Svartfuglar og ESB

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Svartfuglar og ESB

Ólesinn póstur af maggragg » 06 Jan 2012 20:13

Tekið af hlað:
Ágætu Hlaðverjar

Að gefnu tilefni þá skal það áréttað hér með að svartfuglar eru EKKI inni á Annex II/B.

Fuglar sem eru ekki inni á Annex-um ESB, en má veiða á Íslandi:
Fýll
Hrafn
Hvítmáfur
Rita
Álka
Stuttnefja
Teista
Lundi
Kjói
Dílaskarfur
Toppskarfur
Langvía
Súla (ungar)

Fuglar sem má veiða í ESB en er ekki leyft að veiða á Íslandi:
Hrossagaukur
Gargönd
Grafönd
Hrafnsönd
Æðarfugl
Gulönd
Stelkur
Jaðrakan
Spói
Skutulönd

Það er alls ekki sjálfgefið að opnað verði fyrir veiðar á þessar tegundum ef ríki ganga inn í ESB, það er alltaf samið um fuglaveiðar og þótt ein tegund sé í veiðanlegu magni í einu landi er ekki víst að það sama gildi annarsstaðar. Í raun þurfa stjórnvöld hvers ríkis að taka ákvörðun um það, en þess ber að geta að slíkt þarf að gera áður en viðkomandi samningskafla er lokað því sagan segir að ómögulegt er fyrir lönd að fá nýjar tegundir inn í viðauka seinna meir.

Meginatriðið varðandi Ísland er að sennilega verður Ísland skilgreint sem "arctic" í flokki lífsvæða/líflandfræðilegra svæða (e. biogeographic region) og þá verður Ísland fyrsta landið í þeim flokki í ESB. Þar með gefst tækifæri til að skilgreina flokkin út frá aðstæðum á Íslandi.

Tillaga meirihluta starfshóps umhverfisráðherra sem fjallaði um svartfuglastofnana (bjargfuglar/sjófuglar) gengur út á tvennt. Í fyrsta lagi er það lagabreyting svo ráðherra fái vald yfir hlunnindaveiðum sem skv. lögum eru undanþegnar lögum nr. 64/1994, hinsvegar er það tímabundið bann við skotveiðum.
Skotveiðar á þessum tegundum, sem og hlunnindanýting þarf að taka fyrir í aðildarviðsræðum við ESB, þegar að því kemur. Þá vaknar spurningin í hvers konar samningsstöðu Ísland er í varðandi þessar tegundir ef þá þegar er búið að friða þær a.m.k. til fimm ára. Um þetta geta menn deilt en mín persónulega skoðun er sú að þetta veikir samningsstöðuna.
Aðalatriði er að skotveiðar ógna ekki þessum stofnum, sama hvernig á það er litið. Skotveiðibannið mun engu breyta um þróun þessara stofna, a.m.k. næstu árin, enda má sjá það á veiðitölum að þegar stofnarnir dragast saman þá gera veiðarnar það líka. Hafið í huga að enn sem komið er telja þessar tegundir hver um sig milljónir einstaklinga (fyrir utan teistu) og skotveiðarnar nema fáum tugum þúsunda af hverri tegund árlega.

Að lokum vil ég nota tækifærið og benda á að þetta eru ekki tillögur Umhverfisstofnunar, heldur er það ráðherra umhverfismála sem tekur þetta mál upp eftir áskorun frá Fuglavernd sem barst til ráðherra haustið 2010. Ráðherra tók ákvörðun um að skipa starfshóp til að fjalla um ástandið en eins og hefur komið fram í séráliti SKOTVÍS og fréttatilkynningum þá klofnaði starfshópurinn í fernt í tillögum sínum. Öll umfjöllun um málið á þeim forsendum að starfshópurinn hafi skilað áliti þarf að taka með þeim fyrirvara að fjórir af sjö fulltrúum í nefndinni voru sammála um tillögurnar.
SKOTVÍS gerði ítrekaðar tilraunir til að varpa ljósi á þátt veiðanna í stóra samhenginu en fulltrúar "meirihlutans" vildu alls ekki skoða aðra kosti en veiðibann.


kv,
Elvar Árni
Skotvís
Upprunalegur þráður: http://hlad.is/forums/comments.php?foru ... did=187601
Umfjöllun Evrópuvefsins um þetta málefni: http://evropuvefur.is/svar.php?id=61415
Tilskipun ESB um fuglaveiðar: http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/Lex ... 025:EN:PDF
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara