Rjúpan

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós
Rjúpan

Ólesinn póstur af Gisminn » 17 May 2012 14:05

Jæja nú virðast talningarnar á rjúpu vera yfirstaðnar og það sem ég hef heyrt er að það sé 50% fækkun þvert á það sem ég hef séð af rjúpu.
Svo miðað við fyrri reynslu þá er það ekki vegna aðstæðna að ekki sáust fleyri karrar heldur er þetta veiðum að kenna og spurning hvernig Skotvís og veiðimenn taki á þessu þar sem það er gefið að Ólafur kr mælir með friðun vegna þess að það þurfi að rannska rannsóknina sem gaf sterklega til kynna að rannsóknar væri þörf á rannsóknini þar á undan en rannsóknin sýni jú að og svo framvegis.
Bara fyrirgefið ég er bara svo þreyttur á þessari aðferðarfræði sem engu skilar nema pening í vasa líffræðings.
eins og Keli bóndi í Fljótsdal orðaði það. Aldrei láta líffræðing rannsaka hlutina
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 1
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Rjúpan

Ólesinn póstur af Bowtech » 17 May 2012 15:16

En ætli að tíðarfarið undanfarið sé ekki að setja stórt strik í reikningin í þessu. En svo er spurning hvernig þetta er annarsstaðar..
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Rjúpan

Ólesinn póstur af skepnan » 17 May 2012 18:01

Það sem Steini á við er að þegar ég var að læra fiskeldisfræðinginn þá var yfirmaður minn líffræðingur og sagði mér að ég ætti aldrei að ráða líffræðing í fiskeldi. Ástæðan: líffræðingur kemur inn í stöðina og finnur eitt dautt seiði, þetta finnst honum merkilegt og rannsakar í þaula. Daginn eftir sér hann þrjú dauð seiði og sperrist nú við og rannsakar þetta, kryfur og skrifar niður punkta. Daginn eftir eru 150 dauð seiði og hann tapar sér af gleði og kryfur þau öll og rannsakar, gerir tilraunir og allt langt fram á morgun. Daginn eftir eru þúsund dauð seiði og líffræðingurinn ræður sér ekki af kæti, þetta þarf nú aldeilis að rannsaka. Hann kallar til tvo aðra líffræðinga og fjóra aðstoðarmenn og þeir fara allir í að rannsaka seiðin í bak og fyrir. Daginn eftir eru öll seiðin í stöðinni dauð og líffræðingurinn sér fram á að geta skrifað heila bók um rannsóknir sínar á seiðunum.
Fiskeldisfræðingur aftur á móti sér eitt dautt seiði og hugsar ókei eðlileg afföll. Daginn eftir eru þau þrjú og hann lítur betur ofaní kerið og skoðar litinn á seiðunum, sér hvað þau eru dekkri en vanalega, hugsar þetta er súrefnisskortur og skrúfar fyrir heita vatnið, málið leyst.
Legg áherslu á það að þetta var líffræðingur sem að kenndi mér þetta, að líffræðingar einblína oft of mikið á rannsóknina en ekki orsök og afleiðingar :lol:

Þessi fyrirlestur var í boði bóndans :ugeek:

kveðja keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Rjúpan

Ólesinn póstur af Gisminn » 18 May 2012 11:32

Takk Keli
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara