Fækkun rjúpu

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:101
Skráður:18 Feb 2012 17:10
Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 21 Feb 2014 15:53

Takk fyrir að svara þessu með gæsaina meistari Sigurður :-) og svo kemur stórt HEYR HEYR fyrir svar þitt hér að ofan :-)
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

Haglari
Póstar í umræðu: 6
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af Haglari » 22 Feb 2014 22:30

ísmaðurinn skrifaði:Ég er eins og Keli og Steini að búa svo vel að hafa verið í kringum nátturuna sem bæði barn og fullorðinn, hef ég ALDREI séð rjúpu verpa á láglendi á suðurlandinu, hún verpir nú oftast í móum í fjallendi hæerna og þar hefur td grágæsinni fjölgað og ekki fyrr en að hafa lesið þessa grein þá sér maður samhengið betur og bara nokkuð góð kenning þarna á ferð amsk eitthvað sem væri vit í að rannsaka, og sömuleiðis að skoða hvert þær gæsir fóru sem verptu á þeim svæðum sem fóru undir vatn við gerð kárahnjúka virkjunar!!
Eins og ég er margsinnis búinn að segja þá eru uppeldisstöðvar rjúpunnar að mestu á láglendi:
Frá fjöru til fjalls, láglendismóar og lágheiðar. Gott er að hafa það í huga að ekki eru öll fjöll, móar eða heiðar á miðhálendi íslands en það virðist vera einhver misskilningur um það hérna á ferðinni.
Á yfirborðinu virðist kenningin í þessari grein vera góð, en þegar að kenningin er skoðuð betur þá er hún byggð á tilbúnum forsendum sem ekki eru til fordæmi fyrir. Þ.e.a.s. að varpbúsvæði heiðagæsa og rjúpu skarist svo mikið að heiðagæsin sé vinna í samkeppninni við rjúpu um búsvæði og þau gæði sem þar er að finna. Ath að það er líka tilbúin forsenda að það sé yfir höfuð semkeppni milli þessara tegunda ef búsvæði þeirra myndi annað borð skarast, það þekkist ekki og fátt því til stuðnings.
Gisminn skrifaði:Sæll aftur Óskar við náum aldrei saman ég veit hver matar þig á upplýsingum og ég er engan vegin sammála þeim manni og hann hefur einmitt kosið að gera þetta að lífs starfi en helst ekki skila neinu út af því að það er alltaf of snemt að gefa út niðurstöður samanborið við 20 ár þá er of snemt vegna þess að þetta eru bara 2 stofnsveiflur og svo framvegis sem betur fer eru mikklar breytingar í veiðikortasjóð þannig að menn verða að faraa að skila niðurstöðum vilji menn áframhaldandi styrki en ekki þetta botnlausa sukk sem verið hefur. En Kornsúra eða ekki ! Heiðargæs er eins og bent er á og er óumdeilanlegt í mikilli sókn og færist neðar og neðar og eins og þú bendir á kannski einföldun að kenna henni einni um en getur í samhengi við fæðuöflun að hausti ráðið mikklu um afföll hvernig rjúpan sé í stakk búinn undir veturinn eins og þú bentir á kornsúra er síðsumarsfæða en kannski ekki sú eina né er hun sú eina fæðutegund hjá gæsini báðar í berjum og svo fr. En hvernig lítur dæmið út svona ?
Vor og sumar =Rányrkja af völdum Refa og Fálka sumstaðar máva ! Haust =Samkeppni um fæðu og fyrstu kuldaköst í kjölfarið. (12 dagar veiðar sem er bara brot í þessari heild en samt skal reynt að klína því á veiðimenn að þeir séu orsök hruns rjúpunar með veiðum og auka afföllun í formi stressálags) Vetur = stöðugar truflanir (stress) og veiðar af völdum refa sem eru nú áætlaðir að séu yfir 20.000 skal skrifa töluna líka tuttugu þúsund dýr.
Þá er dæmið ekki hægt að afskrifa með að segja að það sé einfaldað ekki satt ?
En ég er búin að koma mínu áliti að og læt þetta nægja.
Það er nú leiðinlegt að við náum ekki saman. Ég er ekki að reyna að vera óvinur neins heldur bara að benda á forsendur í greininni hans Einars sem ganga ekki upp og eru að því er virðist tilbúnar/úr lausu lofti grippnar. Það er hinsvegar gott að sjá að þú virðist vera að átta þig á því hversu tæplega þessi tilgáta hans Einars getur gengið upp. Heiðagæsinni er vissulega að fjölga og hefur eitthvað færst niður sumstaðar með stórám eða þar sem votlendi er að finna. En varpbúsvæði rjúpunnar er svo mikklu stærra og dreifðara að það er ekki hægt að kenna heiðagæsinni um fækunnina.
Skotveiðar eru meira en bara brot af þessari heild en það er efni í annan þráð.
Veiðimeistari skrifaði:Já Óskar minn, þetta eru svona dæmigerð viðbrögð úr fuglafræðielítunni, mótmæla öllum nýjum kenningum hvað sem öllum trúverðugleika líður og trúa aðeins á heimatilbúin reiknilíkön og gera allt annað tortryggilegt í nafni fuglafræðanna.
Ég er orðin frekar leiður á þessum menntahroka sem viðgengst og reyndar tröllríður allri líffræði og náttúruverndarummræðu í dag þar sem veiðimönnum er kennt um allt smátt og stórt en grundvallar lögmál nattúrunnar látið liggja á milli huta, nefninlega það að viðgangur fugla og dýrastofna fer fyrst og fremst eftir fæðuframboði, samkeppni um fæðuna og aðstæðum til að afla hennar.
Veiðar eins og þær eru stundaðar á Íslandi í dag, koma þar hvergi við sögu, nema að því leiti að veitt er of lítið úr flestum stofnum á íslandi sem gerir það að verkum að of stórir stofnar eru um fæðuna sem í boði er. Þetta er það sem friðunarstefna hefur í hnotskurn fært okkur.
Spurt var hér að ofan hvað hefði orðið um gæsina sem verpti á því landssvæði sem fór undir lón Kárahnjúkavikjunar.
Því er auðsvarað, hún einfaldlega færði sig upp á lónsbakkan og hefur nær þrefaldast að tölu þar samkvæmt hreiðurtalningum náttúrufræðinga sem halda þeim upplýsingum að mestu fyrir sig, eða eru allavega ekki að útvarpa þeim á neinn hátt.
Enda gáfu þessir vísu menn sem allir eru í þessari ,,viðurkenndu" fuglafræðielítu sér það fyrir virkjun að virkjunin mundi ganga af gæsastofninum dauðum, annað hvort að þær mundu deyja úr sorg við að missa hreiðurstæðið sitt eða drukkna þegar hækkaði í lóninu, gat ég helst skilið.
Enginn var allavega rökstuðningurinn fyrir þessum hrakspám hjá þeim elítumönnum er þetta skvöldruðu i mín eyru.
Mér er það minnistætt þegar ég sagði við yfirfuglamanninn í elítunni að það væri aðeins einn galli við komandi Kárahnjúkavirkjun, hann væri sá að heiðagæsinni mundi með tilkomu lónsins fjölga til mikilla muna og væri þó yfrið nóg af henni fyrir, hún væri þegar búin að ganga það nærri gróðri á Vesturörfum að ekki væri á bætandi.
Ég benti þessum vísa manni einnig á það að með svona stóru lóni mundu verða til stærstu fellistöðvar heiðagæsa í heiminum og gæsin mundi fljótt flytja sig af ,,pollunum" á Eyjabökkum yfir á þetta stóra vatn.
Fuglaelítmaðurinn varð eins og álka í framan (það var nú eiginlega það eina sem gat minnt mig á að hann væri fuglafræðingur) og átti ekki til orð yfir fáfræði sveitamannsins og að hann skyldi voga ser að koma fram með svona barnalegar hugmyndir við fullorðinn fuglaelítumann.
Hvað um það, það sem ég sagði þarna um síðustu aldarmót er allt komið fram en fuglaelítumaðurinn þegir þunnu hljóði, þarf ekki einu sinni að massa út með Wisky kassann sem hann vildi veðja við mig um að mín kenning stæðist fráleitlega, en ég afþakkaði á þeim forsendum að amma sagði mér á sínum tíma að það væri ljótt að hafa fé út úr trúgjörnu fólki sem vissi ekki betur, vegna þess hvernig það væri gefið!
Svo ég komi aftur að kenningu Einars Har. sem var upphafið að þessum þræði, þá getur hún fyllilega staðist, það þíðir allavega lítið fyrir þig Óskar minn að bera á borð fyrir mig að þessi kenning standist engan vegin vegna þess að rjupan sé láglendisfugl en heiðagæsin hálendisfugl.
Í minni sveit nær heiðaæsavarpið langleiðina út að sjó, allavega út allan Jökuldal, langt niður fyrir öll hálendismörk og þar tekur grágæsavarpið við, alveg út á strönd Héraðsflóa.
Rjúpnavarp hef ég hins vegar litið séð eftir að niður fyrir hálendismörk kemur þar sem heiðagæsavarpinu sleppir, hins vegar verð ég var við töluvert varp rjúpu á hreindýraslóðinni sem ég fer mikið um, kannski meira en allir fuglaelítumenn til samans og hreindýraslóðin verður seint til láglendis talin.
Ég held að þér fari best Óskar minn að halda þig við kjötkatla veiðikortasjóðs og kíkja varlega undan pilsfaldi elítunnar, hvort sem hún er eins og álka eða fálki í framan.
Ég vona að ég hafi ekki verið með mentahroka, ég hef ekki efni á honum. Veiðar koma talsvert við sögu, það mátti nokkuð glögglega sjá á rjúpnafriðunar árunum 2003/2004 og eftir því sem lengra líður frá þessum friðunarárum sést betur hversu afbrigðilegir 2003/2004 topparnir eru og núna hátt í 10 árum seinna sjást ekki aðrar slíkar sveiflur. En líkt og ég sagði við Þorstein þá er þetta skáskot frá efni þráðarinnar og líklega efni í aðra umræði. Ég biðst afsökunar á þessu "skáskoti"
Hnittin saga um álkuna, ég hef minni þekkingu á þessu málefni og kýs þegna ekki að tjá mig um það, enda ekki efni þráðarins.
Á yfirborðinu gæti kenningin hans Einars staðist, (hérna eiginlega gildir svarið sem ég gaf Bergþóri hérna fyrir ofan að mestu) þegar málið er skoðað betur að þá eru forsendurnar að mestu tilbúnar. Varpbúsvæði rjúpunnar að >mestu< á láglendi. Það þekkist hinsvegar alveg að rjúpur finnist með ungahópa við jökuljaðar, í grænum túnjöðrum, við sjó eða á hæstu fjöllum, en meginreglan er sú að varpbúsvæði þeirra er í lyngmóum á láglendi og lágheiðum. Jafnvel þótt að búsvæði þessara fugla skaris að þá eru ekki til fordæmi fyrir því að þeir séu í samkeppni (önnur tilbúin forsenda). Rjúpa borðar kornsúru að mestu síðasumars, á haustin þegar að hún fer í vetrarhaga til fjalla og í einhverjum mæli inn á hálendið þá skiptir hún yfir í aðra fæðutegund. Á þessum sama tíma er heiðagæsin að yfirgefa hálendið.
Það er ekki got að taka útbreiðslu fugla á einu svæði og gera samasem merki fyrir allt landið. Þótt að heiðagæsin sé komin niður á láglendið í jökuldal að þá er ekkert eða sáralítið að finna af heiðagæs á vestfjörðum, reykjanesi, hellisheiði, mosfellsheiði, melrakkasléttu o.fl. o.fl o.fl stöðum þar sem er mikið rjúpnavarp. En rjúpunni á þessum stöðum hefur fækkað á þessum stöðum alveg eins og annarsstaðar án þess að þar séu "heiðagæsir að éta kornsúruna frá henni". Þessi kenning hans Einars er patent lausn sem gengur ekki upp!
Ég skil ekki þetta innskot hjá þér með veiðikortasjóð. Eina tengingin sem ég hef veið veiðikortasjóð er að ég borga fyrir mitt veiðikort alveg eins og þú.

Kv.
Óskar Andri

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:101
Skráður:18 Feb 2012 17:10

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 22 Feb 2014 22:57

Óskar voðaleg er erfitt að skilja að þetta er hans kalda mat ekki einhver rannsókn sem einhvert menntamontprik hefur gert!!! auðvitað hefur hann við eitthvað að stiðjast þó svo að hann sé ekki einhver menntamontprik sem hefur rannsakað þetta heldur er hann að tala af RAUNVERULEGRI REYNSLU sem veiðimaður!!! ekki hef ég séð neina rjúpu á láglendi neinstaðar á suðurlandi á varpt tíma og miðað við það sem þú segir þá verpir hún þar!! ég er alinn upp að miklum hluta í sveit á suðurlandinu og einnig á snæfellsnesinu og þar er rjúpan oftast yfir 200m hæð.. maður sér hana koma niður undir 100-150m í kulda og þungum snjó og þá er hún sem neðst EKKI á varptíma, sá sem heldur því fram hefur ALDREI gengið á fjöll eða heiðar íslands.Einnig hef ég farið ríðandi um mikinn hluta suðurlands þá bæði heiðar láglendi og inn á miðhálendi og viti menn þar heldur rjúpan sig á sumrin!!!

En er hættur núna því að þú greinilega hefur ekki nokkurt vit á fuglaveiðum og varpi nema það sem einhver bjálfinn hefur matað þig með óhreinni skeið...
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af sindrisig » 23 Feb 2014 00:15

Ég veit nú ekki mikið um rjúpu en jú ég hef labbað fram á hreiður í Vatnaskógi árið 1980 og trúlega flokkast það undir láglendi. Hvað flokkar þú Óskar undir láglendis og lágheiðar?

Við hérna fyrir Austan finnum bara ekkert láglendi nema þar sem áin rennur niður dalinn og þar er engin rjúpa. Lögurinn er undir 30 metrum, reyndar er EGS í 23 metra hæð ef út í það er farið, ég hef bara séð beljur og andfugla þar á kreiki, niðri á söndunum er einn fiðraður vargurinn sem er reyndar friðaður en samt sem áður skotinn á færi af heimamönnum og öðrum enda óáran í náttúru Íslands líkt og aðrir vargar undir nafninu loðnir ferfætlingar.

Mér sýnist þú falla í sömu gryfju og svo margir, að alhæfa um of og bæta síðan inn í þessar alhæfingar, að mestu, tilbúnar forsendur (sem ég skil ekki því allar forsendur eru tilbúnar ekki satt?).

Það að heiðagæsin yfirgefi hálendið, hvað segir það þér? Hvaða kenningu villtu setja fram varðandi það?

Það er komin fram kenning um rjúpuna, sem þú fullyrðir að sé röng en ég get hvergi séð í þínum skrifum neitt sem afsannar þá kenningu. Eða ertu með þá afsönnun á takteinunum?

Ég bíð spakur.

Kv.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 4
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af E.Har » 01 Mar 2014 05:37

Slamt ad hafa verid og vera erlendis. :D
Skemtilegt umraeda.

Grunnstefin eru 2.

1. Thad er engin ed gera tilogu ad teoriu um rjupnasveiflu. I baedi noregi og Bretlandi hafa menn verid ad skoda faedu og serstaklega kornsuru sem hugsanlegan sveifluvald! Af hverju er ekki kominn einhver tillaga thesis um rjupnasveiflu fra them sem eru a launum vid thetta
2. Heidargaes etur ohemju af kornsuru. Fjolgun um 400 thus heidur segir mer ad thar eti biomassa a vid ca milljon rjupur! Ef thad stemmir og rejupna sveiflast me surunni, hringir thetta ekki neinum bjollum! skodum lika td Svalbarda thae fjolgar heidu en rjupu faekkar, en i td Noregi er enin heida og sveiflan edlileg!

I thad minnsta gef eg ekki mikid fyrir einu skilgreiningu NI um ad rjupu faekki vegna truflunuar tha daga sem veitt er ekki vegna veidddu rjupnanna heldur hinna sem therftu ad flogra um!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 4
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af E.Har » 01 Mar 2014 06:15

Komst í aðeinsskárra net, er á Starbukks! Er samt enn að lemja á símann! :mrgreen:

Ok Haglari, Óskar Andri telur að helsti gallinn í theroríunni minni se að búsvæði þessara tveggja tegunda skarist lítið og að þær eti margt annað en kornsúru!

Byrjum á búsvæðum. Ef við förum aftur til Dr Finns og líka í Lokaritgerð Arnþórs garðarssonar, þá töldu báðir að hálendisheiðarmar skiptu sköpum fyrir afkomu rjúpu. Nefndu meðal annars Þingeysku heiðarnar.
Held að Haglari hefiði td gott af að lesa lokaritgerð Arnþórs, sem fjallaði einmitt um fæðuval rjúpunnar, hann gekk að visu út frá fosfórsækni, sem grunn af sókn í kornsúru. Hvað sem fosfóri áheirir held eg að hann hafi verið á járréttri leið með hve sérhæft fæðuval rjúpan velur. Og hve mikilvæg kornsuran er henni, ( fyrir þá sem þekkja ekki laukinn minnir hann a birkibrum, en það er auðvitað ekkert brum a birki á veiðitíma). Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að kornsúra eigi þátt í rjúpusveiflu. Taldi a tíma að hitnun og minkun snjódæda minkaði framlegð af kornsúru. Halldór Walter og seinna Arnór þórir benntu mer á ásókn heiðargæsa í kornsúru. Ef fjölgun um allt að 400 þúsund heiðargæsir sem eta kornsúru á móti rjúpu hefur ekki áhrif þá er það nokkuð merkilegt! 400 þús heiður eta mikinn biomassa og að halda því fram að rjúpur séu ekki á sama habbitati er avit bara bull. Ég hef yfir 1000 daga á veiðum á Íslandi. Duflaði við atvinnumennsku á rjupu og hvar veiddi ég! A heiðum! Byrjaði krongum hvervelli. Ef snjoalög lokuðu heiðunum þá fjöllin. Bestu veiðifjöllin hafa altaf verið tengt heiðum. Fór seinna austur þar sem hveravallasvið dalaði ( heiðargæs í Guðlaugstungum ) Fór næst austur á herað veiddi Snæfellssvæðið. Fellin kringum fljótsdalsheiðina. Núer það onýtt, Skasdya rjúpnaveiðin var niður á fjörðum og fyrir Vestan! Ef vear hafa svona mikil ahrif, af hverju er ekki stanslaus toppur á Reykjarnesi!

En allavega búinn að finna þennan þráð og hr. Haglari, settu saman hvað er svona augljóst við tepríuna, vegna þess að venjuleg vísindi ganga út á að koma með " heimasoðnar " teoríur, og annaðhvort sanna eða afsanna þær! Hvorugt hefur verið gert varðandi rjupuna áratugum saman, nema þa helst theoríann um að það berði svo mikil truflun af veiðum þessa 12-15 daga að stofnin beri þess merki og sé aðein brot af því sem hann var fyrir 100 árum þegar við veiddum margfalt meira!

ðs sennt á hlaupum úr síma!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 01 Mar 2014 15:23

Þetta er beint í stöngina og inn hjá þér Einar, þetta er eitt það gáfulegasta sem ég hef heyrt í sambandi við fækkun rjúpunar...

Allavega finnst mér stórmerkilegt að það liggi ekkert annað eftir vísindamann og áratugaransóknir en 150 milljónkróna reikningur til okkar veiðimanna... :?

Það er ámælisvert í besta falli... Getur eitthver bent mér á skýrslur eftir Ólaf K. Níelsen eða hvar er hægt að nálagst þær.

Til hvers er annars alltaf verið að rannsaka lýs og flær á rjúpum ásamt því hvað þær éta, menn hljóta að vera komnir með eitthverja niðurstöðu eftir öll þessi ár.... þetta er orðið einn stór sirkus og er veiðikortasjóði til skammar á hverju ári.

Ég myndi personulega mikið frekar setja allan þennan pening í refaveiðina.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 4
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af E.Har » 01 Mar 2014 17:17

Mér finnst margt mjög áhugavert sem Ólafur er að geta.
Pöddu og snikjudyr, sérstaklega í meltingarveginum er áhugavert og mig grunar að
hann og Karl Skyrnsson séu á áhugaverðu róli með að skýra sveifluna.
Held að fæðuval og snýkjudýr spili þar saman, en séu ekki nauðsynlega samverkandi þáttur.

Sú stúdia segir hinsvegar ekkert um ástæður þess að veiðiþol stofnsinns sé " áætlað" 50 þús fuglar, en var kannski 250-500 þús fuglar fyrir 50 eða 150 árum!

Það eru takmarkaðar rannsóknir í gangi, og mér finnst td Veistjóraembættið, nú Verndarteymi Umhverfisstofnunnar sem a að fara með veistjórnun ónýtt batterí! Þar er atanslaust verið að banna og takmarka. Skilur einhver aukna frun a heiðargæs? Fækkun daga a svartfuglu? Frun refs og minks?

Næsta grein er í burðarliðum :-). Hún mun fjalla um Verndarteymið!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Einar P
Póstar í umræðu: 3
Póstar:45
Skráður:24 Apr 2012 18:53
Staðsetning:Svíþjóð

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af Einar P » 01 Mar 2014 20:10

Ég ætla ekki að leggja mig mikið í þessa umræðu en þar sem staðhæft er að rjúpan verpi ekki á suðurlandi get ég ekki orða bundist. Ég er uppalin í hjarta suðurlands og búið í Rangárvallasýslu í ca. 45 ár. Á þeim tíma hef ég séð mikið af rjúpu með unga td. kringum Hvolsvöll og einnig í móum á Hellatúni í Ásahreppi þegar ég bjó þar. Ekki er þetta hálendi. Einnig er spurning af hverju rjupu fækkar hér í svíþjóð, það eina sem ég veit að það er ekki vegna fjölgunar á heiðagæs!
Kveðja frá Svíþjóð.
Einar P.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af Gisminn » 01 Mar 2014 20:49

Sæll Einar P en ef ég skil þennan rétt þá eru það ekki veiðar sem valda hruninu passar það ekki ?

Ingen fara för småviltstammarna enligt forskningen - tvärtom menar ripjägare
Publicerat: fredag 18 oktober 2013 kl 08:26
Erik Fankki Erik Fankki.

1993 öppnade regeringen upp ripjakten för första gången, 2007 blev ripjakten tillgänglig för hela Europas jägarkår. Jägaren Erik Fankki menar att det här har påverkat ripstammarna kraftigt. Han som är uppvuxen i Kaitumområdet säger att - ortsbefolkningen har slutat jaga ripa - och därmed har en hel kultur dött ut. Men trots det anser viltfoskaren Maria Hörnell-Willebrand att det inte finns något som talar för att ripstammarna skulle ha påverkats.

Redan innan 1993, när det var på tapeten att öppna upp småviltsjakten för första gången såg man ett behov av att inventera småviltstammarna för att veta hur de skulle påverkas av ett högre jakttryck, sedan dess har forskare inventerat ripstammarna.

- Vi ser ingen skillnad på hur mycket ripa det är mellan de jagade och permanent stängda områden, ingen skillnad hur mycket ripa det var före och efter 1993 på de här områdena vi har tittat på under lång tid, säger viltforskaren Maria Hörnell- Willebrand.


Men det här håller inte ripjägaren Erik Fankki med om.

- Här i Kaitumområdet var ju ripjakt en inkomstkälla när det fanns ripa men senare tid har det inte funnits så mycket ripa man måste ju låta riporna växa till men det har ju aldrig blivit någon återväxt sedan småviltsjakten blev till, därför försvinner ju den här kulturformen att jaga med ripsnarning och för att få inkomster, säger Erik Fankki.


1996 avsatte man stora områden som inte jagats på, sedan dess där man inventerar på samma sätt som man inventerar i jagade områden. Inga effekter har kunnat uppvisas på ripstammen uppger forskare. Då har man även jämfört inventeringsresultaten med andra skandinaviska länder. Att man 2007 öppnade upp ripjakten ytterligare en gång, då för utländska jägare har varken satt fjäll- eller dalriporna i fara, menar Maria Hörnell- Willebrand

- Nej, då hade man redan bestämt sig för ett system där man inte tillåter mer jakt än tre jaktmandagar. En jaktmandag är en jägare som jagar en dag på en kvadratkilometer, på 100 kvadratkilometer skulle du kunna ha 300 jägare, det motsvarar mellan tummen och pekfingret 30 procent av höstpopulationen. Det var redan bestämt, då stänger man sen och tillåter bara ortsbor att jaga.


- Det fanns plats för de här utländska jägarna det är så klart att jakttrycket ökade men det kunde aldrig bli högre än tre jaktmandagar, säger Maria Hörnell- Willebrand.

Men de här ripinventeringarna, är de tillförlitliga?
- Det har vi jobbat mycket med men för att det ska bli bra kräver vi i Sverige att alla som inventerar måste genomgå utbildning och det är vi forskare som sköter och det måste man göra regelbundet så att data samlas in på samma sätt i alla område.

- det finns ingen bättre metod att göra det och vi kan lita på de data som kommer in.

Erik Fanki låter ändå bli att jaga- för att spara på ripbeståndet.

- Det är mera roligt att se att de flyger iväg än att jaga dem, säger Erik Fankki.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Einar P
Póstar í umræðu: 3
Póstar:45
Skráður:24 Apr 2012 18:53
Staðsetning:Svíþjóð

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af Einar P » 02 Mar 2014 06:33

Ég hef engar vísindalegar forsendur fyrir fækkuninni en fólk sem býr á þeim svæðum sem veiðar eru stundaðar tengir saman fækkun rjúpu og að opnað var fyrir veiðar allra innan esb, enda eru veiðisvæðin full af aðallega ítölskum og þýskum veiðimönnum.
Kveðja frá Svíþjóð.
Einar P.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af Gisminn » 02 Mar 2014 09:35

Nú er ég ekki góður í sænsku en skildi ég greinina ekki samt rétt að hún segir að það sé sama ástand á friðuðu svæðunum og þeim sem veidd eru ?
Ein spurning. Veistu hvort rauðref sé mikið að fjölga í svíðþjóð ?
Er svona að bera kannski pínu epli og appelsínu og þó ekki.
Það sem ég er með í huga er reykjanesið og Bláfjallasvæðið sem er alfriðað svæði og svo Lyngdalsheiðin sem er veiðisvæði.
Jafn fáir fuglar á báðum svæðum.
Hér fyrir norðan skiptir vindátt mestu um fjölda á svæðinu yfir veiðitímann.
Norðaustlægar áttir virðast þurka upp svæðið af rjúpu.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af Morri » 02 Mar 2014 12:45

Hlakka til að lesa greinina um friðjnarteymið Einar. Þessi vitleysa er buin að vaða uppi allt of lengi. Það þatf að fara að tala hatt og skyrt um þetta! Ut með alla starfsmenn þar!
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

Einar P
Póstar í umræðu: 3
Póstar:45
Skráður:24 Apr 2012 18:53
Staðsetning:Svíþjóð

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af Einar P » 02 Mar 2014 13:42

Þorsteinn, þetta er spurningin um hver hefur rétt fyrir sér er það vísindamaðurinn og hans forsemdur eða eða heimamenn og þeirra tilfinning. Er þetta ekki pínlítið blanda af öllum þáttum. Rauðrefurinn fynnst um allt land og auðvitað hefur hann áhrif.
Kveðja frá Svíþjóð.
Einar P.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af Gisminn » 02 Mar 2014 14:52

Jú ég er elveg sammála þér þarna.
Það verður að horfa til allra þátta en því miður er því ekki að fara hér heima og því vil ég fá Norsku reynsluboltana í vísindum og vöktun á rjúpuni hingað og sjá um þessi mál.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af sindrisig » 03 Mar 2014 00:13

Ég man eftir að hafa séð norskan þátt (eða í það minnsta tekinn upp í Noregi) um læmingja. Þar voru sveiflur í stofnstærð refsins, skýrð út frá stofnstærð læmingjanna. Mig minnir að ég hafi sett þetta fram áður, annað hvort hér eða á Hlaðspjallinu, en ástæðan fyrir því að læmingjarnir drápust var ætið! Það var alveg nóg af því en það sem þeir átu, einhver grös, líkt og Einar setur hér fram varðandi súruna, var aðal fæðan.


Þessi grös þau framleiddu aftur á móti efni sem gerði það að verkum að það var alveg sama hvað helvítis læmingjarnir átu, þeir gátu ekki melt fæðuna þannig að hún nýttist til þeirra framfærslu. Þ.a.l. drápust þeir og í fyrstu skildi enginn neitt í því, þar sem maginn var fullur en þeir drápust úr hor.

Kominn tími til að veita öðrum aðilum pláss við kjötkatlana, sem við tölum svo fjálglega um á hátíðisdögum.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 4
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af E.Har » 03 Mar 2014 10:01

Stemmir með læmingjarannsóknina Norsku.
Tóku 2 eyjar og slógu aðra, þar fækkaði læmingjum.
Störin sem um ræðir heiti Fjellestör og er systurplanta kornsúrunnar.

Bretar hafa líka prófa að vixlbrenna heiðar til að halda groose í hamárki og jafnvel gefið þeim orma eða meltingarlyf :-)

Í raun er ég ekki að kritisera rannsóknina sem er í gangi með sveifluna og hvernig hún er unnin.
Það sem ég skil ekki er að engin er að rannsaka hversvegna heildarmagn rj´pu hefur minkað.
Hún sveiflast enn bara topparnir lækka. Ef sveiflan er ætistengt, þá hlýtiur að vera minna ef æti sem veldur lækkun toppanna. Ef svo er hvað veldur því að minna er af ætinu?
Mín tillaga er samkeppni um fæðuna. Heiðargæsin étur kornsúru. Er á sama habbitati og hefur fjölgað stjórnlaust! það eru engar fjölstaofna habbitatrannsóknir í gangi!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Lundakall
Póstar í umræðu: 1
Póstar:24
Skráður:25 Mar 2013 19:25
Fullt nafn:Eyjólfur Gíslason

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af Lundakall » 03 Mar 2014 22:20

Hvenær verða teknir upp þeir mannasiðir að vísindamenn skili skýrslu um hvað þeir eru að gera fyrir peningana sem þeir fá úthlutað úr veiðikortasjóði.
Á þessum vef eru margir með áratugareynslu í veiði og þyrstir í að sjá hvað gert er fyrir peningana. Þar að auki hefðu þeir svo margt til málanna að leggja.
Mér finnst kominn tími til að taka upp ný vinnubrögð, eða ætlar t.d. Ólafur K. Nilsen að gefa út fornsögur um löngu liðna tíma og eldgamlar rannsóknir á rjúpu.
Bókin gæti þá heitið: RJÚPAN SEM VAR - ég mundi ekki kaupa hana.
Með kveðju,
Eyjólfur Gíslason lundakall

Svara