Síða 1 af 1

Karratalningar koma vel út.

Posted: 08 May 2014 14:47
af E.Har
Karratalningar eru að koma vel út.

Hver skildi opinberaskýringin vera.
A Áralöng friðun að skila sér?
B Minna truflun þar sem færri veiðimenn gengu um heiðar um helgar!

Re: Karratalningar koma vel út.

Posted: 08 May 2014 15:56
af Stebbi Sniper
C: frekari rannskóknir þarf til að skýra þessa óvæntu fjölgun.
D: of mikill útburður til refa svo nú eru þeir hættir að leggja sér rjúpur til muns.

:lol: :lol: :lol:

Re: Karratalningar koma vel út.

Posted: 08 May 2014 16:32
af Jenni Jóns
E: Meiri snjór í fjöllum.
F: Rjúpan er farin að éta útburðinn með refunum sem dugar til að koma þeim í gegnum vorhretin

Re: Karratalningar koma vel út.

Posted: 08 May 2014 17:27
af TotiOla
Stebbi Sniper skrifaði:C: frekari rannskóknir þarf til að skýra þessa óvæntu fjölgun.
D: of mikill útburður til refa svo nú eru þeir hættir að leggja sér rjúpur til muns.

:lol: :lol: :lol:
D liður fellur náttúrulega um sjálfan sig þar sem allir fræðimenn vita að refir borða ekki rjúpu :ugeek: enda hafa rannsóknir á refum frá refaskyttum sýnt að magainnhald þeirra samanstendur eingöngu af útburðar-skepnum :roll: og því eintóm vitleysa að halda því fram að refir geti hætt að borða eitthvað sem aldrei hefur verið sýnt fram á að þeir borði.

:P :P :P

Re: Karratalningar koma vel út.

Posted: 08 May 2014 21:41
af Jón Pálmason
G...komnir með betri gler á nebbann :D

Re: Karratalningar koma vel út.

Posted: 11 Jun 2014 17:12
af sindrisig
Finnst mönnum ekki skrítið hvernig þessi frétt er matreidd? http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/ ... a_um_land/

Það er nánast helmingsaukning á rjúpu en samt er einblínt á að það sé fækkun. Samt sem áður er um að ræða hærri talningu í ár en síðustu ár. Síðan er ein mesta fjölgunin á svæðum sem hafa verið undir mestu veiðiálagi undanfarin ár...

Margt skrítið í kýrhausnum.

kv.

Re: Karratalningar koma vel út.

Posted: 14 Jun 2014 09:37
af Veiðimeistarinn
Já það er margt skrítið í kýrhausnum, ég sá viðtal við Ólaf í Mogganum að mig minnir þar sem hann þakkar fjölgunina friðun undanfarið!
Ég var í sumarbústað á Úlfsstöðum á Völlum fyrir hálfum mánuði óg þá komst ég ekki hjá því að taka þátt í karratalningunni, taldi strax einn.......hann stóð vörð löngum stundum á mæni sumarhússins sem við vorum í og fylgdist með okkur í heita pottinum.
Ég hef séð óvenju mikið af körrum þetta vorið svo ég held að útkoman verði góð þetta árið, en rjúpu gefur verið að fjölga að því mér finnst hérna fyrir austan síðustu árin.
Einn karra sá ég líka sem hafði lent fyrir bíl við Kollstaðagerði skammt fyrir innan Egilsstaði sömu helgi.
Ég vona samt að það komi ekki að sök fyrir framgang rjúpnastofnsins austur hér!