Rjúpur óvenju áberandi

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Rjúpur óvenju áberandi

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 10 May 2012 17:45

Ég hef séð óvenju mikið af rjúpnakörrum á óðölum hérna fyrir austan nú í vor, mun meira en undanfarin ár.
Bæði hér á Héraðinu og síðan fór ég norður á Þórshöfn í gær og sá líka nokkra karra við veginn á þeirri leið.
Vonandi gefur þetta góð fyrirheit um rjúpnaveiðina á næsta veiðitímabili að hausti.
Viðhengi
IMG_9408.JPG
Rjúpukarri á óðali nú í vor
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Rjúpur óvenju áberandi

Ólesinn póstur af iceboy » 10 May 2012 18:06

Ég sá líka nokkrar í borgarfirðinum í síðustu viku, og nokkrar undir hafnarfjallinu
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Rjúpur óvenju áberandi

Ólesinn póstur af Gisminn » 10 May 2012 18:28

Það eru góðar fréttir við verðum bara að vona að það verði gott veður þegar þeir ákveða að telja ;)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Padrone
Póstar í umræðu: 1
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Rjúpur óvenju áberandi

Ólesinn póstur af Padrone » 11 May 2012 09:44

Frábærar fréttir.

Kemst loksins á veiðar eftir nokkura ára bið vegna búnaðaskorts.
En það verður rjúpa í jólamatinn þetta árið, loksins getur maður eldað og gefið familíunni að smakka á þessum guðdómlega herramannsmat.

Gætum hófs í veiðum.
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

Garpur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:88
Skráður:26 Mar 2012 17:50
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Rjúpur óvenju áberandi

Ólesinn póstur af Garpur » 11 May 2012 10:39

Sælir,það hefur verið' mikið af rjúpu hér, austan vatna allavega. Samt svolíði svæðaskift en snjóalög hafa örugglega haft eitthvaðð um það að segja.
Mér sýnist þetta lofa góðu ef að hretið drepur ekki allan varpfugl.

kv Garðar
Kv. Garðar Páll Jónsson

Svara