Gæsirnar fíla Hálslón

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Gæsirnar fíla Hálslón

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Apr 2012 07:40

Athyglisverðar rannsóknarniðurstöður.
Nú virðist komið fram það sem ég sagði við Kristinn Hauk Skarphéðinsson í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar, þegar ég sagði að "eini gallinn við Kárahnjúkavirkjun væri að með lónsgerðinni mundi heiðagæsinni stórfjölga og væri þó nóg af henni fyrr, hún væri að éta allt út á gaddinn þana á svæðinu".

http://www.austurglugginn.is/index.php/ ... heidagaesa
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Gæsirnar fíla Hálslón

Ólesinn póstur af maggragg » 11 Apr 2012 08:21

Má veiða á þessu svæði? Ég væri allveg til í að fara á heiðagæs í haust en ég hef ekki farið á hana ennþá. Þó myndi ég halda að það væri veiðiskapur sem væri mér að skapi þar sem ég er mikið í önd og finnst það meira spennandi heldur en akurveiði á grágæs.

Svo væri nú líka gaman að koma þarna þar sem ég vann við gerð þessa lóns :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Gæsirnar fíla Hálslón

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Apr 2012 09:07

Já, það má veiða þarna og er mikið veitt á svæðinu á haustin. Það er mikið af pollum þarna á Vesturöræfunum sem liggja austur af lóninu og erfitt að hitta á rétta pollinn til að liggja fyrir, heiðagæsin færir sig stöðugt á milli polla.
Í góðum árum er þarna grátt af gæs en það var frekar lélegt í fyrra þá misfórst svo mikið af varpinu í maihretinu sem var raunar þriggja daga blind bylur þarna innfrá.
Hjá hverjum varst þú að vinna við byggingu virkjunarinnar?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Gæsirnar fíla Hálslón

Ólesinn póstur af maggragg » 11 Apr 2012 09:13

Ég var að vinna hjá Suðurverk, m.a. á ýtu og tók þátt í að koma Sauðárstíflu og Desjárstíflu upp.

Maður verður að prófa að fara þarna. Er ekki þéttasta byggðin einmitt á austurlandi? Hluti af veiðiskapnum er einmitt að hafa eitthvað fyrir því að ná í bráðina :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Gæsirnar fíla Hálslón

Ólesinn póstur af Gisminn » 11 Apr 2012 12:10

Þetta er bara ánægjulegt þar sem ég var virkilega á móti þessari virkjun og taldi henni allt til foráttu og að við hefðum nóg rafmagn samanber þegar 1 virkjun datt út vegna bilunar í túrbínum þá var gamla góð'a Blanda sett á fullt og engin tók eftir neinu og var þá ekki Kárahnjúkavirkjun orðin starfshæf.Eins taldi ég að það yrði aukið sandfok á vorin og fram á sumar sem myndi skemma meira af gróðri og ég hélt líka að þetta myndi skaða mikið heiðargæsina.
En sem betur fer þá virðist ég hafa haft rangt fyrir mér og er það ánægjulegt.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Gæsirnar fíla Hálslón

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Apr 2012 22:33

Maggi, auðvitað varstu hjá Suðurverki, varstu kannski líka hjá þeim á Reyðarfirði þegar þeir voru að vinna við álversbygginguna?
Þá var ég að vinna hjá Securitas og kynntist mörgum snillingum hjá Suðurverki.
Þorsteinn, já það voru margir á móti þessari virkjun en það var mest af vankunnáttu, náttúruverndarsinnar máluðu allstaðar skrattan á vegginn og voru oft með vægast sagt rangar upplýsingar og rangar fullyrðingar í framhaldi af því, skákuðu í því skjólinu að almenningur í landinu þekkti bókstaflega ekkert til þarna og matreiddu sinn "sannleika" ofan í fókið og það merkilega var að flestir hlupu upp til handa og fóta á eftir þessari vitleysu, en engum datt til hugar að tala við okkur heimamennina sem þekktum hvern stein þarna.
Sandfokið þarna er líka sandfok í vatnsglasi, ekki nærri nógu mikið til að skaða gróður eða nokkurn skapaðan hlut yfirleitt, það litla sem fíkur upp á gróið land þarna virkar eins og áburður.
Enda lá það svo sem alltaf fyrir hjá öllum, allavega öllum þeim sem hafa örlítnn "kommon sens".
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Gæsirnar fíla Hálslón

Ólesinn póstur af maggragg » 11 Apr 2012 22:50

Sigurður, já ég var reyndar stutt á Reyðarfirði, eða aðeins tvö úhöld í desember 2005. Þetta var mjög eftirminnilegt að hafa verið þarna og virkilega flott landslag. Hef því miður ekki farið aftur þangað að skoða en við hjónin vorum að vinna þarna saman og höfum lengi ætlað að fara og skoða lónið og svæðið eftir að það varð tilbúið.

En Sigurður, það er yfirleitt þannig að þeir sem sjá minnst af náttúrunni, fara minnst út fyrir mölina telja sig hafa mestra hagsmuna að gæta og hafa vit fyrir þeim sem eiga heima þarna. Auðvitað hefur fólk mismunandi skoðanir og þetta er ekki meginregla en algeng engu að síður. En það er mjög gott að þessar svartsýnu spár hafa ekki gengið eftir hvað áhrif lónsins varðar.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Gæsirnar fíla Hálslón

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Apr 2012 23:07

Vertu velkominn með frúna Magnús, ég ætti að geta hýst ykkur á Vaðbrekku, þar eru svefnpokapláss með aðgangi að fullbúnu eldhúsi.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Gæsirnar fíla Hálslón

Ólesinn póstur af maggragg » 12 Apr 2012 09:50

Þakka þér boðið. Það er spurning að maður fari í haust austur á flakk að skoða svæðið og kannski reyni fyrir sér á heiðagæs í leiðinni ;)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara