Síða 1 af 1

Gæsaskot

Posted: 19 Jul 2015 19:46
af iceboy
Bara smá forvitni hérna.

Hvaða skot ætlið þið að nota á gæsina í haust?

Re: Gæsaskot

Posted: 19 Jul 2015 20:52
af karlguðna
42gr. 3,3 mm högl,, :P

Re: Gæsaskot

Posted: 19 Jul 2015 21:16
af Aron Kr Jónsson
FIOCCHI 42g 3,3mm :)

Re: Gæsaskot

Posted: 19 Jul 2015 21:32
af Sveinbjörn
Remington Hevi-Shot Nitro Magnum.
Þyngra en Blý og hraðinn 1450 FPS

500kr stykkið og trúlega bestu skotin sem hafa verið flutt inn til Íslands fyrr eða síðar.

Re: Gæsaskot

Posted: 19 Jul 2015 22:14
af sindrisig
Það hlýtur að vera Bismuth í þessu ef þyngdin er meiri en blý. Verðið gefur líka til kynna að það gæti verið gullhúðað haglið.

Re: Gæsaskot

Posted: 19 Jul 2015 22:22
af Freysgodi
Mun nota mína eigin framleiðslu - 42g 3.3mm og 50g 3.5mm, með og án buffer. Nota alla jafn IC þrengingu þar sem bufferlausu skotin dreifast vel (IC) en síðasta skotið er með buffer og dreifist eins og IM/F.

Eftir miklar vangaveltur, lestur og bréfaskriftir undanfarin ár þá er ég farinn að efast um mikilvægi haglastærðar, a.m.k innan einhverra eðlilegra marka. Stærðir 0 til 5 eru líklega allar í góðu lagi þegar færi eru góð - á löngu færunum eru stóru höglin of fá og litlu höglin of máttlaus og - mér virðist US stærð númer 3 (3.5mm) vera fínn millivegur á Grágæs en mun nota 3.3mm á heiðagæsina - en eins og áður sagði þá munar líklega ekki miklu á þessu.

Nýjasta pælingin er hvort maður sé að vanmeta áhrif bakslagsins á næsta skot og hvort léttari hleðslur myndu skila sér í meiri nákvæmni og hraða í næsta skot. Spurning um að útfæra eitthvert test á slíku.

Kveðja

J o n

Re: Gæsaskot

Posted: 19 Jul 2015 22:23
af Freysgodi
Það er tungsten (wolfram) sem gerir hevishot svona dýr og hörð og góð.

Re: Gæsaskot

Posted: 19 Jul 2015 23:02
af Aflabrestur
Sælir.
Sama og síðustu 7-8 árinn hlað Orginal 42 gr. fjarka og kænski bland skotin tvist/fjarka þegar líður á haustið, sameina allt sem ég þarf, byssan fer vel með þau, drepa það sem ég hitti og ég hitti þokkalega með þeim og er farinn að þekkja þau vel eftir öll þessi ár, fást á flestum stöðum og ekki dýr. Hef notað þau í flest nema helst svartfugl og er sáttur.

Re: Gæsaskot

Posted: 19 Jul 2015 23:51
af Veiðimeistarinn
Ég ætla engin skot að nota, ég skýt aldrei gæsir á haustin...... :D

Re: Gæsaskot

Posted: 20 Jul 2015 09:13
af iceboy
Hvaða skot notaðiru þá í VOR Siggi :lol: svona fyrst þú skýtur þær ekki á haustin þá hlítur að gefa augaleið að þú skýtur þær á öðrum tíma :lol: :lol: Annars hefðiru bara sagt að þú skjótir EKKi gæsir :D

Re: Gæsaskot

Posted: 20 Jul 2015 09:42
af Sveinbjörn
Síðast liðið haust sá ég hvar gæs flaug á línu sem liggur þvert yfir árfarveg rétt fyrir neðan íbúðarhúsið á Vaðbrekku.

Því má ættla að Landsnet sjá Sigga fyrir gæsum eftir þörfum og leysi hann undan því oki að standa í útgjöldum á haustdögum.

Það má vera að það sé bjarnargreiði að segja frá þessu og hlunnindanefnd vís með að skattleggja allar jarðir sem hafa orðið þeirra gæfu aðnjótandi að fá línur þvert yfir sitt land.

Re: Gæsaskot

Posted: 20 Jul 2015 15:07
af Veiðimeistarinn
Árnmar, sagði ég haustin :o 222 Rem ;)
Sveinbjörn, já þessi raflína hefur fært mér ófáan kjötbitann :)
Utan við gæsirnar veiðir hún líka eina og eina álftarrússu 8-)

Re: Gæsaskot

Posted: 20 Jul 2015 22:05
af 257wby
RC Camoflage 42 gr nr 2-4.
http://byssur.is/products-page/rc

Re: Gæsaskot

Posted: 21 Jul 2015 10:25
af Haglari
stefni á að nota sem mest 136 graina lapua scenar í hinu klassíska veiðikaliberi 6.5x55. Ef èg nenni að tilla mèr við einhvern poll með ítalska skítadreifaranum mun hann líklegast vera hlaðinn með hlað patriot 42/4.