Heiðagæsin og hálsalón

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
Padrone
Póstar í umræðu: 6
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur
Heiðagæsin og hálsalón

Ólesinn póstur af Padrone » 18 May 2012 10:40

Svona fyrir þá sem hafa áhuga á þessu

http://www.sjalfbaerni.is/austurlandsve ... idagaesir/
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Heiðagæsin og hálsalón

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 May 2012 11:09

Já það var þráður hérna um þetta fyrir stuttu síðan!

fuglar/gaesirnar-fila-halslon-t278.html

Þetta er svosem það sem þeir sem búa á svæðinu og fylgdust með gæsavarpinu þarna aukast jafnt og þétt spáðu, gæsavarp hefur tilhneigingu til að aukast þar sem gæsirnar komast á vatn, fyrir lón höfðu þær Jókulsána sem rann út Hálsinn vestast á Vesturöræfum, síðan eru Þorláksmýrar upp með Sauðá norðan við jókulsána, nú Hálslón.
Nú hafa gæsirnar stórt lón til að ,,spóka" sig á, það bara eykur varpið.
Viðhengi
IMG_9330.JPG
Heiðagæsin stefnir alltaf á vatnið hafi hún á annað borð vatn í sjónmáli og verði fyrir styggð.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Padrone
Póstar í umræðu: 6
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Heiðagæsin og hálsalón

Ólesinn póstur af Padrone » 18 May 2012 11:16

Já það var einmitt útf honum sem ég setti þetta inn.
Rannsóknir sem staðfesta kenningar og tilgátur.
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Heiðagæsin og hálsalón

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 May 2012 11:19

Takk fyrir það Árni Vigfús Padrone :)
Það eru líka rannsóknir um hreindýrin á sömu síðu :!:

http://www.sjalfbaerni.is/austurlandsve ... ndyr/#tab1
Viðhengi
IMG_9310.JPG
Svona líta tarfarnir og ungu gelddýrin út um þessar mundir.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Heiðagæsin og hálsalón

Ólesinn póstur af Gisminn » 18 May 2012 11:30

Ég las þessa skýrslu og mér sýnist þatna vera skólabókar dæmi hvernig eigi að standa að rannsókn eða vöktun. Það koma upp aðstæður (hret,ófærð) og eru þær bara taknar fram og auka afföll mikil reyndar völdum einmitt hretsins og mynd af aðstæðum. Þetta er skýrsla sem erfitt er að hrekja ;)
Ég er ánægður með að hafa rangt fyrir mér með fækkun af völdum virkjunarinnar.Ég er ánægður fyrir Heiðargæsina að hafa það gott þarna og fjölga og ég er ánægður sem skotveiðimaður :lol:
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Padrone
Póstar í umræðu: 6
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Heiðagæsin og hálsalón

Ólesinn póstur af Padrone » 18 May 2012 12:09

Þetta er einmitt það sem er gott að heyra. Að menn séu ánægðir frá öllum sjónarmiðum.

Hvernig er það þarna í kringum Hálslón, verður þetta ekki bara troðið af skyttum í haust eða er þetta land í einkaeign?
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Heiðagæsin og hálsalón

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 May 2012 12:26

Það er búin að vera mikil gæs þarna undanfarin ár en ekki verið troðið af skyttum samt sem áður. Það er erfitt að veiða þarna lónið er svo stórt að gæsin virðist alltaf finna sér nýja og nýja vík til að vera í, og velur einmitt víkina sem veiðmennirnir liggja ekki við.
Það er erfitt að veiða með riffli þarna líka heiðagæsin þarna er svo stygg. Heyrði einhverntíman af mönnum sem voru á bát á veiðitíma og þeir veiddu þokkalega.
Landið er í einkaeign Valþjófsstaðakirkju að austanverðu, var úrskurðað þjóðlenda í þeim slag en er eftir sem áður byggt valþjófsstaðaklerki og bóndanum á Valþjófsstað sem hefur hálfa jörðina á leigu að óskiptu. Það hefur ekki verið amast við veiðum þarna á öræfunum hingað til.
Vesturbakkinn var í eigu Brúar á Jökuldal en var úrskurðað þjóðlenda í sama slag og áður var nefndur.
Viðhengi
IMG_1766.JPG
Frá Hálslóni, Innri Kárahnjúkur fjær, Sandfell nær.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Padrone
Póstar í umræðu: 6
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Heiðagæsin og hálsalón

Ólesinn póstur af Padrone » 18 May 2012 17:21

Þannig að hver sem er má veiða þarna?

Var það ekki þannig með þjóðlendurnar?
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Heiðagæsin og hálsalón

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 May 2012 18:38

Nei það var ekki þannig með þjóðlendurnar, það er ekki sjálfgefið að megi veiða þar. Til dæmis er Snæfellsþjóðgarður allur innan þjóðlendu, engu að síður voru veiðar bannaðar í hluta hans, til dæmis.
Eins og ég sagði hér að ofan hafa Valþjófstaðaklerkur og Valþjófsstaðabóndi látið veiðar óátaldar í landi Valþjófsstaðar fyrir þjóðlenduúrskurðinn.
Þó landið væri úrskurðað þjóðlenda breyttist ekki ábúðarréttur klerksins og bóndans á Valþjófsstað, við þjóðlenduúrskurðinn færðist eignaréttur á þessum huta Valþjófsstaðalands milli vasa og ráðuneyta hjá ríkisvaldinu, frá eignum kirkjunnar og kirjumálaráðuneitinu til almennrar eignar ríkisins og fjármálaráðneytisins en ábuðarrétturinn breyttist ekki.
Hins vegar hafa þessir ábúendur á Valþjófsstað alltaf látið veiðar þarna óáreittar, þannig að hver sem er má veiða þarna.
Hinumegin við ána þar sem eignarétturinn færðist frá Brú til ríkisins við þjóðlenduúrskurðinn, hafa veiðar ekki verið bannaðar, en þær hafa ekki verið leyfðar heldur, svo það er spurning hvort má veiða þar, það hefur ekki myndast hefð á veiðum þeim megin.
Síðan á Landsvirkjun lónið eftir að það varð til og hefur ekki bannað veiðar á því.
Viðhengi
IMG_6690.JPG
Það væri ekki amalegt að stunda veiðar á spegilsléttu lóninu, sem er orðið glæsilegt fjallavatn
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Padrone
Póstar í umræðu: 6
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Heiðagæsin og hálsalón

Ólesinn póstur af Padrone » 18 May 2012 19:30

Þannig að til að vera 100% löglegur þá þarf maður leyfi frá Brú, Valþjófsstöðum eða Landsvirkjun eftir því hvar maður ætlar að veiða?

Bara að átta mig á þessu, nýgræðingurinn =D
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Heiðagæsin og hálsalón

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 May 2012 21:53

Nei, ekki frá Brú, það er búið að dæma landið af þeim, þar er við ríkið að eiga.
Já Valþjófsstaðarbóndi og klerkur hafa ábúð á landinu svo samkvæmt bókinni þyrfti leyfi hjá þeim en eins og ég sagði hér ofar hafa þeir ekki bannað veiðar þar hingað til og það mundi örugglega fréttast ef þeir gerðu það!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Padrone
Póstar í umræðu: 6
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Heiðagæsin og hálsalón

Ólesinn póstur af Padrone » 18 May 2012 22:39

Flotter ... þá getur maður verið nokkuð öruggur á þessu svæði... EF maður hittir á rétta pollinn/víkina
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

Svara