Síða 1 af 1

Heiðargæs á Austurlandi

Posted: 13 Ágú 2014 21:17
af gummith
Sælir.
Við erum nokkrir að fara á hreindýr og hugðumst reyna að komast í heiðargæs þegar seasonið byrjar.
Ætlaði að kanna hvort einhver hér hefði reynslu og/eða þekkti til heiðargæsaveiða á austurlandi sem væri til í að vera svo vænn að gefa okkur nokkur tips um staðarval. Við verðum á svæði 7 en gistum í Lóni.

Endilega látið mig vita,

Re: Heiðargæs á Austurlandi

Posted: 20 Ágú 2014 15:30
af Fiskimann
Sælir félagar
Það ætlar greinilega enginn að svara þér. Ég þekki ekki mikið til gæsaveiða fyrir austan en gerði eitt sinn það sama og þú ætlar þér að gera. Var reyndar á svæði 2. Við höfðum augum opin fyrir líklegum svæðum um daginn þegar við vorum að eltast við hreindýrið. Gædinn kannaðist að sögn ekkert við gæsaveiðar. Við plöntuðum okkur að lokum seinni partinn við á eða læk sem ég hef ekki nafn á. Reyndum að áætla líklega flugleið og biðum svo eftir flugi. Við vorum 3 og náðum ca 8 gæsum saman. Ef þú færð engar nánari upplýsingar þá geturðu allavega prófað þessa aðferð.
Kv. Guðmundur Friðriksson

Re: Heiðargæs á Austurlandi

Posted: 21 Ágú 2014 15:54
af E.Har
Það segir þér enginn frá uppáháldspollinum sínum og alls ekki á opnu spjallborði :-)
Aðferðin er bara að skoða polla eðalesa fluglínur og prófa :-)

Re: Heiðargæs á Austurlandi

Posted: 26 Ágú 2014 10:02
af gummith
Sælir félagar,
hreindýraveiðarnar tóku aðeins meiri tíma en áætlað var, svo við komumst auðvitað ekkert á gæs. Þetta er að ég held þriðja árið sem það gerist, næst skil ég haglarann eftir heima :)

Takk fyrir þessar upplýsingar annars, maður gerir sér bara aðra ferð einungis í gæs !

Re: Heiðargæs á Austurlandi

Posted: 13 Dec 2014 00:37
af Geir
Það er frábært að koma við í Fjalladýrð, fullt af Heiðargæs og leiðsögn innifalin í veiðileyfinu. Skemmtilegt svæði

Re: Heiðargæs á Austurlandi

Posted: 14 Dec 2014 13:54
af Veiðimeistarinn
Já ég get líka mælt með Vilhjálmi í Fjalladýrð í Möðrudal, toppþjónusta skemmtilega fjölbreytt og risastórt landssvæði.