur à ágreiningi þar sem hann ætti ekki að vera!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Rjúpan ! og þá byrjar ballið

Ólesinn póstur af 257wby » 28 Oct 2013 08:14

þarf ekki bara að senda sveitarstjórnarmenn á námskeið þar sem útskýrð eru þessi algengustu hugtök eins og, einkaland,afréttur,eignarréttur og óbeinn eignarréttur ?

Undir sömu formerkjum mætti senda þónokkra veiðimenn á samskonar námskeið.

kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 4
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Rjúpan ! og þá byrjar ballið

Ólesinn póstur af E.Har » 28 Oct 2013 14:55

Þetta er kannski ekki alveg svona einfalt!
Í V-Hún hefur ríkið lagt fram kröfulínu.
Sveitarfélagið hefur lagt fram sína.
Krafa ríkissinns er rétt ofan við afréttargirðingar.
Krafa sveitarfélagssinns nær norður í land og fylgir annarsvegar jökklum og hinnsvegar mæðuveikigriðingu, en við lagningu hennar var nú ekki alveg farið að merkjum svo krafa V-Hún nær inn á land Kalmannstungu sem þeir hafa eignardómsmálsbréf frá 1960+ yfir!
Svo segja má að V-Hún sé jafnvel farin að selja inn á land í Borgarfirði!
Ég væri alveg vís með að borga einhverja þúsundkalla fyrir aðgang að landi.
En það þarf þá að vera trygt að það sé heimaland og ekki svona vafasamt bras eins og við höfum ítrkað séð gegnum árin.

Ég fór um helgina á Holtavörðuheiði, þar sem allt var upp í loft fyrir 15 árum en er nú samþykkt afréttur. Ég fór á Viðidalstunguheiðina, svona rétt sem borgaraleg óhlíðni, Aftur Holta og svo upp á Uxahryggjum, einhvað sem var deilt um fyrir 15 árum líka.

Vandin er að þessi mál hafa verið í leiðinlegum farvegi. Menn hafa í gegnum seinustu 150 ár verið að kasta þessum bolta á milli sín.

Framferði Vesur Hún er auðvitað til háborinnar skammar, þeir hafa verið margkærðir, en gallin er sá að þeir verða ekki dæmdir fyrir að auglýsa.

Ekki reikna ég með að þeir verði látnir greiða bætur, enda ervitt fyrir allaveiðkorthafa að koma sér saman um kostnað eða "fjárhagslegt" tjón af því að hafa verið útilokaðir af veiðum á svæði þar sem þeir eiga að meiga veiða!

E
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara