Morgunblaðsgreinar um rjúpu refi og fleira.

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
Svara
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 1900
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Morgunblaðsgreinar um rjúpu refi og fleira.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 13 Feb 2015 18:21

Ég vil benda spjallverjum á ákaflega fróðlega grein í Morgunblaðinuu í dag föstudaginn 13 feb. á bls 28, eftir Indriða Aðalsteinsson bónda, náttúruunnanda og Veiðimann á Skjaldfönn við Djúp vestur þar.
Greinin ber fyrirsögnina ,,Raunir rjúpunnar - rannsóknir og veiðisóðar".
Áhugaverð lesning eins og margt úr penna Indriða á Skjaldfönn!

Einnig var grein eftir Þorgils Gunnlaugsson bónda og veiðimann á Sökku í Svarfaðardal um refinn og rjúpuna miðvikudainn 4. feb. á bls. 25
Greinin nefnist ,,Refurinn og fuglalífið", Þorgils er einn viðmælenda Guðna Einarssonar í bókinni Hreindýraskyttur sem út kom fyrir síðustu jól.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 177
Skráður: 16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn: Jón Pálmason
Staðsetning: Sauðárkróki

Re: Morgunblaðsgreinar um rjúpu refi og fleira.

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 14 Feb 2015 22:35

Sælir/ar

Sammála Sigurði varðandi það að lesa þessar greinar.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 1349
Skráður: 29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning: Blönduós

Re: Morgunblaðsgreinar um rjúpu refi og fleira.

Ólesinn póstur af Gisminn » 16 Feb 2015 11:04

Ég var nánast sammála öllu sem Indriði sagði nema Skotvís þættinum ég vildi óska að það væri satt eins og Indriði vill meina að við hefðum alla Umhverfisráðherra í vasanum þá væri streðið auðveldara.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 490
Skráður: 25 Feb 2012 08:01
Staðsetning: Sauðárkrókur

Re: Morgunblaðsgreinar um rjúpu refi og fleira.

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 27 Feb 2015 21:48

Sælir.
Veit einhver hvort það er hægt að lesa þessar greinar einhverstaðar á netinu, eða veit um þetta á rafrænu formi? og væri til í að deila ;)
baikal(a)orginalinn.is
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 313
Skráður: 09 Oct 2010 08:45
Staðsetning: Neskaupstaður

Re: Morgunblaðsgreinar um rjúpu refi og fleira.

Ólesinn póstur af sindrisig » 27 Feb 2015 23:14

Og nú berast fregnir af slælegum rjúpnastofni hjá frændum vorum. Ekki vilja þeir nú kenna veiði um en fara mikinn þegar kemur að loftslagsmálum. http://www.ruv.is/frett/rjupan-gaeti-fa ... a-i-noregi

Og þó við séum nú dálítið mikið fyrir hestaleppana þá er hér smá klausa: http://www.ni.is/midlun-og-thjonusta/hr ... r/nr/14178.

Ég persónulega myndi halda að það væri eitthvað náttúrulegt að plaga rjúpuna og það væri nú verulega gaman og hollt fyrir flesta, ef farið væri betur í saumana á því sem Stenkewitz er að benda á. Það er ekki bara rebbi sem er að kjamsa á rjúpunum "okkar".

Sjáum síðan hvernig þetta kemur út:Raunir rjúpunnar – ákall til nýs umhverfisráðherra

Eftir Indriða AðalsteinssonEkki sýnist afleiðingin metin,
önnur dýr víst líf sitt munu stytta.
Þegar sérhver rjúpa upp er etin
út þá deyr vor hinsta rjúpnaskytta.

(ALV)

Í tveimur undangengnum greinum hér í Morgunblaðinu hef ég fjallað um rjúpnamergð áður og rjúpnaþurrð nú. Einnig stórundarlega rjúpnaráðgjöf Náttúrufræðistofnunar í haust og þann nýja afránsþátt sem ég óttast að rjúpnafræðingar annað hvort horfi framhjá eða vilji alls ekki viðurkenna. Að á sama tíma og refastofninn (en aðalfæða refa eru rjúpur) hefur 10-15 faldast, er rjúpnastofninn hruninn langt niður fyrir veiðanleg mörk.


Heimska, blóðþorsti og frekja
Skotvís, samtök veiðimanna, hafa oft verið óheppin með forvígismenn sína. Við sem tilheyrðum „gamla skólanum“ á rjúpnaslóð urðum fljótlega illa fyrir sportkynslóðinni og vorum uppnefndir magnveiðimenn og fjöldamorðingjar. Á sama tíma áttu veiðiþjófar, særingaskyttur, yfirgangsmenn og utanvegaakstursböðlar öruggt skjól og lögmannsaðstoð vísa hjá Skotvís.

Einn af stofnendum Skotvís rekur ofangreinda háttsemi skilmerkilega í Degi frá 20. des. 2000, en það var Sólmundur Tr. Einarsson fiskifræðingur sem nefnir greinina „Villimennska við rjúpnaveiðar“. Nokkru fyrr hafði ég verið að tjá mig svipað í blöðum og útvarpi og til þess að þagga niður í mér, vildi þáverandi formaður Skotvís gera mig að heiðursfélaga, sem ég hafnaði. 2001 vildu Skotvísmenn ólmir fá að skjóta lóur og hrossagauka og fannst ég óþolandi í þeim slag og brá varaformaðurinn þá á það ráð að kæra mig til ríkissaksónara fyrir morðhótun við þáverandi umhverfisráðherra. Ekkert nema skömmina hafði Skotvís út úr þeim málarekstri. Varla þarf að taka fram að Skotvís hefur barist af hörku gegn allri viðleitni til að rjúpnastofninn rétti úr kútnum, og bullað er árvist um að sölubann dragi stórlega úr veiði. En það er ekki eina óráðshjalið, því í DV 21. nóv. sl. krefst formaður fleiri daga til veiða, óhagstæð tíð hafi spillt fyrir og hann geti ekki láð sínum mönnum þó þeir fari til veiða í heimildarleysi. „Kerfið er ósanngjarnt og óréttlátt“!

Ég get vel skilið að Elvari Árna Lund þyki sárt að koma heim „með byssuna í borunni“ en þá ætti hann að snúa reiði sinni að þeim sem í haust heimiluðu veiði í heila 12 daga í nær útþurrkaðan fuglastofn, samanber fjölmarga áður fram komna vitnisburði náttúruunnenda, smala og rjúpnaskyttna. Vonandi lætur Skotvís af sinni svartnættisheimsku og gengur til liðs við okkur sem viljum endurheimta, ekki bara veiðanlegan rjúpnastofn, heldur allt eðlilegt fuglalíf, sem vargurinn hefur vísast stórspillt eða þurrkað út.


Hret eða ekki hret?
Um mitt sumar bárust þau gleðitíðindi frá Ólafi K. Níelsen að varp rjúpna hefði tekist vel og vænta mætti verulegrar stofnuppsveiflu. Svo hröðuðu þúsundir veiðimanna sér upp um fjöll og heiðar, hina leyfðu 12 daga, fundu nánast enga rjúpu eða ummerki þeirra, en því meira af refum og þeirra slóðum.

Skotvískjáni á Akureyri sagði samt í hádegisfréttum RÚV að nauðsynlegt væri að fjölga veiðidögum, stofninn hlyti að þola það. Ólafur K. bað menn í guðanna bænum að vera ekki að rugga bátnum. Eðlilega, því nú var orðið bágt til bjargar hjá blessuðum fræðingnum með buxurnar á hælunum og því varð að „rembast eins og rjúpan við staurinn“ að hífa þær upp.

Sú viðleitni birtist í Morgunblaðinu á Þorláksmessu. „Líklegt er að hret sem gerði um mánaðamótin júní, júlí hafi ráðið miklu um lélega viðkomu rjúpunnar, sumarið 2014.“

Og hér erum við komin að ástæðu þess að ég ákvað að blanda mér í rjúpnaumræðuna, en svigrúm í Mbl. er takmarkað og því verð ég að bíða með að slá botninn í, þar til í fjórðu og vonandi síðustu grein.

Höfundur er bóndi á Skjaldfönn við Djúp.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 1349
Skráður: 29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning: Blönduós

Re: Morgunblaðsgreinar um rjúpu refi og fleira.

Ólesinn póstur af Gisminn » 28 Feb 2015 00:31

Þetta er akkurat það sem verið er að skoða hjá Sotvís með tilliti til þess að veiðimönnum hefur verið alltaf kent um öll auka afföll sama hver eru með vísan í Z/2 stuðul sem er fyrir þá sem ekki þekkja stuðull fyrir óútskýrð dánarorsök!!! . Svo ég svari fyrir sjálfan mig þá kaupi ég það ekki vitandi af sníkjudýrum og Ref í miklu magni + mismunandi harða vetra og svo á sumri svartbak og Hrafn og mink leikandi stór hlutverk að veiðimönnum sé um að kenna ris og fall rjúpu.
En Indriði á allan heiður skilið að áminna um að veiðar eru ekki leikur að bráð !!!
Þetta á að snúast um að bráð sama hver er sé kláruð eins fljótt og auðið er.
Indriða ert greinilega mjög í nöp við skotvís sama hver er við stjórnvölin og má hann bara vera það.
Ef innihald greinarinnar kemst í gegn er þetta bara í góðu.
Að mínu mati er Indriði mest ósáttur við að náttúrlegir óvinir séu ekki nefndir í hruni rjúpu.
Refur, Fálki, Hrafn, Sníkjudýr, Snemmbúin hret, og að lokum sportveiðimenn.
Ég er veiðimaður ekki sportveiðimaður en kemmst samt ekki frá því að spyrja mig að þessari spurningu sem ég læt ykkur um að svara hverjum fyrir sig.
Hvor ætli drepi fleiri fugla sportveiðimaðurinn eða magnveiðimaðurinn ?
Síðast breytt af Gisminn þann 28 Feb 2015 17:53, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 115
Skráður: 03 Oct 2012 22:07
Staðsetning: Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Morgunblaðsgreinar um rjúpu refi og fleira.

Ólesinn póstur af Morri » 28 Feb 2015 11:21

Nei er ekki hroki gamli mættur....
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
hpþ
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 38
Skráður: 24 Ágú 2012 12:06

Re: Morgunblaðsgreinar um rjúpu refi og fleira.

Ólesinn póstur af hpþ » 28 Feb 2015 21:27

"Yndriði" hefur tjáð sig eina ferðina enn, sama gamla tuggan enn og aftur..það eru allir nema hann bjánar eða kjánar, hann einn veit best....hvað er hann ekki búinn að senda margar greinar í Morgunblaðið og Bændablaðið í gegnum árin með þessari sömu tuggu. Af hverju gefur maðurinn ekki út kvæðabók ? Því flestar hans greinar eru að stórum hluta vísur þar sem hann gerir lítið úr þeim mönnum sem eru ekki alveg á sömu skoðun og hann. Hann stærir sig af því að vera fyrrum magnveiðimaður, þá hlýtur hann að hafa verið veiðisóði sem hann sjálfur talar svo títt um.

Ég get hins vegar verið honum sammála um að rjúpan ætti að fá frið næstu árin því að stofninn er sannarlega lítill og ég vildi óska að almennileg rannsókn yrði gerð á högum rjúpunnar, það hlýtur að vera einhver leið til þess að finna út og vinna úr gögnum sem ég geri ráð fyrir að séu til eftir rannsóknir síðustu ára.

Amen.
Kveðja,

Halldór P. Þrastarson
halldor@gks.is

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 313
Skráður: 09 Oct 2010 08:45
Staðsetning: Neskaupstaður

Re: Morgunblaðsgreinar um rjúpu refi og fleira.

Ólesinn póstur af sindrisig » 28 Feb 2015 23:26

Það er nú einfaldlega þannig að þegar fólk er komið með sínar skoðanir í skotgrafir þá vill enginn vera sá fyrsti til að kíkja upp úr helvítis drullunni og skoða í kringum sig.

Enginn vissi af hverju læmingjarnir drápust í umvörpum úr hor með fulla vömb af æti, fyrr en einhver grasafræðingurinn komst að því að ef grasið er bitið í óhofi, myndar það eitur. Þetta sama eitur gerir það að verkum að lemmi getur ekki melt fæðuna og drepst úr hungri.

Það koma upp allskyns plágur í dýraheiminum og við vitum um fæstar þeirra og miðað við sum skrif, þá virðist enginn áhugi vera á því að vita meira. Merkilegur andskoti því að það eru allir með þetta á hreinu er það ekki?
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 1900
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Morgunblaðsgreinar um rjúpu refi og fleira.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 23 Mar 2015 20:28

Það er fantagóð grein eftir Indriða á Skjaldfönn í Morgunblaaðinu í dag mánudag 23. mars á bls. 18.

Halldór hpþ, eru þínar skoðanir Guðlegri en aðrar skoðanir sem menn setja fram ?
Þú ert allavega sá eini sem skartar Amen eftir efninu, svo það mætti ætla!

Ómar Morri, hvaða hroka ert þú að tala um?

Það er alveg sama í hvaða skotgrafir menn fara með sínar skoðanir, það eiga nú einu sinni allar skoðanir rétt á sér, er ekki skoðanafrelsi á Íslandi?
Við skulum allavega fara varlega í dómum okkar, þeir verða ætíð misvel grundaðir og lýsa þeim betur oft og tíðum er þá fella, en þeim sem dæmdir eru!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara