Helsingjaumræðan

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Helsingjaumræðan

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 10 May 2012 18:24

Nokkur umræða hefur orðið í þjóðfélaginu varðandi urmul helsingja á túnum á norðanverðu landinu og hvort leyfa eigi veiðar á honum þegar hann hefur viðdvöl á landinu á leið til Grænlands á varpstöðvarnar.
Ég ætla svo sem ekki að úttala mig um hvort leyfa eigi vorveiðar á gæsfuglum. Engu að síður eru gæsfuglar að valda miklu tjóni á túnum og ökrum og spurning um hvernig helst á að verjast því.
Það er mjög slæmt að hafa þúsundir helsingja í túnunum þegar gróðurinn er að lifna og þeir klippa allan nýgræðing niður við rót, þann sem þeir á annað borð rífa ekki upp með rótinni.
Túnin eru viðkvæmust einmitt á vorin, þegar gæsir og nú helsingjar eins og fram hefur komið í fréttum, flykkjast í þúsundum inn á túnin og bíta þau og róta í flögum.
Túnin eru ekki nærri eins viðkvæm eftir slátt á sumrin þegar gæsirnar fara að koma þangað eftir sáratímann til að fita sig fyrir flugið úr landi, þá er líka hægt að verjast þeim betur sem og er gert með veiðunum, þá er ágætur kostur að leyfa veiðmönnum að skjóta gæsir á túnunum til að minnka ágang þeirra.
Þetta er ekki hægt á vorin þegar túnin eru viðkvæmust vegna veiðbanns gæsfugla á þeim tíma.
Ég talaði við gildan bónda í Skagafirði ,,hinn mikla hvíta héraðshöfðingja", hann sagði mér að helsingjarnir væru þúsundum saman í byggakrinum sem hann var nýbúinn að sá til og hafði nokkrar áhyggjur af afdrifum þeirrar ræktunar, sem er skiljanlegt í meira lagi.
Það mundi hjálpa þeim sem erja landið ef leyft væri að skjóta á gæsfugla sem flykkjast í tún og akra og eta þar allt sem tönn (goggur) á festir jafnóðum og það vex upp úr foldinni.
Ég er ekki að tala um paraðar gæsir í þeim efnum, heldur þessa hópa geldfugla sem flykkjast á túnin þúsundum saman á vorin, mér finnst allt i lagi að skjóta á geldfuglinn, hann er ekki að fjölga veiðifuglum á næsta veiðitíma og mér finnst allt í lagi að taka forskot á sæluna hvað varðar veiðar á þeim.
Síðan er hægt að leyfa aðeins veiðar með stærri rifflum á þessum tíma til að auka fælingamátt þessarra veiða, banna haglabyssur sem hægt er að stráfella með ef ber vel í veiði og litla riffla.
Varpgæsirnar er auðvelt að þekkja úr, þær eru paraðar, ætíð tvær og tvær saman og ekki í stórum hópum, síðan setjast þær upp á varpsvæðin fljótlega eftir komuna til landsins og eru ekki eins mikið að þvælast á ræktarlöndum eins og geldfuglinn sem er þar í stórum hópum oft fram á sumar.
Viðhengi
IMG_9387.JPG
Þessir höfðu vit á að forða sér
IMG_9387.JPG (81.5KiB)Skoðað 1290 sinnum
IMG_9387.JPG
Þessir höfðu vit á að forða sér
IMG_9387.JPG (81.5KiB)Skoðað 1290 sinnum
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 10 May 2012 18:33, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Helsingjaumræðan

Ólesinn póstur af Gisminn » 10 May 2012 18:31

Sammála þessu og hér er smá viðbót sem styður skagarfjarðar bóndann
http://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=8779
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Hrafnjo
Póstar í umræðu: 1
Póstar:55
Skráður:03 Jan 2011 17:33

Re: Helsingjaumræðan

Ólesinn póstur af Hrafnjo » 11 May 2012 08:36

Sælir

Eins má ekki gleyma álftinni, það er nú ekki minni vargur!
Áhugaverð hugmynd að leyfa eingöngu stóra riffla.
Kveðja,
Hrafn Jóhannesson

Garpur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:88
Skráður:26 Mar 2012 17:50
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Helsingjaumræðan

Ólesinn póstur af Garpur » 11 May 2012 10:44

Sælir, ríkisbatteríð gæti sett upp leyfiskerfi þar sem leyfii væru seld og ágóðinn notaður til rannsókna.
Allavega finnst manni að þeir fuglar sem eru hér í Skagfirði þyldu það að einn og einn yrði tekin úr hópnum.
Margir bændur eru í alvarlegum vandræðum út af álftinni og ég veit til þess að þeir hafa verið að reyna að fá menn til að fæla fuglinn frá.

kv Garðar
Kv. Garðar Páll Jónsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Helsingjaumræðan

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 May 2012 11:18

Já álftin er algert skaðræði á ræktuðu landi, hún getur étið ótrúlega mikið, slagar hátt í það sem rolla étur. Álftin nauðkroppar og ef grunnar tjarnir myndast gerið hún holur í botninn á þeim sem standa eftir þegar tjarnirnar þorna og eftir stendur stórskemmt túnið.
Það eru hins vegar nær eingöngu geldfuglar sem safnast saman á ræktuðu landi, paraður varpfuglinn fer yfirleitt beint á hreiðurstað.
Ég hef vitað til þess að hópar af geldfuglum tugum saman hangi á túnum fram í júni, það er oft fátt til bjargar í stöðunni, annað en taka fram riffilinn.
Mér finnst allt í lagi að leyfa veiðar á þessum fuglum, álftin er ekki eins gæf og hún sýnist, dæmi eru um að hún hafi drepið kindur sem álpast of nálægt hreiðri þeirra.
Hún verður líka ljónstygg ef farið er að skjóta á hana af einhverju ráði.
Ég hef líka séð álftarpar smala stórri hreindýrahjörð langar leiðir frá hreiðri sínu eftir að dýrin hættu sér of náægt hreiðri þeirra. Það var frekar auðvelt fyrir álftirnar að reka dýrin á undan sér, þau voru dauðhrædd við álftirnar og hlupu undan þeim eins og skotið hefði verið á þau.
Viðhengi
IMG_9475.JPG
Ein gömul og gul um hálsinn
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara