Hrafn

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:
Hrafn

Ólesinn póstur af iceboy » 14 May 2012 19:32

Ég er nú staddur í vinnunni og þar var ég að rölta eftir dekkinu í rólegheitum og allt í einu sé ég hrafn hoppandi eftir dekkinu.
Ég hélt í fáfræði minni að hrafninn væri staðbundinn og væri ekki að þvælast langt en þessi er kominn vel yfir 200 km frá landi.
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hrafn

Ólesinn póstur af Gisminn » 14 May 2012 21:02

Gaman af því spurning hvort hann hafi hrakist svona út á sjó og tekið svo stefnu á eitthvað ?
Hver veit
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hrafn

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 14 May 2012 21:23

Já ég hélt að hrafnar væru hálf hræddir við vatn, mér hefur alla vega virst þeir vilja hafa fast land undir fótum!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Hrafnjo
Póstar í umræðu: 1
Póstar:55
Skráður:03 Jan 2011 17:33

Re: Hrafn

Ólesinn póstur af Hrafnjo » 15 May 2012 09:28

Enda er Hrafninn ósyndur, ef maður skýtur hann við fjöruna og hann lendir í sjónum þá drukknar hann. Þetta er allavega mín reynsla af þessum annars afbragðsgáfaða fugli.
Kveðja,
Hrafn Jóhannesson

Svara