Fækkun rjúpu

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
Björninn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:67
Skráður:04 Jul 2012 16:31
Fullt nafn:Björn Gíslason
Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af Björninn » 19 Feb 2014 15:11

Kveðja,
Björn Gíslason

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af Gisminn » 19 Feb 2014 17:44

Fyrir mér er þetta virkilega flott grein og mjög gott innlegg í þessi mál og ég hvet virkilega menn að íhuga þetta.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af karlguðna » 19 Feb 2014 19:10

Mjög merkileg grein ,,, hef ekki heyrt þennan vinkil á málið,,takk fyrir þetta stórskytta ,,, vonandi að einhver með viti og valdi íhugi þetta og og sanni eða afsanni kenninguna,,,, og geri svo ráðstafanir,,, það væri ömurlegt ef rjúpan hyrfi vegna offjölgunar heiðargæsar :?
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af skepnan » 19 Feb 2014 21:45

Af hverju í ósköpunum fæ ég það á tilfinninguna að þarna hafi ég fengið meira að vita um rjúpuna en hafi komið frá heilögum Ólafi í tugi ára??? Hundruðir milljóna með engum niðurstöðum. Ja, maður spyr sig :twisted:

Kveðja Keli

Stórt LIKE á Einar
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

Haglari
Póstar í umræðu: 6
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af Haglari » 20 Feb 2014 19:10

Ég er búinn að íhuga þetta og því miður fellur þessi tilgáta um sjálfan sig, það er mjög auðvelt að sjá og skilja afhverju.

Björninn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:67
Skráður:04 Jul 2012 16:31
Fullt nafn:Björn Gíslason

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af Björninn » 20 Feb 2014 20:55

Viltu þá ekki deila því með okkur hinum?
Kveðja,
Björn Gíslason

Haglari
Póstar í umræðu: 6
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af Haglari » 20 Feb 2014 21:15

búsvæði þessara tveggja fugla skarast frekar lítið og þessvegna er afar ólíklegt að heiðagæsin sé að valda fækkun í rjúpnastofninum. Búsvæði heiðagæsarinn er að lang mestu afmarkað við hálendið á meðan rjúpan er um allt land og uppeldisstöðvarnar að mestu á láglendinu.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af Gisminn » 20 Feb 2014 21:36

Þetta er mikill misskilningur Óskar að heiðargæs afmarkist við hálendið hún er stöðugt að færa sig neðar og er eins og rjúpan um allt land og rjúpan er merkilegt nokk líka á hálendinu.
Skal sérstaklega taka Guðlaugstungur sem dæmi.
Það var ekkert mál að sjá heilu rjúpnafjölskyldurnar þarna uppfrá fyrir nokkrum árum en núna bara heiðargæs og meiri heiðagæs og hún er svo ágeng að hún er búinn að hrekja staðbundna grágæsatofninn í langadalnum nánast niður á Blönduós.
Guðlaugstungur teljast sennilega sem hálendi ekki satt ?
Síðast breytt af Gisminn þann 20 Feb 2014 21:42, breytt 2 sinnum samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 20 Feb 2014 21:40

Óskar, hvaðan úr ,,elítunni" ert þú vinur?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Haglari
Póstar í umræðu: 6
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af Haglari » 20 Feb 2014 22:04

Gisminn skrifaði:Þetta er mikill misskilningur Óskar að heiðargæs afmarkist við hálendið hún er stöðugt að færa sig neðar og er eins og rjúpan um allt land og rjúpan er merkilegt nokk líka á hálendinu.
Skal sérstaklega taka Guðlaugstungur sem dæmi.
Það var ekkert mál að sjá heilu rjúpnafjölskyldurnar þarna uppfrá fyrir nokkrum árum en núna bara heiðargæs og meiri heiðagæs og hún er svo ágeng að hún er búinn að hrekja staðbundna grágæsatofninn é langadalnum nánast niður á Blönduós.
Guðlaugstungur teljast sennilega sem hálendi ekki satt ?

Heiðagæsin er að færa sig neðar já enda sagði ég að hún væri að ->lang<- mestu afmörkuð við hálendið og það er hún svo sannarlega. Einnig sagði ég um rjúpuna að uppeldisstöðvarnar eru að ->mestu<- á láglendinu. Hérna eru engar fullyrðingar um það að það séu ekki neinar heiðagæsir á láglendinu eða rjúpur á hálendinu. Eftir stendur að þessar tvær tegundir skarast það lítið að það er ekki hægt að skella þessu upp í svona einfalt dæmi líkt og Einar gerir.

Gæti ekki verið að þú sjáir minna af rjúpu í Guðlaugstungunum einfaldlega af því að rjúpunni er að fækka yfir höfuð og það er allsstaðar lítið af henni og þú sjáir mikið af heiðagæs einfaldlega af því að henni er allsstaðar að fjölga? Ég sé ekki að Guðlaugstungan ætti að vera eitthvað undanskilin þessum breytingum?

Það er einnig rangfærsla í greininni hjá Einari. Hann notar kornsúruna til að tengja þessar tvær tegundir saman og talar um korsnúruna sem vetrarfæðu hjá rjúpunni. Kornsúra er hinsvegar sumarfæða hjá rjúpunni eða nánar tiltekið síðsumarfæða en ásamt henni étur hún lík blóm, blöð og ber. Grasvíðir er hinsvegar mikilvæg vetrarfæða og ásamt því brum, stöngla, rekla og sígræn lauf.

Haglari
Póstar í umræðu: 6
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af Haglari » 20 Feb 2014 22:15

Veiðimeistarinn skrifaði:Óskar, hvaðan úr ,,elítunni" ert þú vinur?
Hvaða elítu ert þú að tala um vinur?

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af Gisminn » 20 Feb 2014 22:16

Og þá erum við komnir aftur að upphafinu samhengi milli fjölgunar heiðagæsar og fækkunar rjúpu.
Rangfærsla eða ekki ef þetta er síðsumarsfæða hjá rjúpu þegar ungar eru í örustu uppbyggingu liggur það þá ekki deginum ljósar fyrir að ágangur í þessu tilfelli heiðagæsar hefur veruleg áhrif.
Ég held að það sé mikið sannleikskorn í þessu hjá Einari þeir skarist meir en menn telja.
Vinur þinn sem ekki vill svara mér eða rökræða eða sýna mér niðurstöður úr rannsóknum kostuðum af okkur veiðimönnum ætti auðvelt þá að slá þessa kenningu út með því að sýna svart á hvítu að þessir stofnar keppi ekki um fæðu ekki satt.Nema hann þurfi styrk til að rannsaka það
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af Gisminn » 20 Feb 2014 22:23

Bara svona til að hnykkja á þessu 2 spurningar í viðbót hvort förum við að veiða rjúpur á haustin á láglendi eða hálendi að mestu ? og afhverju verða verða mestu afföll rjúpu við fyrsta hausthretið?
Var hún sjúk eða ekki nógu vel fóðruð það er spurning sem ætti að vera löngu búið að svara á 25árum
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 1
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 20 Feb 2014 23:36

Líklega verða veiðimenn að rannsaka þessa kenningu sjálfir og auka verulega sókn í heiðagæs. :D
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af skepnan » 20 Feb 2014 23:42

"uppeldisstöðvarnar að mestu á láglendinu" hvað meinar þú með þessu? Ertu með einhverjar hæðartölur í huga? Ekki er maður nú vanur að sjá rjúpur hérna á túnunum með unga. Hvað þá neðar í Hlíðinni :mrgreen:
Rjúpa er flokkuð með hálendisfuglum en ekki með láglendisfuglum ekki satt?

Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Feb 2014 07:50

Haglari skrifaði:Hvaða elítu ert þú að tala um vinur?
Til dæmis ,,rannsóknarveiðikortaeilífðaralltumlykjandimiljónarjúpnaskoðunarelítunni".
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Haglari
Póstar í umræðu: 6
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af Haglari » 21 Feb 2014 09:57

Gisminn skrifaði:Og þá erum við komnir aftur að upphafinu samhengi milli fjölgunar heiðagæsar og fækkunar rjúpu.
Rangfærsla eða ekki ef þetta er síðsumarsfæða hjá rjúpu þegar ungar eru í örustu uppbyggingu liggur það þá ekki deginum ljósar fyrir að ágangur í þessu tilfelli heiðagæsar hefur veruleg áhrif.
Ég held að það sé mikið sannleikskorn í þessu hjá Einari þeir skarist meir en menn telja.
Vinur þinn sem ekki vill svara mér eða rökræða eða sýna mér niðurstöður úr rannsóknum kostuðum af okkur veiðimönnum ætti auðvelt þá að slá þessa kenningu út með því að sýna svart á hvítu að þessir stofnar keppi ekki um fæðu ekki satt.Nema hann þurfi styrk til að rannsaka það
Eins og ég segi, varpbúsvæði þeirra skarast frekar lítið. Varpbúsvæði rjúpunnar er frá fjöru til fjalls og meðan heiðagæsin er að mestu á miðhálendinu. Það er ein fæðutegund (kornsúra) sem tengir þessar tvær tegundir saman og þessi fæðutægund er ekki eina fæðan sem að þessir fuglar éta eða hafa allt árið um kring. Mér finnst það þessvegna heldur mikil einföldun að taka þessa einu fæðutengd (kornsúru) og ætla að nota hana til að kenna heiðagæsinni um fækkun rjúpunnar.
Gisminn skrifaði:Bara svona til að hnykkja á þessu 2 spurningar í viðbót hvort förum við að veiða rjúpur á haustin á láglendi eða hálendi að mestu ? og afhverju verða verða mestu afföll rjúpu við fyrsta hausthretið?
Var hún sjúk eða ekki nógu vel fóðruð það er spurning sem ætti að vera löngu búið að svara á 25árum
Á haustinn stokkast rjúpnastofninn upp og rjúpan sækir í vetrarhaga sem er að mestu fjalllendi og inn á hálendið eða þangað til að jarðbönn verða. Þá leytar hún niður aftur. Þessvegna leytum við að mestu til fjalla þegar að við höldum á rjúpnaveiðar á haustin.
Vegna þess hversu litlir peningar eru í svona rannsóknum eru allar svona rannsóknir langtímarannsóknir og jafnvel æfistarf. Peningarnir sem fara í þetta eru brandari miðað við líffræði rannsóknir á öðru sviði enda erum við mjög lítill hópur sem hefur einhverja hugsmuni af þessum rannsóknum. Þetta eru ekki nema bara örfáar miljónir sem veiðikortasjóður hefur á hverju ári.
Byrjað var að rannsaka heilbrigði rjúpunnar uppúr 2006 (2006 og 2007 voru gerðar forrannsóknir á hugsanlegum sjúkdómsvöldum) ef ég man rétt, en ekki 1989 (fyrir 25 árum síðan).
skepnan skrifaði:"uppeldisstöðvarnar að mestu á láglendinu" hvað meinar þú með þessu? Ertu með einhverjar hæðartölur í huga? Ekki er maður nú vanur að sjá rjúpur hérna á túnunum með unga. Hvað þá neðar í Hlíðinni :mrgreen:
Rjúpa er flokkuð með hálendisfuglum en ekki með láglendisfuglum ekki satt?

Keli
Rjúpu mætti hugsanlega flokkast sem láglendisfugl eða fjallendisfugl (fjallrjúpa) en ég myndi nú tæplega flokka hana sem hálendisfugl þótt að hún finnist vissulega þar líka. Varpbúsvæði hennar eru í lyngmóum sem ná frá fjöru og til fjalla. Þannig að það er ólíklegt að þú sjáir hana verpandi í túnunum hjá þér.
Veiðimeistari skrifaði:Til dæmis ,,rannsóknarveiðikortaeilífðaralltumlykjandimiljónarjúpnaskoðunarelítunni".
Ég er bara veiðimaður líkt og margir hérna inni, með mjög mikin áhuga á fuglum og hef mjög mikkla trú á náttúrunni.

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:101
Skráður:18 Feb 2012 17:10

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 21 Feb 2014 12:02

Ég er eins og Keli og Steini að búa svo vel að hafa verið í kringum nátturuna sem bæði barn og fullorðinn, hef ég ALDREI séð rjúpu verpa á láglendi á suðurlandinu, hún verpir nú oftast í móum í fjallendi hæerna og þar hefur td grágæsinni fjölgað og ekki fyrr en að hafa lesið þessa grein þá sér maður samhengið betur og bara nokkuð góð kenning þarna á ferð amsk eitthvað sem væri vit í að rannsaka, og sömuleiðis að skoða hvert þær gæsir fóru sem verptu á þeim svæðum sem fóru undir vatn við gerð kárahnjúka virkjunar!!
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af Gisminn » 21 Feb 2014 13:10

Sæll aftur Óskar við náum aldrei saman ég veit hver matar þig á upplýsingum og ég er engan vegin sammála þeim manni og hann hefur einmitt kosið að gera þetta að lífs starfi en helst ekki skila neinu út af því að það er alltaf of snemt að gefa út niðurstöður samanborið við 20 ár þá er of snemt vegna þess að þetta eru bara 2 stofnsveiflur og svo framvegis sem betur fer eru mikklar breytingar í veiðikortasjóð þannig að menn verða að faraa að skila niðurstöðum vilji menn áframhaldandi styrki en ekki þetta botnlausa sukk sem verið hefur. En Kornsúra eða ekki ! Heiðargæs er eins og bent er á og er óumdeilanlegt í mikilli sókn og færist neðar og neðar og eins og þú bendir á kannski einföldun að kenna henni einni um en getur í samhengi við fæðuöflun að hausti ráðið mikklu um afföll hvernig rjúpan sé í stakk búinn undir veturinn eins og þú bentir á kornsúra er síðsumarsfæða en kannski ekki sú eina né er hun sú eina fæðutegund hjá gæsini báðar í berjum og svo fr. En hvernig lítur dæmið út svona ?
Vor og sumar =Rányrkja af völdum Refa og Fálka sumstaðar máva ! Haust =Samkeppni um fæðu og fyrstu kuldaköst í kjölfarið. (12 dagar veiðar sem er bara brot í þessari heild en samt skal reynt að klína því á veiðimenn að þeir séu orsök hruns rjúpunar með veiðum og auka afföllun í formi stressálags) Vetur = stöðugar truflanir (stress) og veiðar af völdum refa sem eru nú áætlaðir að séu yfir 20.000 skal skrifa töluna líka tuttugu þúsund dýr.
Þá er dæmið ekki hægt að afskrifa með að segja að það sé einfaldað ekki satt ?
En ég er búin að koma mínu áliti að og læt þetta nægja.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Fækkun rjúpu

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Feb 2014 14:08

Já Óskar minn, þetta eru svona dæmigerð viðbrögð úr fuglafræðielítunni, mótmæla öllum nýjum kenningum hvað sem öllum trúverðugleika líður og trúa aðeins á heimatilbúin reiknilíkön og gera allt annað tortryggilegt í nafni fuglafræðanna.
Ég er orðin frekar leiður á þessum menntahroka sem viðgengst og reyndar tröllríður allri líffræði og náttúruverndarummræðu í dag þar sem veiðimönnum er kennt um allt smátt og stórt en grundvallar lögmál nattúrunnar látið liggja á milli huta, nefninlega það að viðgangur fugla og dýrastofna fer fyrst og fremst eftir fæðuframboði, samkeppni um fæðuna og aðstæðum til að afla hennar.
Veiðar eins og þær eru stundaðar á Íslandi í dag, koma þar hvergi við sögu, nema að því leiti að veitt er of lítið úr flestum stofnum á íslandi sem gerir það að verkum að of stórir stofnar eru um fæðuna sem í boði er. Þetta er það sem friðunarstefna hefur í hnotskurn fært okkur.
Spurt var hér að ofan hvað hefði orðið um gæsina sem verpti á því landssvæði sem fór undir lón Kárahnjúkavikjunar.
Því er auðsvarað, hún einfaldlega færði sig upp á lónsbakkan og hefur nær þrefaldast að tölu þar samkvæmt hreiðurtalningum náttúrufræðinga sem halda þeim upplýsingum að mestu fyrir sig, eða eru allavega ekki að útvarpa þeim á neinn hátt.
Enda gáfu þessir vísu menn sem allir eru í þessari ,,viðurkenndu" fuglafræðielítu sér það fyrir virkjun að virkjunin mundi ganga af gæsastofninum dauðum, annað hvort að þær mundu deyja úr sorg við að missa hreiðurstæðið sitt eða drukkna þegar hækkaði í lóninu, gat ég helst skilið.
Enginn var allavega rökstuðningurinn fyrir þessum hrakspám hjá þeim elítumönnum er þetta skvöldruðu i mín eyru.
Mér er það minnistætt þegar ég sagði við yfirfuglamanninn í elítunni að það væri aðeins einn galli við komandi Kárahnjúkavirkjun, hann væri sá að heiðagæsinni mundi með tilkomu lónsins fjölga til mikilla muna og væri þó yfrið nóg af henni fyrir, hún væri þegar búin að ganga það nærri gróðri á Vesturörfum að ekki væri á bætandi.
Ég benti þessum vísa manni einnig á það að með svona stóru lóni mundu verða til stærstu fellistöðvar heiðagæsa í heiminum og gæsin mundi fljótt flytja sig af ,,pollunum" á Eyjabökkum yfir á þetta stóra vatn.
Fuglaelítmaðurinn varð eins og álka í framan (það var nú eiginlega það eina sem gat minnt mig á að hann væri fuglafræðingur) og átti ekki til orð yfir fáfræði sveitamannsins og að hann skyldi voga ser að koma fram með svona barnalegar hugmyndir við fullorðinn fuglaelítumann.
Hvað um það, það sem ég sagði þarna um síðustu aldarmót er allt komið fram en fuglaelítumaðurinn þegir þunnu hljóði, þarf ekki einu sinni að massa út með Wisky kassann sem hann vildi veðja við mig um að mín kenning stæðist fráleitlega, en ég afþakkaði á þeim forsendum að amma sagði mér á sínum tíma að það væri ljótt að hafa fé út úr trúgjörnu fólki sem vissi ekki betur, vegna þess hvernig það væri gefið!
Svo ég komi aftur að kenningu Einars Har. sem var upphafið að þessum þræði, þá getur hún fyllilega staðist, það þíðir allavega lítið fyrir þig Óskar minn að bera á borð fyrir mig að þessi kenning standist engan vegin vegna þess að rjupan sé láglendisfugl en heiðagæsin hálendisfugl.
Í minni sveit nær heiðaæsavarpið langleiðina út að sjó, allavega út allan Jökuldal, langt niður fyrir öll hálendismörk og þar tekur grágæsavarpið við, alveg út á strönd Héraðsflóa.
Rjúpnavarp hef ég hins vegar litið séð eftir að niður fyrir hálendismörk kemur þar sem heiðagæsavarpinu sleppir, hins vegar verð ég var við töluvert varp rjúpu á hreindýraslóðinni sem ég fer mikið um, kannski meira en allir fuglaelítumenn til samans og hreindýraslóðin verður seint til láglendis talin.
Ég held að þér fari best Óskar minn að halda þig við kjötkatla veiðikortasjóðs og kíkja varlega undan pilsfaldi elítunnar, hvort sem hún er eins og álka eða fálki í framan.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara