Síða 1 af 1

Rjúpnaskyttur, farið varlega!

Posted: 25 Oct 2013 15:13
af maggragg
Þá er rjúpnavertíðin varlega. Ekki byrjar hún vel og vonandi finnast þessir fljótlega og örugglega.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/ ... naskyttum/

Vonum að allir munu fara varlega og búa sig vel, það getur alltaf eitthvað óvænt komið uppá

http://www.safetravel.is/is/

Alls ekki treysta á snjallsíma þar sem rafhlöður þeirra endast ekki ef neyð kemur upp. Alltaf taka með áttavita, ásamt kortum og gps, og auka rafhlöður í gps. Einfaldir gsm símar með rafhlöðum sem endast því það er hægt að miða út gsm nokkuð nákvæmlega í dag, ef þeir eru í gangi. Taka með neyðarblys og nægan mat. Skilja eftir ferðaplan o.f.l.

Góða veiði :)

Re: Rjúpnaskyttur, farið varlega!

Posted: 25 Oct 2013 19:12
af Gisminn
Takk fyrir þetta Maggi og ekki taka þennan til fyrirmyndar :evil:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/ ... eidikorts/

Re: Rjúpnaskyttur, farið varlega!

Posted: 26 Oct 2013 12:50
af Jenni Jóns
Það er ágætt að skipta símanum sínum af 3G/Dual mode yfir á GSM only það sparar rafmagn
Í Nokia símum er hægt að hlaða niður korti þannig að maður getur staðsett sig án þess að vera í sambandi við símkerfi.