Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
valdur
Póstar í umræðu: 4
Póstar:39
Skráður:14 Mar 2014 16:55
Fullt nafn:Þorvaldur Sigurðsson
Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af valdur » 19 Dec 2014 22:27

Það er reyndar misskilningur. Núna fyrst fer ballið að byrja. Þessi úrskurður óbyggðanefndar mun, ef að líkum lætur, fara fyrir héraðsdóm á Sauðkróki og þaðan fyrir hæstarétt. Við getum svo búist við endanlegri niðurstöðu innan tveggja ára, ef við lifum.
Þorvaldur frá Hróarsdal

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af Gisminn » 20 Dec 2014 11:58

Minn kæri ég er voða glaður að þetta er loksins komið á hreint og fór alveg eftir bókini sem ég átti líka von á.
En ég er ekki eins svatsýnn og þú Þorvaldur vegna þess að ég held að Vestur sýslan sé ekki það vitlaus að eyða tíma og peningum í vonlausa baráttu bara til að lengja í snörunni.
En ég fagna samt líka okkar allra og þeirra líka að þeir fengu varakröfuna samþykkta að fá að hafa þetta sem afrétt áfram.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

valdur
Póstar í umræðu: 4
Póstar:39
Skráður:14 Mar 2014 16:55
Fullt nafn:Þorvaldur Sigurðsson

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af valdur » 20 Dec 2014 21:21

Staðreyndin er sú að allir úrskurðir óbyggðanefndar hafa verið kærðir til dómstóla og allir hafa þeir farið til hæstaréttar. Þessir munu fara þangað líka. Þetta er hvorki svart- né bjartsýni, aðeins raunsæi.
Þorvaldur frá Hróarsdal

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af sindrisig » 20 Dec 2014 23:50

Nei þessi mál eru ekki látin enda í Héraði. Málavextir eru einfaldlega þannig að það er tekin af allur vafi. Hélt reyndar að þú væri með þetta á hreinu Þorsteinn, það er ekkert sem heitir sigurvíma og ég held að það eigi við báða aðila í þessu þjóðlendumáli. Mun gáfulegra að banka upp á og athuga sína stöðu áður en haldið er út í óvissuna. Það gæti jafnvel bjargað mannsílifi ef út í það er farið.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af Gisminn » 21 Dec 2014 11:04

Ég er ekki alveg að skilja þig Sindri. Hvaða sigurvímu ertu að tala um? og hjá hverjum á að banka ?
Og hvað mannslíf eru í hættu ?
Hlakka til að fá það á hreint.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 8
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 21 Dec 2014 11:41

Þessi úrskurður óbyggðanefndar er nóg til að réttaráhrifana gæti strax fyrir skotveiðimenn.
þó það tæki 10 ár að fá endanlega niðurstöðu þá getur Húnaþing ekki sannað eignarhald sitt á umræddu svæið og hefur þar með enga heimild í lögum til að selja veiðileyfi á svæðið eða takmarka á nokkurn hátt aðgengi veiðimanna að því.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 5
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 21 Dec 2014 13:11

Sælir/ar

Held að félagi Jenni hafi hitt naglann á höfuðið.
Erfitt að rukka næsta ár.
Spurning um að geyma kvittanir og fara fram á endurgreiðslu síðar.
Þ.e.a.s, þeir sem létu plata sig og borguðu.
Hvað segir svo Veiðimeistarinn um dóminn?
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Jan 2015 12:13

