Skemtileg morgunveiði á gæs

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós
Skemtileg morgunveiði á gæs

Ólesinn póstur af Gisminn » 31 Ágú 2014 01:15

Sælir mig langar að deila skemtilegum morgni á gæs hér í húnaþinginu.
Morguninn eða nóttin eftir skilgreiningu byrjaði kl 3 um nóttina á uppstillingu og svo var bara beðið í notalegu veðri logni og hita uppá 13 gráður og vorum við 2 skyttur.
Skotbjart kl 5 en vegna logns var gæsin eitthvað löt að fara af stað svo fyrstu 2 komu inn 7.20 og lágu báðar.Síðan gerðist lítið nema tókum 4 hrafna fyrir bóndan til að setja við rúllurnar.
Klukkan 9:20 sáum við 4 gæsir sem ákváðu að synda til okkar og lyfta sér svo til flugs síðustu metrana inn á okkur. Því miður fyrir okkur en gott fyrrir þær skiptu þær sér upp og komu 2 yfir okkur sem féllu en hinar sluppu utan færis og fóru sinn veg, Svo milli 8:00 og 10 sáum við nokkra fína hópa af heiðargæs á stefnu og hæð sem við breyttum engu um sem greinilega voru vissar um sinn stað. kl 11 fáum við svo síðasta flug in sem við tókum áður en við hættum og þá komu 5 inn frá vatninu og urðu þær var við eitthvað svo þær voru á tæpu færi en við áhváðum að láta 2 nærst okkur hafa það og heimtuðu þær báðar 2 skot á sig en duttu þá.
Það skemtilega við þessa veiði var félagskapuinn og að ég og hin skytan vorum í góðum gír og hittnin frábær og enginn fugl særður burt og veðrið var æðislegt á skinn og værukærð en kannski ekki veiðilega séð.
Langaði bara að deila svona einni sögu þar sem magnið var ekki aðal málið.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Skemtileg morgunveiði á gæs

Ólesinn póstur af karlguðna » 31 Ágú 2014 10:54

þetta myndi ég kalla góðan dag ,,, takk fyrir þetta ,,, hef ekki komist á gæs enþá ,, en vonandi næstu helgi ,,, er reyndar í vandræðum með veiðilendur :? aftur takk :D
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Svara