Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af maggragg » 23 Oct 2014 11:41

Skotvís hefur verið að vinna í þessum málum og hérna er tilkynning þeirra:

http://skotvis.is/frettatilkynningar/fr ... ngi-vestra

Þetta er svar við tilkynningu sveitastjórnar Húnaþings-Vestra:
http://huni.is/index.php?pid=32&cid=11351
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 8
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 23 Oct 2014 14:05

Þetta er mjög áhugaverð tilmæli hjá sveitastjóninni2
"Fjöldi veiðimanna á veiðisvæðin verður ekki takmarkaður, en tekið skal fram að leyfishafar hafa einir heimild til veiða á umræddum svæðum. Veiðimenn eru hvattir til að benda þeim er fara á veiðisvæði án leyfis á að nærveru þeirra sé ekki óskað á veiðisvæðinu. :o :o :o
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 5
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 23 Oct 2014 17:43

Sælir/ar.

Ágæt vinna sem Skotvís hefur innt af hendi varðandi þetta gamla ágreiningsmál.
Ef ég væri við veiðar þarna, þá mindi ég neita að framvísa kvittun fyrir kaupum á veiðileyfi ef ég væri beðinn um það. Sama hver ætti í hlut ;)

Kv, Jón P
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af Gisminn » 23 Oct 2014 19:17

Takk fyrir þessi orð Jón og vonandi kemur meira ég er til dæmis upp fyrir haus að miða að mer upplýsingum og kalla eftir samstöðu sem flestra sem málin varða í refamálum til að móta stefnu sem koma veiðimönnum sem og hagsunaaðilum til góða.
Hér eru nýjustu fréttir af refnum :-)
http://www.ni.is/frettir/nr/14170
En aldrei þessu vant er það ekki veiðum að kenna.Afhverju ætli það sæti ;)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 23 Oct 2014 22:38

Ég sé einfaldlega ekkert athugavert við þessa tilkynningu Húnaþings Vestra :)
Ég skil ekki heldur af hverju Skotveiðifélag Íslands telur sig hafa einhverja lögsögu í þessu máli.
Þeir hafa alla vega ekki lögvarða hagsmuni af málinu, málið er þar af leiðandi þeim óviðkomandi.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af maggragg » 23 Oct 2014 22:54

Klárlega er málið Skotvís viðkomandi, þar sem Skotvís eru hagsmunasamtök veiðimanna og þarna er talið að verið sé að ganga á rétt veiðimanna. Hagsmunasamtök þurfa ekki að hafa lögvarða hagsmuni að ákveðnum málum, heldur veita þau ráðgjöf handa skjólstæðingum, og hagsmunahópum sínum sé talið að verið sé að brjóta á þeim.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 8
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 24 Oct 2014 08:45

Veiðimeistarinn skrifaði:Ég sé einfaldlega ekkert athugavert við þessa tilkynningu Húnaþings Vestra
Siggi myndir þú rukka menn um veiðileyfi ef þú værir þarna við veiðar :?
Jón Pálmason skrifaði:Ef ég væri við veiðar þarna, þá mindi ég neita að framvísa kvittun fyrir kaupum á veiðileyfi ef ég væri beðinn um það. Sama hver ætti í hlut
Mér finnst ámælisvert að sveitarstjórn sé að etja mönnum saman á veiðislóð, sérstaklega þar sem báðir telja sig vera í fullum rétti.
Jens Jónsson
Akureyri

valdur
Póstar í umræðu: 4
Póstar:39
Skráður:14 Mar 2014 16:55
Fullt nafn:Þorvaldur Sigurðsson

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af valdur » 24 Oct 2014 13:09

Sveitarfélögin í Húnó eru að selja veiðileyfi á svæði sem, í besta falli, verulegur vafi leikur á að þeir hafi nokkra lögsögu yfir hvað veiðirétt varðar. Reyndar eru líkurnar á því að þjóðlendumál þarna verði úrskurðuð þeim í óhag yfirgnæfandi ef tilsjón er höfð af þjóðlendumálum annars staðar á lendinu.
Þorvaldur frá Hróarsdal

