Gæsa og andakjöt þarf að fá vottun

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Gæsa og andakjöt þarf að fá vottun

Ólesinn póstur af maggragg » 26 Mar 2012 21:34

Þann 1. nóvember síðasliðinn tóku í gildi nokkrar nýjar reglugerði ESB og meðal annars er nú gerð krafa um að villbráð sem fer í almenna dreifingu, s.s. verslanir eða veitingahús þurfa að fara í gegnum viðurkenndar stöðvar og fá vottun á sama hátt og er með hreindýr.

Það er aðeins ein verkunarstöð fyrir villibráð hér á landi og er hún fyrir hreindýr.

Þetta getur haft einhver áhrif á veiðar þeirra sem selja villibráðina.

Þetta kemur fram í Veiðidagbókinni 2012 en ég mun svo vísa í reglugerðina um leið og ég verð búin að finna hana og sía hismið frá kjarnanum.

Hérna er þó kynning frá MAST: http://mast.is/Uploads/document/fraedsl ... furdir.pdf
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Gæsa og andakjöt þarf að fá vottun

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Mar 2012 22:47

Jæja heimurinn versnandi fer.
Ég man þá tíð þegar verið var að gera grín að svona regluverki í útlandinu og það er ekki langt síðan.
Þetta hófst allt með inngöngu í evrópska efnahagssvæðið 1991, sem betur hefði aldrei verið, þá hefum við líka sloppið við hrunið!
En nú á að bæta um betur og ganga í ESB.....NEI TAKK ÓMÖGULEGA!!!!!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Gæsa og andakjöt þarf að fá vottun

Ólesinn póstur af maggragg » 24 Apr 2012 15:44

Þetta er einfaldlega það sem er að gerast á síðustu tveimur árum, þótt við séum ekki í aðlögunarferli að sögn sumra.

Hvaða áhrif mun þetta hafa? Ég hef heyrt að það séu tvær verkunarstöðvar á suðurlandi sem mega taka við villibráð þannig að aðstaðan er til.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Gæsa og andakjöt þarf að fá vottun

Ólesinn póstur af maggragg » 24 Apr 2012 16:27

Tekið úr reglugerð um þessi málefni:
[center]IV. ÞÁTTUR: KJÖT AF VILLTUM VEIÐIDÝRUM
I. KAFLI: ÞJÁLFUN VEIÐIMANNA AÐ ÞVÍ ER VARÐAR HEILBRIGÐI OG HOLLUSTUHÆTTI[/center]
1. Þeir sem stunda veiðar á villtum veiðidýrum í þeim tilgangi að setja þau á markað til manneldis þurfa að hafa næga
meinafræðilega þekkingu á villtum veiðidýrum og á framleiðslu og meðhöndlun villtra veiðidýra og kjöti af villtum
veiðidýrum að veiðum loknum til að þeir geti gert fyrstu athugun á villtu veiðidýri á vettvangi.

2. Þó nægir að a.m.k. einn maður í veiðihópi hafi þá þekkingu sem um getur í 1. lið. Tilvísanir í þessum þætti í
„þjálfaðan einstakling“ eru tilvísanir í þann mann.
Nr. 104 25. janúar 2010

3. Þessi þjálfaði einstaklingur gæti einnig verið veiðivörður eða gæslumaður veiðidýrasvæðis ef hann er með í
veiðihópi eða er í næsta nágrenni við veiðisvæðið. Í síðara tilvikinu skal veiðimaðurinn sýna veiðiverðinum eða
gæslumanni veiðidýrasvæðisins veiðidýrið og hafi hann orðið var við afbrigðilega hegðun hjá dýrinu áður en það
var fellt skal hann tilkynna þeim það.

4. Veiðimenn skulu hafa aðgang að þjálfun sem uppfyllir kröfur lögbæra yfirvaldsins og gerir þeim kleift að verða
„þjálfaðir einstaklingar“. Þjálfunin skal a.m.k. taka til eftirfarandi atriða:
a) eðlilegrar líffærafræði, lífeðlisfræði og hegðunar villtra veiðidýra,
b) óeðlilegrar hegðunar og sjúklegra breytinga hjá villtum veiðidýrum vegna sjúkdóma, umhverfismengunar eða
annarra þátta sem geta haft áhrif á heilbrigði manna eftir neyslu veiðibráðarinnar,
c) reglna um hollustuhætti og réttra aðferða, m.a. við að meðhöndla, flytja og taka innan úr villtum veiðidýrum
eftir að þau hafa verið felld
og
d) ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum um dýraheilbrigði, lýðheilsu og skilyrði um hollustuhætti sem gilda
um setningu villtra veiðidýra á markað.

5. Lögbæra yfirvaldið skal hvetja samtök veiðimanna til að veita slíka þjálfun.
[center]III. KAFLI: MEÐHÖNDLUN LÍTILLA, VILLTRA VEIÐIDÝRA[/center]
1. Þjálfaði einstaklingurinn skal gera athugun á dýrinu til að leita einkenna sem gætu bent til þess að heilbrigðisáhætta
stafaði af kjötinu. Athugunin skal fara fram eins fljótt og unnt er eftir að dýrið hefur verið fellt.

2. Ef athugun leiðir í ljós óeðlileg einkenni, ef vart hefur orðið óeðlilegrar hegðunar hjá dýrinu áður en það var fellt
eða leiki grunur á um umhverfismengun skal þjálfaði einstaklingurinn tilkynna það þegar í stað til lögbæra
yfirvaldsins.

3. Ekki er heimilt að setja kjöt af litlu, villtu veiðidýri á markað nema skrokkurinn sé fluttur á starfsstöð, sem
meðhöndlar veiðidýr, eins fljótt og unnt er að lokinni athuguninni sem um getur í 1. lið.

4. Kæling skal hefjast innan hæfilegs tíma frá því að dýrið er fellt og ná því marki að hitastigið verði alls staðar 4 °C
eða lægra í kjötinu. Ekki þarf að grípa til kælingar ef veðurfarsskilyrði gera það óþarft.

5. Taka skal innan úr dýri eða ljúka við að taka innan úr því án óþarfa tafa þegar komið er með dýrið á starfsstöð sem
meðhöndlar veiðidýr nema lögbæra yfirvaldið leyfi annað.

6. Lítil, villt veiðidýr, sem eru afhent starfsstöð sem meðhöndlar veiðidýr, skulu færð til skoðunar hjá lögbæra
yfirvaldinu.

7. Reglurnar, sem mælt er fyrir um í II. þætti V. kafla, gilda um stykkjun og úrbeiningu lítilla, villtra veiðidýra.
Þessar reglur eiga ekki við um:
veiðimenn sem afhenda villt veiðidýr eða kjöt af villtum
veiðidýrum í litlu magni beint til neytenda eða til
smásölufyrirtækja á staðnum sem afhenda beint til
neytenda.
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/We ... skjal1.pdf

Best er að fara í gegnum þessa reglugerð með leitarorðinu veiði í FIND og þá dettur maður inná þau ákvæði sem eiga við um veiðar eða veiðidýr.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara