Síða 1 af 1

Fréttir af rjúpu ?

Posted: 28 Oct 2013 16:43
af Veiðimeistarinn
Hvernig er það með spjallverja, hafa þeir engar fréttir af rjúpu þetta haustið, hvað mikið sést og eftir atvikum hvort þeir veiða yfir höfuð eitthvað?

Re: Fréttir af rjúpu ?

Posted: 28 Oct 2013 19:00
af E.Har
Viðraði illa il loftárása.
Vorum félagar í bústað í Borgarfirði.

Dagur 1 Holtavörðuheiði, lélegt, fáir fuglar slatti af ref. Einn náðist ( rebbi)
Dagur 2 Borgaraleg óhlýðni á Víðidals og Arnarvatnsheiði, aðeins skárra, nokkrir fuglar.
Dagur 3 Holtavörðuheiði, Kvígindisfell, Tröllháls. Ekkert vinnuveður. En ekkert af fugli.

Heyrt af Barðaströnd, lélegt. Sunnanverðum vestfjörðum, lélegt. Herðubreið lélegt.
Skagafjörður lélegt. Hérað og Sletta skárra, en var ekki mikið vinnuveður.

Ekki heyrt af neinu alvörumagni neinstaðar. En þetta er snemmt ennþá. :mrgreen:
Endilega, látið heurast hvort einhver glæta sé einhverstaðar.

Re: Fréttir af rjúpu ?

Posted: 28 Oct 2013 19:20
af Gisminn
Sæll kæri vinur ég sá eitthvað af fugli á föstudag en færið var skelfilegt var öslandi snjóinn í klof og oftast nær nentu þær blessaðar ekki að bíða eftir mér. Fór aftur á laugardaginn og taldi mig betur settann kominn á snjóþrúgur en ég sökk samt upp á miðja kálfa og sá ekki nema 7 fugla þá en það voru líka veðrabrigði framundan.Gaf rjúpuni frið á sunnudag enda komið rok og rigning.

Re: Fréttir af rjúpu ?

Posted: 02 Nov 2013 20:58
af Veiðimeistarinn
Það hefur nú verið frekar léleg veiðin hérna fyrir austan utan smá kropp sem ég frétti af hérna inni í Norðfjarðardölum um síðustu helgi, en það er ekkert að marka segja menn vegna þess að þeir tveir er um ræðir eru eigi einhamir þegar veiðar eru annars vegar.
Það var lélegt á Jökuldalsheiðinni og Fljótsdalsheiðinni um síðustu helgi vegna þess að þar er svo mikill snjór eftir sem veiðmenn sögðu í mín eyru.
Þessi helgi er eftir bókinni mjög lélegt veður til rjúpnaveiða, skari í gær og snjóþrúgurnar vildu festast undir skelinni sem gerði göngufæri erfitt en þítt var og súld eftir sem leið á daginn, ekki óskaveður rjúpnaveiðimannsins.
Í dag er, slydda og snjókoma uppi á Héraði, þoka ofan í miðjar hlíðar með súld og skúraveðri niður á Fjörðum og árangurinn eftir því.

Re: Fréttir af rjúpu ?

Posted: 03 Nov 2013 23:09
af Nýliðinn
Ég skellti mér með tengdó austur fyrstu helgina. Sáum engan fugl á föstudeginum ekki einu sinni spor. Laugardagurinn var mun skárri náðum 3 og var fuglinn mjög styggur, sáum rúmlega 15 fugla þann daginn. Sunnudagurinn byrjaði með látum og fundum fugla við dagrenningu nýkomna úr bælunum féll einn þar og 3 klukkutíma seinna, mun meira af fugli þann daginn eða um og yfir 20 en gátum ekki verið lengur en til hádegis sökum þess að langur akstur var til Reykjavíkur einnig skall töluverð þoka á og við ekki nægilega staðkunnugir svo við gengum aftur niður. Nokkrar veiðisögur fóru á milli manna í pottinum í sundlaug Egilsstaða og höfðu menn verið að fá einn og einn fugl.

Re: Fréttir af rjúpu ?

Posted: 09 Nov 2013 22:50
af Gisminn
Jæja áhugaverðri rjúpnaveiði lokið.
Fór inn í Skemtilega erfiðan dal þar sem þarf oft að berjast við að fara yfir á og svo skrattast á snjóþrúgum við veiðar.
Veiði gekk vel en jeppinn minn er fótbrotinn upp í dal (hjólastelllið laust og draslið liggur á felguni) og verður farin björgunartúr á morgun að rífa undan honum og koma til byggða og sjá hvað mikið er skemt og þarf að panta. Elsku jeppinn kom okkur þó það langt til baka að óbreyttur bíll gat sótt okkur en það þurftir svo að ræsa hjálparsveitina hér fyrir annan bíl sem var að frjósa fastur í ánni og komst ekki upp á ísinn.
Svona eru sum ævintýrin :roll:

Re: Fréttir af rjúpu ?

Posted: 10 Nov 2013 02:10
af TotiOla
En aðalmálið Þorsteinn... Veiddist eitthvað? :)

Re: Fréttir af rjúpu ?

Posted: 10 Nov 2013 12:27
af Gisminn
Já það veiddist vel