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 24 Oct 2014 15:39

Ef ég færi á veiðar þarna mundi ég borga umyrðalaust!
Auðvitað mundi ég spurja menn sem yrðu á mínum vegi hvort þeir hefðu keypt veiðileyfi, einfaldlega vegna þess að ef ég hefði keypt veiðileyfi er ég einfaldlega rétthærri en maður sem ekki hefur keypt veiðileyfi eða neitar að gera grein fyrir sér!
Þetta er eins á hreindýraveiðunum, þar verð ég sem leiðsögumaður að fá landleyfi og ég verð vægast sagt mjög snakillur ef ég rekst á einhvern sem ekki hefur landleyfi!
Þetta telst seint til þess að etja veiðimönnum saman á veiðislóð, þetta er miklu frekar nokkurskonar jafningafræðsla!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af Gisminn » 24 Oct 2014 16:43

Með öðrum orðum ef ég sel einhverrjum leyfi á þitt land er ahann rétthærri en sá sem fékk bara leyfi en keypti ekki ?
Það eru engin geimvísindi að maður getur ekki selt það sem maður á ekki .
Síðast breytt af Gisminn þann 25 Oct 2014 22:21, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 8
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 24 Oct 2014 18:22

Veiðimeistarinn skrifaði: ef ég hefði keypt veiðileyfi er ég einfaldlega rétthærri en maður sem ekki hefur keypt veiðileyfi
Ég hef fullan skilning á að veiðimaður sem kaupir sér veiðileyfi sé rétthærri en sá (veiðiþjófur)sem ekki kaupir leyfi að því tilskildu að sá sem selur leyfið hafi rétt á að selja veiðileyfi á viðkomandi svæði.

Ég hef aftur á móti engan skilning né þolinmæði með mönnum með asnaeyru sem kaupa leyfi af einhverjum sem hefur ekkert með veiðirétt að viðkomandi svæði að gera og myndi ekki virða slíka gapuxa viðlits.

mér finnst mjög alvarlegt að opinber aðili sé að selja veiðileyfi að svæði sem hann hefur ekki heimild til að selja inná og sé að biðja almenning um aðstoð við gjörninginn.

Ég myndi fúslega greiða fyrir veiðileyfi á viðkomandi svæði ef sveitastjórn Húnaþings Vestra gæti sannað eignarhald sitt á svæðinu.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 5
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 24 Oct 2014 18:57

Sæll Sigurður.

Á almenningum hefur þú engan rétt til þess að biðja mig um að framvîsa einhverju leyfi.
Í umboði hvers værir þú að biðja mig um það?
Lögreglan getur beðið mig um að framvísa skotvopnaleyfi og veiðikorti.
Ef einhver vafi er á því hvort um er að ræða almenning eða ekki, þá nýt ég vafans þangað til hlutirnir komast á hreint. Sem betur fer ;)
Að kaupa ólöglegt veiðileyfi gefur mér engan rétt og gerir mig ekki á neinn hátt rétthærri en þig ;)
Fólk er alltaf að lenda í því að kaupa ólöglega miða eða falsaða. Og þeir gilda einfaldlega ekki inn á þann viðburð eða athöfn sem sagt er. Keyptir á eigin ábyrgð.

Kv, Jón P.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Oct 2014 21:33

Ég held að við ættum að hætta þessu djö.... væli hér inni sem einkennt hefur skotveiðimenn um árabil.....nefninlega það að vilja fá alla hluti fyrir ekki neitt.....og fá að vaða yfir allt og alla án þess að spyrja kóng eða prest, svo vitnað sé í gamalt spakmæli.
Þessi væll er engum til góðs, né nokkurs framdráttar svo síður sé.
Það er ekki stórmannlegt að ösla um veiðilendurnar með þóttasvip eins og fúll á móti og ef þeir hitta einhverja að það sé það eina sem hefst upp úr þeim, ég áetta ég máetta og þarf einga pappíra að sýna nema ég sé helst handtekinn, þriflegt eða hitt þá heldur!
Ég hef alltaf talið affarasælast fyrir okkur veiðimenn að ganga hægt um gleðinnar dyr og gá að sér, eins og segir í öðru spakmæli.
Þegar ég fer til veiða vil ég helst vera í eignalöndum ef þess er nokkur kostur og þá að sjálfsögðu í leyfi umráðamanns, þó ég þurfi að borga kannski einhverjar krónur, þeim er feikn vel varið finnst mér.
Einfaldlega vegna þess að þar get ég fengið að vera í friði og í fullri sátt við Guð og menn, eignalöndin eru þegar öllu er á botninn hvolft oftast með takmarkaðri mannaferð og af hverju haldið þið að það sé, það er vegna þess að umráðamenn veiðilenda takmarka oftast fjölda manna á veiðislóðinni við þann fjölda sem kemst þar fyrir með góðu móti.
Hvort sem það er gert með að telja inn á afmörkuð svæði eða taka gjald fyrir það, gjaldtakan virkar jú takmarkandi á ásóknina eins og gefur að skilja og allir ættu að gera sér fulla grein fyrir sem fylgjast með þessu sífellda væli veiðimanna!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 8
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 27 Oct 2014 22:18

Veiðimeistarinn skrifaði:Ég held að við ættum að hætta þessu djö.... væli hér inni sem einkennt hefur skotveiðimenn um árabil.....nefninlega það að vilja fá alla hluti fyrir ekki neitt.....og fá að vaða yfir allt og alla án þess að spyrja kóng eða prest
Rukkarinn sjálfur
er mættur á spjallið
veður nú elginn
vítt og breytt
menn skulu borga
beinir í baki
skiptir þá öngvu
hverjum er greitt.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Oct 2014 22:28

Jenni minn! ,,Gikkurinn bað að heilsa þér" ;)

Örfoka veður hann elginn,
orðin þau leka í svelginn.
Er það nú leir,
spyrjum ei meir!
Vindurinn streymir í belginn :lol:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af Gisminn » 27 Oct 2014 22:35

Veistu Sigurður í staðinn fyrir að viðurkenna að þú hafir hlaupið á þig og ekki þekkt aðstæður kemuru bara með derring og yfirlæti og svarið er einfallt éttu það sjálfur.
Þetta minnir mig á gömlu rónarökinn að ef þú segir það nógu oft verður það sannleikur og engin leið að bakka þaðan en sá sem mótmælir er annað hvort fífl eða vælukjói eða eitthvað ónefni.
Ættir sennilega að láta þennan málaflokk eiga sig og halda þig þar sem þú ert góður í.
Ps
Já það fauk í mig og nei ég tek ekki svona yfirlæti sem einhverju gríni.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Oct 2014 22:38

Sannleikanum verður hver sárreiðastur :!:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 8
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 28 Oct 2014 00:33

Rukkar inn rymjandi stynur
ropinn úr vitunum glymur
víst skulu veiðimenn borga
vel má heyra hann orga. :lol: :lol:
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 5
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 28 Oct 2014 12:37

Sæll Sigurður.
Þú vilt að við hættum þessu djö...væli hér inni.....

Í raun og veru er enginn með væl hér nema þú.
Lögleg hagsmunagæsla hefur ekki hingað til talist vera væl og það átt þú manna best að vita. Geri fastlega ráð fyrir að það hafi verið minnst á 8. gr laga um vernd og friðun á námskeiði hreindýraleiðsögumanna.
Í raun og veru ættir þú að vera í fararbroddi þess flokks sem vill standa vörð um okkar réttindi.
Þetta snýst alls ekki um það hvort að þú, ég eða einhver annar, sé tilbúinn til þess að greiða örfáar krónur til löglegs landeiganda/veiðirétthafa.
Tók reyndar skrif þín í fyrstu sem smá gríni til að fá líflegri umræðu um málefnið, en sé nú að þú hefur fulla trú á því sem þú skrifar.
Það er í sjálfu sér hið besta mál, en þá verður þú að sætta þig við að það er fjöldi einstaklinga sem hafa allt aðra sýn á þessu máli en þú.
Og þeirra skrif eru ekkert meira væl en þín.
Síminn minn er 8589233, ef þú vit ræða þetta málefni frekar við mig.

Kv, Jón Pálmason.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Tilkynning frá Skotvís varðandi Húnaþing-Vestra

Ólesinn póstur af maggragg » 19 Dec 2014 20:29

Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara