Gæsaveiðiland

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
Bréfberinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1
Skráður:28 Sep 2014 20:37
Fullt nafn:Albert Þór Sverrisson
Gæsaveiðiland

Ólesinn póstur af Bréfberinn » 28 Sep 2014 20:44

Góðan dag.
Mig langaði aðeins til að forvitnast hvort einhver viti um einhvern góðan stað til að veiða gæs. Ég geri mér grein fyrir að enginn sé að fara að ljóstra upp um leyni staðina sína. En gott væri að fá ábendingu um góða bændur sem selja aðgang. Helst nálægt Reykjavík.

Mbkv, Albert.
albertsverrisson@gmail.com

User avatar
Dr.Gæsavængur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:57
Skráður:05 Jun 2012 15:08

Re: Gæsaveiðiland

Ólesinn póstur af Dr.Gæsavængur » 01 Oct 2014 11:13

Sæll.

Veit nánast ekkert um þessa staði og ég tek það fram að ég hef aldrei prufað þá. En þetta gæti verið í áttina að því sem þú ert að leita að. Hef heyrt ágætis hluti um þjónustuna í Gunnarsholti.

http://lax-a.is/index.php/iceland/gunnarsholt

http://www.villtbrad.is/veidileyfi/

http://www.armot.is/veidi/goose.php

http://www.hunt.is/is/veidi/gaes

http://www.holsa.is/gaesaveidi/

http://www.stong.is/veidi/page/gaesaveidi

Svo eru eflaust til mikið fleiri staðir en þessir sem auglýsa sig á netinu. En menn skiljanlega tregir við að upplýsa um þá kanski.

Gangi þér vel með þetta!
Kv. Atli Freyr Runólfsson
atlifreyrrunolfsson@gmail.com

BrynjarM
Póstar í umræðu: 1
Póstar:70
Skráður:12 Jun 2012 13:16

Re: Gæsaveiðiland

Ólesinn póstur af BrynjarM » 05 Oct 2014 14:13

Sælir
Ég hef prófað tvo af fimm aðilum sem Atli nefnir hér fyrir ofan þ.e. Gunnarsholt og Villt bráð.
Í hittifyrra fórum við félagarnir í Gunnarsholtið. Höfðum pantað leyfi með hálfs árs fyrirvara en þegar kom að því að við ættum að mæta þá hringja Lax-ármenn og vilja flytja okkur til. Eitthvað leikrit sett upp þar sem veiðin átti ekki að hafa verið nógu góð. Þá kemur á daginn að þeir höfðu selt daginn okkar til einhverra Ameríkana sem greinilega hefðu boðið betur þrátt fyrir að við hefðum hálfu ári áður greitt fyrir þennan tíma. Því miður saga sem margir hafa af því annars ágæta fyrirtæki að segja. Ég er búinn að eiga í viðskiptum við það fyrirtæki mjög lengi og því miður hafa komið upp leiðinleg atvik þó vissulega hafi ég líka margt gott um þau að segja. Við urðum nú verulega reiðir en náðum góðu samkomulagi við Lax-á þar sem allir urðu sáttir.
Þegar við svo mætum í veiðina þá er virkilega hægt að hrósa þeim. Fín aðstaða í veiðihúsinu og eðalkokkur með góðan mat. Góður guide og flott aðstaða (niðurgrafin byrgi) á ökrunum. Mikið um flug og við fengum ágæta veiði.
Í fyrra datt ég svo inn á að prófa hinn aðilan, Villt bráð. Brösuglega gekk að ná í drenginn sem að lokum hófst. Stuttu fyrir veiðidaginn hafði hann samband og bauð okkur að færa okkur til þar sem spáin var ekki góð og lítið hafði veiðst dagana á undan. Aðstæður hjá okkur voru þó þannig að við komumst ekki á öðrum tíma. Það gekk þó eftir sem hann sagði, alger blíða og gæsir í háflugi en sáralítið sem kom niður til okkar og veiðin lítil. Aðstaðan var nú ekki í líkingu við það sem var í Gunnarsholti. Ýmist val um að liggja í skurðum eða á milli heyrúlla. Held reyndar að einhversstaðar hafi hann verið með liggjandi byrgi. Svo skildi hann okkur eftir og fór að skjóta hrafna í nágrenninu.
Þrátt fyrir allt þá ákváðum við að reyna aftur hjá honum núna í ár. Bókuðum dag hjá honum fyrir meira en hálfu ári síðan og sá dagur átti að vera í dag. Þannig að núna í vikunni reyndum við að hafa samband við hann til að fá á hreint hvar og hvenær við ættum að hitta hann og hvar við ættum að veiða. Ég átti nú símanúmerið hjá honum frá því í fyrra og reyndi ítrekað að hringja en aldrei var svarað eða hringt til baka. SMS var heldur ekki svarað. Tölvupósti var heldur ekki svarað en það eru einu upplýsingarnar um hvernig eigi að nálgast hann sem fyrir liggja á netinu. Það var því raunin að við félagarnir gáfumst upp og engin var gæsaveiðin í morgun. Fyrir þessu kunna að liggja einhver góð rök en ekki þekki ég þau. Þar af leiðandi munum við ekki reyna að endurtaka viðskipti við Villta bráð.
En í Gunnarsholtið langar mig aftur. Skilst að það sé erfitt að komast þar að í ár.
Brynjar Magnússon

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Gæsaveiðiland

Ólesinn póstur af gkristjansson » 05 Oct 2014 16:51

Ég prófaði Stöng með þrem Ungverjum fyrir einhverjum árum síðan. Þetta var reyndar í lok Ágúst þannig að það var ekki orðið mikið um gæs. Hins vegar hef ég ekkert nema gott að segja af þjónustunni og aðstöðunni þar. Allt var gert til að hjálpa okkur til að ná í fugla, þetta var bara ekki rétti tíminn (of snemmt á tímabilinu).

Sem sagt, ég get mælt með aðstöðunni á Stöng.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
Gunnar Óli
Póstar í umræðu: 2
Póstar:71
Skráður:16 Jun 2012 06:16
Fullt nafn:Gunnar Óli Kristjánsson
Staðsetning:Akureyri

Re: Gæsaveiðiland

Ólesinn póstur af Gunnar Óli » 07 Oct 2014 17:09

sælir/sælar

en veit einhver hvernig þessu er háttað á norðurlandi þ.e.a.s. frá Blönduós austur í Kelduhverfi (sirka)?
Gunnar Óli Kristjánsson
murtur525@gmail.com
ef þú átt gamlan cal. 22 þá er ég að safna þeim ;)
(það er betra að spyrja og vera asni í einn dag en að spyrja ekki og vera asni alla ævi)

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Gæsaveiðiland

Ólesinn póstur af Gisminn » 07 Oct 2014 19:43

Sæll Gunnar á mínu svæði (Blönduós) er enn flest bara einka eða spyrja bændur en það eru ekki neinir kornakrar ólofaðir held ég fyrir þetta haustið.
En ég veit að Torfalækur sem er með svaka kornakra hefur verið að selja veiðileyfi hjá sér en ekki með neinni þjónustu eða leiðsögn.Held að það sé full bókað hjá honum út okt og eftir það er nú gæsin oftast flogin á Höfn eða út úr landi.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Gunnar Óli
Póstar í umræðu: 2
Póstar:71
Skráður:16 Jun 2012 06:16
Fullt nafn:Gunnar Óli Kristjánsson
Staðsetning:Akureyri

Re: Gæsaveiðiland

Ólesinn póstur af Gunnar Óli » 07 Oct 2014 22:06

Sæll og takk fyrir þetta!

en þar sem að mínu gæsaveiðitímabili er lokið þetta haustið þá var/er ég bara að reyna að safna í sarpinn ;) alltaf gott að hafa eitthvað í farteskinu fyrir næsta tímabil.
Gunnar Óli Kristjánsson
murtur525@gmail.com
ef þú átt gamlan cal. 22 þá er ég að safna þeim ;)
(það er betra að spyrja og vera asni í einn dag en að spyrja ekki og vera asni alla ævi)

Svara