Síða 1 af 2

Fuglar í fréttuum

Posted: 06 Jun 2012 13:04
af Veiðimeistarinn

Re: Fuglar í fréttuum

Posted: 06 Jun 2012 13:58
af Gisminn
Hehe hinn nýi bitvargur :-)

Re: Fuglar í fréttuum

Posted: 09 Jun 2012 09:54
af Veiðimeistarinn
Jæj kannski er lundinn að koma til.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/ ... _gledjast/

Re: Fuglar í fréttuum

Posted: 11 Jun 2012 07:44
af Veiðimeistarinn
Það eru ekki allar fréttir slæmar fréttir.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/ ... n_i_fyrra/

Re: Fuglar í fréttuum

Posted: 29 Dec 2012 10:58
af Veiðimeistarinn
Ætli næsta mál á dagskrá verði ekki að setja hann á válista?
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/ ... _fra_1960/
Varla friða þeir hann nú alveg strax!

Re: Fuglar í fréttuum

Posted: 29 Dec 2012 11:13
af E.Har
Skv svartbók þá á að friða flesta máva!

Talningin fer fram á suðvesturhorninu, hvað hefur breyzt?
A hætt er að henda slógi í sjóinn.
B Búið að byrgja öskuhaugana.
C Sílamáfur kominn í mikklu magni og er að bola svarbaknum burt.

Svarið, þetta er veiðum að kenna enda rettast að banna þær! :lol:
Og svo ja þið veiðið hvort sem er svo lítið af mávum og étið þá ekki svo við skulum bara friða þá alla!

Ný villidýralö veða stórhættuleg! :(

Re: Fuglar í fréttuum

Posted: 04 Jan 2013 11:52
af Veiðimeistarinn
Það kviknar stundum smá ljós í myrkrinu :D
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/ ... r_gaesina/
Verst að heiðagæsin er alveg að éta okkur út á gaddinn hérna fyrir austan.
Henni hefur fjölgað svo mikið með tilkomu Hálslóns og virkjanaframkvæmdana við Kárahnjúka!

Re: Fuglar í fréttuum

Posted: 04 Jan 2013 18:14
af Stefán_Jökull
Veiðimeistarinn skrifaði: Verst að heiðagæsin er alveg að éta okkur út á gaddinn hérna fyrir austan.
Henni hefur fjölgað svo mikið með tilkomu Hálslóns og virkjanaframkvæmdana við Kárahnjúka!
Getur það virkilega verið að villt dýr í náttúru Íslands valdi búsifjum? :o :lol:

Hvernig er álftin hjá ykkur? Hér má ekki á milli sjá á vorin, hvor er meiri hákur, álftin eða gæsin.

Re: Fuglar í fréttuum

Posted: 04 Jan 2013 18:31
af iceboy
Það er sko nóg af álftakvikindunum fyrir austan.
Það eru oft flokkar með um 2-300 álftum í á túnunum, algjör plága

Re: Fuglar í fréttuum

Posted: 05 Jan 2013 21:28
af sindrisig
Sælir og gleðilegt árið.

Veit einhver hve mikið fullorðin gæs étur af grasi/gróðri yfir sumarið? Þarf 5 gæsir til að ná sumarlambi eða???

Það væri fróðlegt ef einhver hefur slíka tölu í farangrinum og er til í að deila henni með hinum forvitnu.

Re: Fuglar í fréttuum

Posted: 05 Jan 2013 21:49
af Stefán_Jökull
Landbúnaðarráðunautur austur á Hornafirði (minnir mig) tók saman skemmdir á túnum og girðingum af völdum gásfugla og hreindýra í fyrra eða árið þar áður.
Skemmdirnar hlupu á hundruðum þúsunda í korni, grasi og girðingum.

Re: Fuglar í fréttuum

Posted: 05 Jan 2013 22:08
af iceboy
Ég veit ekki hversu mikið gæsin étur en ég hef oft heyrt að álftin éti á við 3 rollur. Sel það ekki dýrara en ég keypti það en ég veit það að við vorum með glæný tún fyrir 4-5 árum, þar settust að liklega 300 álfta hópur.
Þegar við loksins losnuðum við þessi kvikindi úr túninu þá var grasið svo nagað að ég er viss um að þú nærð ekki að slá grasið það stutt með garðsláttuvélinni þinni.

En ég hef ekki heyrt hversu mikið gæsin étur en það er alveg hellingur, hrikalegt að sjá hvernig þær fara með túnin, og svo er hrikalegt að sjá hvernig móarnir líta út á fljótsdalsheiðinni.

Re: Fuglar í fréttuum

Posted: 05 Jan 2013 23:15
af Veiðimeistarinn
Ég heyrði einhverntíman sagt að ein gæs æti á við eina rollu, það getur svo sem vel passað þetta gengur hratt í gegn um þær og illa melt niður af þeim.
Þá getur passað að álft éti á við þrjár rollur eins og Árnmar segir.

Re: Fuglar í fréttuum

Posted: 06 Jan 2013 00:17
af Sveinbjörn
Einn félagi minn er uppá tækjasamur kokkur og þegar honum áskotnaðist álft sem hafði Flogið á streng tók hann sig til og eldaði. Álftinn er nokkuð drjúg og af henni koma álftabuff, Villibráðarpate, Grafnar bringur og það sem toppaði þetta allt var Álfta-Pastasósa að Ítölskum hætti. Viðeigandi Rauðvín, pasta og brauð. Það má segja að þar hafi þeirri þjóðsögu verið hnekkt að þetta væri óætur og ólseigur fugl. Hafði þetta í huga ef svo ólílega vill til að Álftir lendi á línu í ykkar sveit

Verði ykkur að góðu

Re: Fuglar í fréttuum

Posted: 06 Jan 2013 02:12
af sindrisig
Þær eru nefnilega helvíti drjúgar, hef grun um að þessum grasbítum hafi fjölgað þetta mikið síðustu 30 ár vegna minni samkeppni við sauðféð. Þetta er auðvitað bara tilfinning og engin vísindi á bakvið til að staðfesta þennan grun.

Heyrði af einum bónda í Tungunum sem fullyrti að það hefði farið einn sláttur í gæsina á síðasta ári. Hann fékk einum slætti minna af því stykki sem gæsin sat á um vorið miðað við hin tvö við hliðina.

Re: Fuglar í fréttuum

Posted: 06 Jan 2013 18:42
af skepnan
Sælir, það versta við álftir og gæsir líka er það að þegar þær "bíta" gras, þá rífa þær oft rótina upp með. Sérstaklega á þetta við í nýgræðlingi þar sem grasrótin hefur ekki myndað sterkt, samgróið torf. Já og álftin er verri í þeim efnum.

Kveðja Keli

Re: Fuglar í fréttuum

Posted: 07 Jan 2013 19:51
af Stefán_Jökull
Já, álftin er öllu verri, því hún bælir líka meir en gæsin, ætli hún bæli ekki eins og veturgömul ær.

Re: Fuglar í fréttuum

Posted: 10 Jan 2013 07:57
af Veiðimeistarinn
Ja hérna hér, allt er nú til :shock:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/ ... nordfirdi/
Nánar í Morgunblaðinu á blaðsíðu 4 í dag!

Re: Fuglar í fréttuum

Posted: 16 Jan 2013 10:52
af Veiðimeistarinn

Re: Fuglar í fréttuum

Posted: 16 Jan 2013 17:41
af Gisminn