Ég held að Jenni hafi engan nagla hitt.
Það verða engin réttaráhrif þegar í stað af svona úrskurði.
Þetta er bara úrskurður og í þessu tilfelli gerist ekkert fyrr en hann er búinn að ganga gegn um allt dómskerfið eins og þessir úrskurðir hafa allir gert hingað til.
Enda margir þeirra í hæpnara lagi svo ekki sé meira sagt, eins og svo sem allt sem úrskurðað er eftir öfugri sönnunarbyrði sem ekki tíðkast almennt í góðum réttar ríkjum sem við teljum okkur til á öllum helstu tyllidögum.
Svoleiðis lögmennska tilheyrir frekar hinum svokölluðum bananalýðveldum.
Margir þessir úrskurðir hafa líka verið dæmdir ómerkir, svo það er ekki eins og Guð hafi sagt það þó einhver úrskurðarnefnd segi það.
Svo öllu sé til haga haldið er öfug sönnunarbyrði þannig að þá verða þeir sem kröfurnar eru gerðar til að sanna að rétturinn sé þeirra megin.
Almennur kröfuréttur er hins vegar þannig að sá sem kröfurnar gerir verður að sanna að rétturinn sé hans megin.
Þetta virkar þannig í praktík að ef ég mundi sjá bíl sem mig langaði að eiga og mundi slá eign minni á hann, þá væri það eigandans að sanna að hann ætti hann og bera kostnaðinn af því, annars væri hann mín eign, til dæmis ef eigandinn hefði týnt skráningarskírteininu, það er öfug sönnunarbyrði.
Almenna reglan er hins vegar sú að ef ég sæi bíl sem mig langaði að eiga og slægi eign minni á hann, þyrfti ég að sanna að ég ætti hann til að hann teldist mín löglega eign og bæri kostnaðinn af því.
Síðan ber á að líta að eignarhald í þessum málum skiptir ekki alltaf máli, meira máli skiptir oft hvernig uppreksrar og afnotarétti téðra landssvæða er fyrir komið.
Ég held að Húnaþing vestra hafi ekki reist nefnda gjaldtöku á eignarétti á svðæðinu.
Mér býr í grun að gjaldtakan hafi verið grundvölluð á afnotarétti af þessu afréttarsvæði og þá skiptir úrskurðurinn og eignarhald landsins engu mali.
Ég bendi á að jarðirnar Valjófsstaður og Skriðuklaustur voru úrskurðar þjóðlendur að hluta þegar úrskurðað var í þessum þjóðlendumálum hér eystra.
Það eina sem gerðist við þann úrskurð að eignarhald og umsýsla þeirra hluta jarðanna sem voru úrskurðaðar þjóðlendur færðist frá Menntamála, Landbúnaðar og Kirkjumála ráðuneitum yfir til Fjármálaráðuneytisins, en réttindin til allra landnytja þar með talins veiðiréttar er enn á hendi landsseta þessarra jarða.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 8
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 07 Jan 2015 14:15

Veiðimeistarinn skrifaði:Svo öllu sé til haga haldið er öfug sönnunarbyrði þannig að þá verða þeir sem kröfurnar eru gerðar til að sanna að rétturinn sé þeirra megin.
það er enginn að tala um öfuga sönnunarbyrði lögin varðandi rétt mann til að banna skotveiðar eru alveg skír sá sem vill banna verður að sanna eignarhaldi sitt á viðkomadi landsvæði.
Veiðimeistarinn skrifaði:Ég bendi á að jarðirnar Valjófsstaður og Skriðuklaustur voru úrskurðar þjóðlendur að hluta þegar úrskurðað var í þessum þjóðlendumálum hér eystra
þetta er ekki í fyrsta skipti sem epli og applesínur rata saman í rökstuðning hjá þér Siggi það er ekki um neinn landseta að ræða á heiðunum í Húnaþingi vestra.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Jan 2015 17:04

Ja hérna, talandi um epli og appelsínur :o

Öfug sönnunarbyrði, ergo, epli 8-)
Skotveiðibann og eignarhald, ergo, appelsínur :roll:
Ég minntist hvergi á landseta á Húnversku heiðinum, hvað ég man :o

Góðan daginn Ragnar Reykhás :lol:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 5
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 07 Jan 2015 19:40

Sæli/ar

Félagi Sigurður talar um það að hann renni í grun um að gjaldtakan hafi verið grundvölluð á afnotarétti.
Afnotaréttur gefur þeim engan rétt til að innheimta gjald fyrir veiðileyfi til skotveiða. Sveitarfélagið hefur efalaust afnotarétt til beitar, en ekki einkarétt til skotveiða. Allir Íslenskir ríkisborgarar hafa rétt til skotveiða þarna, óháð búsetu
Hef grun um að þeir hafi engan samning í hendi varðandi umsýslu með svæðinu.
Þú leiðréttir mig Sigurður ef þú veist betur varðandi þetta atriði.
Spurning til Veiðimeistarans. Ef ég leigi af þér húsnæði, akur eða land til rjúpnaveiða og ekki er tilgreint í okkar (þinglýsta) samningi ákvæði um endurleigu.
Er mér þá heimilt að leigja út frá mér, hverjum sem er fyrir ákveðið endurgjald ?
Í þína óþökk væntanlega, þú ert þó eigandinn en ekki ég.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 08 Jan 2015 00:03

Jón,svo öllu sé til haga haldið, þá er þetta ekki dómur, þetta er úrskurður og ber að líta á sem slíkan :!:
Það fer eftir hvers eðlis afnotarétturinn er hvort þeim er heimilt að taka þarna gjald fyrir skotveiðar eða ekki.
Eigi veit ég neitt betur en hver annar varðandi þetta atriði, þess vegna hef ég ekki farið hér fram með gífuryrði um að þetta sé ólöglegt eins og margir hafa gert hérna, sem hafa jafnframt í leiðinni afhjúpað sig að þeir viti ekki heldur neitt betur hvað þetta varðar. (ég hef grun um, ég hef grun um, það er veikur grunnur að byggja á þá illa grunduðu dóma sem hér hafa, felldir verið af dómstóli götunnar)
Ömulegur grátkór eins og ég sagði hér einhvern tíman við vægast sagt litlar undirtektir kórfélaga svo vægt sé til orða tekið.
Allar upphrópanir sem hingað til hafa verið viðhafðar hér í þessu máli hafa ekki verið studdar neinum rökum, nema helst, af því bara, eins og krakkarnir gera!
Þar er SKOTVÍS því miður ekki undanskilið, þeir góðu menn er þar hafa fyrir farið, hafa að vísu aldrei skammast sín vitund fyrir að skauta yfir sannleikann ef þeir geta skautað yfir einhvern landsetann í leiðnni.
Sorgleg staðreynd sem ber þeim félagsskap ekki fagurt vitni og er ástæða þess að ég mun aldrei ganga til liðs við hann.
Ég mun einfaldlega bíða rólegur þar til þessi deila hefur verið leidd í ljós, af þar til bærum yfirvöldum.

Já Jón.
Bjarsýnn maður að ætla að skjóta rjúpur inni í einhverju húsnæði, það húsnæði á ég ekki til, þú verður að fá það leigt hjá einhverjum öðrum ;)
Já, ef þú færð leigðan hjá mér akur eða land til rjúpnaveiða, ef ekkert er tilgreint í samningi um að þér sé bannað að framleigja landið máttu endurleigja það, með endurgjaldi ef verður og vill.
Það er ekki í mína óþökk meðan ég hef ekki tekið það fram í samningi, að þér sé framleiga óheimil.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 8
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 08 Jan 2015 01:04

Siggi það skiptir engu máli þó þetta sé bara úrskurður sem eigi eftir að dæma í ef Húnaþing Vestra gæti sannað eignarhald sitt á umræddu svæði þá hefðu þeir þegar gert það.

"8. gr. Öllum íslenskum ríkisborgurum, svo og erlendum ríkisborgurum með lögheimili hér á landi, eru dýraveiðar heimilar í almenningum, á afréttum utan landareigna lögbýla, enda geti enginn sannað eignarrétt sinn til þeirra,"

afnotaréttur til beitar tekur ekki af veiðirétt almennings

Það á svo alveg eftir að láta reyna á hvort jarðir sem eru í eigu ríkis og sveitafélaga og eru í eyði flokkist ekki sem almenningur enda um almanna eign að ræða og ef svo er þá er t.d skógrækt ríkisins óheimilt að takmarka veiðar á þeim jörðum.

"Eigi má skilja rétt til veiða að nokkru eða öllu leyti frá landareign fyrir fullt og allt. En leyfilegt skal að skilja rétt til veiða frá landareign um tiltekið tímabil er eigi má vera lengra en 10 ár í senn."
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af Gisminn » 08 Jan 2015 11:00

Strákar ég held að þið ættuð bara að láta það vera að svara Sigurði hann er í einhverjum tröllaleik og þykist ekki skilja einfalda hluti og svarar þeim með útúrsnúning.
Þetta síðasta útspil að beina sjónum að Skotvís til að afvegaleiða umræðuna og að fela hve illa sé orðið fyrir rökum sínum tók steinin úr.
Gleymum ekki þeirri staðreynd að Skotvís er fyrir skotveiðimenn og ef frekur landseti þykist eiga haf og himinn og allt þar á milli segir það sig sjálft að á það verður látið reyna og þá kemur oftast í ljós hin eiginlegu landamörk sem allir eiga að virða. Og sveigja það til er ekki til umræðu hjá skotvís eða nokkrum veiðimanni að ég tel.Grátkór ósannaðra landseta hefur skaðað hina sönnu landseta ómælt og kostað mikil leiðindi og að sönnu líka skaðað Skotvís þar sem þeim var nauðugur kostur að fara á móti þessum ýminduðu landsetum.
Þannig að staðreyndin þar þó sumir vilja ekki viðurkenna það er að Sjaldan veldur einn þá tveir deila.
Svo ég klári umræðuna um Húnaþing vestra þá hefur margoft komið inná það í þessum þræði að sá sem reyndi sölu á svæðinu hefur aldrei getað sannað eignarétt og núna síðast kom það hjá Jenna.
Bara í lokinn kannski skilur Sigurður þessa sneið!
Spurning hvort hreindýragætar þurfa yfir höfuð að sýna landleyfi þegar þeir eru að leiðsegja veiðimönnum ? Landleyfin að ég best veit byggjast á eignarrétti en þar sem eignarréttinn þarf ekki að sanna samkvæmt Sigurði eru landleyfin bara pappír ekki satt og ber í besta falli að sýna eftirlitsmanni en ekki öðrum veiðimönnum eða leiðsögumönnum.
Jæja nóg komið ég kom á þetta spjall til að forðast Tröll og endalausa útúrsnúninga frá mönnum sem geta ekki verið menn til að viðurkenna að hafa stöku sinnum rangt fyrir sér.
Kostur sem er hérna meginn eru ákveðnir fídusar sem ég ætla nú að nýta mér í fyrsta skipti.
Þannig að ég kem sennilega ekki með að svara Sigurði meir.
Sælir að sinni.
Síðast breytt af Gisminn þann 08 Jan 2015 20:36, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

valdur
Póstar í umræðu: 4
Póstar:39
Skráður:14 Mar 2014 16:55
Fullt nafn:Þorvaldur Sigurðsson

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af valdur » 08 Jan 2015 20:29

S.A. segir: „Ég bendi á að jarðirnar Valjófsstaður og Skriðuklaustur voru úrskurðar þjóðlendur að hluta þegar úrskurðað var í þessum þjóðlendumálum hér eystra.
Það eina sem gerðist við þann úrskurð að eignarhald og umsýsla þeirra hluta jarðanna sem voru úrskurðaðar þjóðlendur færðist frá Menntamála, Landbúnaðar og Kirkjumála ráðuneitum yfir til Fjármálaráðuneytisins, en réttindin til allra landnytja þar með talins veiðiréttar er enn á hendi landsseta þessarra jarða.“ Nú er vandséð að þessi orð Sigurðar rími við dómsorð hæstaréttar í þessum málum. Þar segir í dómi frá 10. febrúar 2011 um þjóðlendumál Valþjófsstaðar: „Héraðsdómur skal vera óraskaður.“ Og í héraðsdómi frá 12. febrúar 2010 er m.a. komist svo að orði: „7. varakrafa stefnanda er að viðurkennt verði að stefnandi eigi einkarétt til beitar, veiða, dýraveiða, hagnýtingar vatnsréttinda og nýtingar á auðlindum í jörðu án endurgjalds á því svæði sem úrskurðað hefur verið í afréttareign stefnanda......Ekki verður séð að framangreind varakrafa fái stoð í þeim lagaákvæðum sem stefnandi vitnar til og af málatilbúnaði hans verður ekki ráðið með hvaða rökum hann telur sig eiga frekari kröfur til nýtingar á umræddu landssvæði en felst í afréttareign hans.
Að því virtu sem nú hefur verið rakið verður stefndi sýknaður af öllum kröfum stefnanda í máli þessu.“
Þá var öllum kröfum ábúanda Skriðuklausturs hafnað í dómi Hæstaréttar frá 25. mars 2010, enda væri það ekki landseta að rífast við landsdrottin sinn um takmörk landareignarinnar.
Sem sagt: Það hefur margsinnis komið fram að afréttareign að þjóðlendu gefur EKKI rétt til dýraveiða, annarra en á fiski, eða rétt til að hlutast til um slíkar veiðar og þá hvorki á þeim hluta Valþjófsstaðar eða Skriðuklausturs né nokkursstaðar þar sem land hefur verið úrskurðað þjóðlenda fyrir dómstólum.
Hins vegar ber vitaskuld að gæta þess að dómur hefur enn ekki fallið í málum Húnaþings vestra og er rétt að bíða þess áður en menn klóra augun hver úr öðrum.
Þorvaldur frá Hróarsdal

Svara