Rjúpnaskot

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
User avatar
Dr.Gæsavængur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:57
Skráður:05 Jun 2012 15:08
Rjúpnaskot

Ólesinn póstur af Dr.Gæsavængur » 15 Oct 2014 16:58

Jæja.. bara rétt rúm vika í fyrsta rjúpnadag.

Var að fara yfir skotbyrgðirnar og þarf nauðsynlega að "fyllann".

Ég er þvi farinn að huga að því hvaða skot maður ætti að taka. Ég er ekki að skjóta það mikið af fugli árlega að ég leggi verðið mjög mikið fyrir mig. Hvort pakkinn er á 1500 eða 2500 skiptir ekki öllu, vantar bara einn eða tvo pakka. Undanfarin ár hef ég helst notað skot frá Rio sem heita mini magnum 42gr. nr.6. Fannst þau þræl fín.. Svo eitt og annað í bland en mér fannst Rio skotin koma best út hjá mér í skotnýtingu. Er með Bredu Grizzly semi auto.
Sé samt ekki að mini magnum 42gr séu til núna í haglastærð nr. 6 í veiðihorninu (á netinu). Svo kanski maður breyti eitthvað til.

Núna langar mér því að forvitnast hvað menn eru helst að nota. Trúarbrögð ég veit.. En gaman væri að fá umræðu um kosti og galla skota svona í upphitun fyrir rjúpu. T.d. haglastærð, hleðslustærð, stálhögl vs blý, dreifingu og hraða.

Öll innlegg vel þegin.. Vil endilega labba af stað verandi viss um að vera með vönduð og góða skot sem skila sínu. Og vita þá að ef fuglinn dettur ekki niður er það bara ég að klikka :D

Bestu kveðjur..
Kv. Atli Freyr Runólfsson
atlifreyrrunolfsson@gmail.com

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Rjúpnaskot

Ólesinn póstur af Gisminn » 15 Oct 2014 18:57

Sæll ég er með Rio min mag nr 5 en hef líka notað 42gr frá hlað nr 6 og patriotin nr 6 og öll reynst mjög vel
í gamla daga notaði ég mirace skot og voru þau æði en svo var ens og eitthvað gerðist og þau voru bara ekki góð. Fékk meira að segja teiknimyndamóment þar sem rjúpa bar við skafl í tæpum 20 metrum og þar sem ég hafði skotið 3x á fugl áður með 0 árngri fór ég niður á hnéið og miðaði vel og lengi og tók svo í gikkinn nema þessi fugl flaug líka en í skaflinum var nánast mynd af rjúpu og allt klórað í kring eftir höglin ég hætti þann dag og fór heim.
Eb aftur að upphafinu þá finnst mér RIO setja höglin á 20 metrunum ca 10 cm hærra en hlað og það er helsti munurinn.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Rjúpnaskot

Ólesinn póstur af karlguðna » 15 Oct 2014 19:09

eru menn almennt búnir að skipta út 36gr. hleðsunni sem var allsráðandi í denn ?? og eru menn þá að nota minna þrengt ?? :geek:
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 1
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Rjúpnaskot

Ólesinn póstur af Björn R. » 15 Oct 2014 19:13

Sælir
Ég tók af Hlaðvefnum á sínum tíma (hann var reyndar nafnlaus þá en kallaði sig Cowra. Höfundaréttur er því Cowra.
Allavega þá skaut hann ýmsum skotum á símaskrá og mældi hörkuna, ekki dreifinguna.

Allavega með leyfi Cowra, þá ætti testið hans að birtast í viðhengi ef allt tekst vel hjá mér. Taktu eftir hvað t.d. RIO kemur vel út miðað við margt annað dýrara. Ég hef stundum notað RIO og líkað vel en þurft að hreinsa byssuna ansi vel á eftir.

Njótið vel
Viðhengi

[The extension xlsx has been deactivated and can no longer be displayed.]

Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

Freysgodi
Póstar í umræðu: 2
Póstar:58
Skráður:20 Sep 2013 22:46
Fullt nafn:Jón Valgeirsson

Re: Rjúpnaskot

Ólesinn póstur af Freysgodi » 15 Oct 2014 19:54

Mæli með því að menn akveði hvaða hámarksfæri þeir ætli að skjóta rjúpuna og prófi sín standard skot með sinni standard þrengingu á því færi og skjóti á pappír. Það þarf ansi mörg högl í sverminn ætli menn að vera vissir um að rjúpa sleppi ekki inn á milli haglanna, þegar færin eru komin eitthvað yfir 30 metra. Mín sérviska er að mér finnst menn menn noti of lítil högl í 4 kg grágæsir og of stór högl í 400g rjúpur (þó þær væru 500g). Ég ætla með us size 6 og jafnvel 7 í fyrsta skotið í rjúpuna og þá #6 í seinna skotið og #6 með buffer í þriðja skotið - væntanlega IC þrengingu enda rjúpan oft frekar gæf á "mínu svæði"
Erlendis nota menn leirdúfuskot á rjúpnaveiðar en skjóta yfirleitt bara á undir 30 metrum. Munur á milli tegunda er væntanlega ekki mikill og um að gera að styðja íslenska framleiðslu. buffer skot eru þó aðeins annars eðlis en obufferuð skot og þvi hafa nitromagnum akveðna serstöðu, en væntanlega ekki til nema alltof stor.

Kveðja

J o n V a l g e i r s s o n

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Rjúpnaskot

Ólesinn póstur af Gisminn » 15 Oct 2014 20:04

Mikið til í þessu hjá félga Jóni en Kalli ég noda mod nánast alltaf en ég veit að ellingsen er með Nitro fyrir rjúpu.Félagi minn notar ítölsk skot nr 4 í allt og hef ég færst nær honum með þetta en mér finnst samt nr 4 í rjúpu orðið of mikið overkill og 5 mín er frekar stór en ég tek hana á lengra færi bara í staðinn.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Konni Gylfa
Póstar í umræðu: 1
Póstar:69
Skráður:24 Oct 2012 19:01

Re: Rjúpnaskot

Ólesinn póstur af Konni Gylfa » 15 Oct 2014 20:43

Sælir.

Það er ekki hægt að segja hvernig þessi mál eru.
Fiocci 38gr eru frábær. 40gr win super speed frábær. 42gr patriot frábær. Pegoraro eru víst líka frábær.
Kaupi nú oft bara 42gr no4 og nota á gæs og rjúpu en hef td tekið erftir því að með mína benelli sbe2 með full þrengingu þá er ég að gera mun betri hluti með 28-38gr skotum heldur en þyngri skotum en 42gr fara að skila sér betur eftir að maður er kominn í m eða im í þrengingum. Það eru menn sem nota hull og eley og islandia sem mér finnst persónulega bara rusl en sitt sýnist hverjum. sumir fara eingöngu með 24-28 gr skot í svartfugl, skarf, önd og rjúpu. ég vil ekki fara umdir 36gr og er kominn á það að vera með léttari skot og meiri þrengingu og svo öfugt eftir því sem við á. menn og byssur eru misjafnar og best er að gera bara test á pappa og sjá hvað byssan vill. mín sbe skiptir td bara ekki hull skotum!

Kv Konni Gylfa
Konráð Gylfason konni.mve(hjá)gmail.com
8494968

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Rjúpnaskot

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 15 Oct 2014 22:27

Ég pæli nú voðalega lítið í þessu og tek 42 gr Hlað Orginal nr 5 í allt!

Keypti einu sinni pakka frá öllum og ætlaði að pattern skjóta, en hef ekki nennt því ennþá og er alveg að verða búinn að skjóta öllum skotunum... :lol: Sé engan mun á því hverju ég er að skjóta hversu vel ég hitti með Haglaranum...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Dr.Gæsavængur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:57
Skráður:05 Jun 2012 15:08

Re: Rjúpnaskot

Ólesinn póstur af Dr.Gæsavængur » 16 Oct 2014 14:20

Takk fyrir svörin drengir.

Skemmtilegt að heyra þessar pælingar og hvað menn eru að nota. Ég hef einmitt ekki verið að velta þessu mikið fyrir áður, bara keypt það sem hefur verið til á viðkomandi stað. En síðustu ár hef ég alltaf sett Rio skotin í beltið og byrjað á þeim. Ætli maður haldi því ekki áfram og prufi þá bara nr.5 í stað 6 ef ég fæ þau ekki. En það er eflaust margt mjög fínt til í þessu einsog menn benda á. Svakalega eru Remington nitro mag skotin samt dýr. En svo er spurning með þessi: http://www.ellingsen.is/vorur/skotveidi ... -ph-copp-5

Ætli ég sé ekki á sama máli og þú Jón Valgeirs um haglastærðina. Ég vil helst stærri skot, nr.2-3 og kanski 4 í gæs en 5-6 í rjúpu. Skil samt alveg að menn taki bara eina skotgerð í allt. Þetta snýst jú á endanum bara um að hitta á rétta færinu. En menn og byssur eru misjafnar ásamt veiðisvæðum og þá færum. Veit líka um menn sem nota bara létt leirdúfuskot á rjúpuna og vilja ekki annað.

Símaskrártestið er skemmtileg pæling samt. Takk fyrir töfluna Björn.
Rakst á athyglisverða síðu um samanburð á hagladeifingu skota úr ólíkum byssum. Kanski ekki svo marktækt en eitthvað þó. http://testshot.net/shotgun/search-patterns -Látið vita ef þið finnið eh betra.

Ég gleymdi því reyndar að ég hef verið að nota improved modified (IM) þrenginu í Breduna.

Endilega haldið áfram að tjá ykkur um hvaða skot, þrengingar og byssur þið notið og af hverju.

Kveðja. Einn spenntur fyrir rjúpu..
Kv. Atli Freyr Runólfsson
atlifreyrrunolfsson@gmail.com

Freysgodi
Póstar í umræðu: 2
Póstar:58
Skráður:20 Sep 2013 22:46
Fullt nafn:Jón Valgeirsson

Re: Rjúpnaskot

Ólesinn póstur af Freysgodi » 16 Oct 2014 14:32

Það er hárrétt hjá Stebba Sniper að ef menn eru sáttir við að skjóta eingöngu á stuttum færum þá er hægt að nota ýmsar haglastærðir og hleðslumagn með góðum árangri. Erlendis nota menn mest stærðir 7-8 á rjúpu og gjarnan 28g skot.

En vilji menn leggja meiri metnað í veiðar með haglabyssu - eins og ég veit að riffilmenn leggja t.d. í sínar riffil æfingar/veiðar - þá er hægt að ná betri árangri með því að leggja smá vinnu og hugsun í haglaskotavalið.

Mín skoðun er sú að tegund skotanna sé alls ekki aðal atriðið. Ég er nokkuð viss um að öll skot á markaðinum séu að skjóta þokkalega réttu magni af höglum og af þokkalega réttri stærð á hraða bilinu 1150-1350 fps (nota bene að buffer högl hafa nokkra sérstöðu). Upphafshraði á blýhöglum er ekki mjög mikilvægur - munurinn er orðinn mjög lítill úti á 30 metrum. Harkan í blýinu er líklega nokkuð svipuð líka, en þú hafa mér fundist amerísku (remington a.m.k.) höglin af dýrustu sort vera hörðust - sem skiptir aðallega máli varðandi að halda þröngri dreifingu. Einnig eru til í dæminu nikkel húðuð högl - sem e.t.v. getur skipt máli varðandi penetration - en er umdeilanlegt.

Endilega prófið nú að skjóta á pappír og reitið eina rjúpu og skoðið hverjar líkurnar eru á því að hún geti lent á milli hagla í sverminum. Ég á videó af sjálfum mér skjóta sama fuglinn 3 eða fjórum sinnum og í öll skiptin var miðið klárlega í lagi því snjórinn allt í kringum hann þeyttist til og frá - en hann lenti greinilega alltaf á milli haglanna og hljóp áfram. Þetta var með 28g #5 - sem er hættuleg blanda.

Ef menn ætla að nota stór högl þá þurfa menn þungar hleðslur - annars er of lítið af höglum til að tryggja að fuglinn verði fyrir hagli. En ef menn ætla að nota lítil högl - þá geta menn leyft sér léttari hleðslur - eða víðar þrengingar.

Nú er altalað á Íslandi að haglastærð #4 steindrepi grágæs á miðlungs og jafnvel löngum færum - þá geta menn varla haft áhyggjur af því að haglastærð #6 geti ekki drepið rjúpu á sama færi og engin ástæða að nota stærri högl - enda rjúpa skotlinasta veiðibráð landsins.

Ég ætla að hlaða mín rjúpnaskot sjálfur - og verð annarsvegar með 42g af high-antimony (5-6%) grjóthörðum nikkel húðuðum höglum #6 og buffer á lágum hraða (1200-1250 fps) fyrir langskot með þrönga dreifingu - en hinsvegar 42g af low-antimony (2-3%) höglum #7 og án buffers á miklum hraða (1350+ fps) til að fá víða dreifingu á styttri færin. Ætla að byrja með IC þrengingu - en breyti þessu e.t.v. eftir pattern pælingar í næstu viku.

Ég vil hvetja alla veiðimenn til að sýna metnað í hagla skotfæra vali og nálgast þannig okkar góðu riffla kollega sem velta hverju einasta smáatriði fyrir sér varðandi riffilskotin - þótt allir viti að hvaða verksmiðjuskot sem er úr ódýrasta rifflinum, með Tasco 2000 kíki á plast festingum fellir hreindýr í fyrsta skoti ;)

Svara