Fyrirspurn Guðlaugs Þórs varðandi svartfuglinn og ESB

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Fyrirspurn Guðlaugs Þórs varðandi svartfuglinn og ESB

Ólesinn póstur af maggragg » 15 Apr 2012 19:17

Á morgun verður tekin fyrir fyrirspurn Guðlaugs Þórs um tengsl ESB og friðunar svartfugls.

Fyrirspurnin sem er þingskjal nr. 913, 585. mál.
[center]Fyrirspurn


til umhverfisráðherra um tengsl undirbúnings umsóknar
um aðild að Evrópusambandinu og friðunar svartfugls.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.[/center]

1. Hvenær fékk umhverfisráðuneytið eða stofnanir þess upplýsingar um að lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, nr. 64/1994, væru í grundvallaratriðum ósamrýmanleg fuglatilskipun Evrópusambandsins?

2. Lágu fyrir upplýsingar frá Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun um að til að samræmast löggjöf Evrópusambandsins þyrfti að breyta ákvæðum laga nr. 64/1994 þannig að nýting hlunninda gengi ekki framar friðunarákvæði laga þegar starfshópur um svartfugla var starfandi?

3. Var starfshópurinn beinlínis stofnaður til að gera tillögu um lagabreytingar sem vitað var að væru nauðsynlegar vegna umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu?

4. Hvaða rannsóknir eða upplýsingar eru fyrirliggjandi um að hlunnindanýting hafi afgerandi áhrif á afkomu svartfuglastofna?

5. Hvað eru margir svartfuglar veiddir af eigendum hlunninda og hvar?

6. Hefur ráðherra upplýsingar um að eigendur hlunninda umgangist þessa auðlind þannig að hætta stafi af?

7. Beitir ráðherra þeim úrræðum sem tiltæk eru í lögum til að vernda þessa stofna, t.d. með því að halda í skefjum afræningjum eins og tófu og mink? Ef ekki, af hverju? Hver er þáttur þessa afráns í viðgangi svartfuglastofnsins?
Verður fróðlegt að sjá svar Umhverfisráðherra.

Heimildir: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.p ... 40&mnr=585
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Fyrirspurn Guðlaugs Þórs varðandi svartfuglinn og ESB

Ólesinn póstur af Gisminn » 15 Apr 2012 20:06

Þetta eru flottar spurningar ánægður með hann
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Fyrirspurn Guðlaugs Þórs varðandi svartfuglinn og ESB

Ólesinn póstur af maggragg » 29 Apr 2012 13:35

Þetta komst ekki á dagsskrá síðast en á morgun er þetta aftur komið á dagsskrá og spurning hvort að Svandís svari þessu þá...
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara