Fækkun í rjúpnastofninum?

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Fækkun í rjúpnastofninum?

Ólesinn póstur af maggragg » 06 Jun 2012 17:22

http://mbl.is/frettir/innlent/2012/06/0 ... allt_land/

„Samandregið fyrir öll talningasvæði var meðalfækkun rjúpna 25% á milli áranna 2011 og 2012. Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins mun liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri rjúpna, afföllum 2011 til 2012 og veiði 2011. Miðað við fyrri reynslu mun fækkunin halda áfram og rjúpnastofninn verða í lágmarki á árabilinu 2015 til 2018 og næsta hámark yrði 2020 til 2022,“

Samkvæmt þessu má búast við friðun í haust, eða hvað?

Mynd
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Fækkun í rjúpnastofninum?

Ólesinn póstur af iceboy » 06 Jun 2012 17:34

Það er bara að panta sér veiði erlendis á þessum tíma, það verður engin rjúpnaveiði
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Fækkun í rjúpnastofninum?

Ólesinn póstur af Gisminn » 06 Jun 2012 17:47

Og það versta var að á mínu svæði sáust síðan miklu fleiri karrar rúmri viku síðar en talningin var og haft var samband við Óla og boðið að telja aftur og sagði hann bara þvert nei og fyrri talning myndi gilda.
En þetta varð kveikjan af þessum pisli hér og hef ég ekkert skipt um skoðun.
fuglar/rjupan-t363.html
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Fækkun í rjúpnastofninum?

Ólesinn póstur af maggragg » 06 Jun 2012 20:06

Það er óþolandi þegar vísindamenn horfa í gegnum rör eins og virðist oft vera með líffræðinga. Sammála þér með þetta Þorsteinn
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Fækkun í rjúpnastofninum?

Ólesinn póstur af Gisminn » 06 Jun 2012 21:28

Takk vinur en ég hef verið dálítið að fylgjast með hvernig þeir í Noregi standa að þessu og þar myndi mér ekki detta í hug að rengja veiðiálagið sem yrði gefið út.
Sérþjálfaðir talningarmenn, sérþjálfaðir hundar og landið nánast allt tekið eins og það leggur sig.
Stofnkostnaðurinn er örugglega mikill að koma upp þjálfuðum leitarmönnum og hundum en eftir það væri það aðalega x kostnaður vegna viðhaldþjálfana hunda og laun leitarmanna eftir því sem við á.
En ef dæmið yrði skoðað þá væri það líklega ekki dýrara en varið er í rjúpnarannsóknir í dag.
Er það ekki um 13 miljónir þetta árið og á síðustu 20 árum hef ég heyrt töluna nálægt 130 miljónum.
Og ef maður vill vita hvað komið hefur úr þessum rannsóknum þá er það frekar rýrt en fullt af rannsóknum sem vísa í rannsóknir. Sá pakki sem ég hef stundum vísað í með flækjustigi og fleira.
það vantar svo sárlega að rannsókninar séu kláraðar í staðin fyrir eins og við Sigurður komum inná að byrja rannsókn með fyrirframm ákveðinni niðurstöðu og ef niðurstaðan virðist ekki stemma við upphaflegu niðurstöðuna þá er beigt af og eitthvað annað rannsakað með örugglega nýrri u begju og svo koll af kolli.
Kannski eftir einhverja tugi miljóna í viðbót kemur út svaka doðrantur um rjúpuna og í honum er allt um rjúpuna og ekkert eftir að rannsaka eða véfengja hver veit.
En þangaðtil vantar niðurstöður úr öllum þessum rannsóknum.
Ég efa það ekki að blessuð rjúpan er undir miklu álagi um þessar mundir og ég hef séð miklar sveiflur frá því ég hóf rjúpnaveiðar þá 14 ára gamall en það þótti þá ekkert tiltökumál oft skuttlaði pappi mér að fjalli og sótti mig að kveldi og man séstaklega eftir einum góðum degi þá 15 ára gamall þar sem ég hafði skotið um 60 rjúpur og beið í Langardalnum við veiginn að löggan átti leið hjá og stoppaði og spurði um aflatölur og lyfti ég upp kippunum ánægður og montinn.Lögreglumennirnir brostu og samglöddust mér og spurðu hvort pabbi kæmi og sækti mig. Játaði ég því og þá kvöddu þeir með þeim orðum hvort ég vildi ekki leggja byssuna í grasið en ekki halla henni svona að girðinguni svona svo engin yrði pirraður en ætti leið hjá.
Þetta var í þá gömlu góðu. En þá hafði maður mánuði til að fara á rjúpu og maður valdi bara góðviðrisdaga alveg stresslaus og sá aldrei aðra skyttu enda voru fáir þá að stunda þetta en magnið var mikklu meira.3-400.000 rjúpur skotnar á ári og alltaf nó til.
Hvað hefur breyst ? í dag eru mikklu fleiri skyttur en ekki skotið nema 31-36.000 fuglar og stofninn mínkar að sögn sérfræðingsinns.
ég sem mikill náttúru unnandi er með kenningu um vandamálið en hún er ekki í samræmi við þekkt viðmið. Vandamálið er svakalega margþætt en margt smátt gerir eitt stórt.
1. Veðurfarið er að breytast og gróðurinn og allt með og páskahretið er stundum farið að skella á rjúpuni í varpi.
2.Varg sem herjar á rjúpu hefur fjölgað gríðarlega.Refir sem töldu um 4-6000 dýr fyrir 10-15 árum eru nú 10-12000 dýr, Svartbak og sílamáv og öðrum mávategundum hefur verið beint í móann á rjúpnaslóð þar sem þeir þurftu ekki flestir að gera fyrir 15 árum þá höfðu þeir óheftan aðgang að fiskiúrgangi og öðru rusli sem nú er búið að birgja.
3. Beitarálagi sauðfjár er öðruvísi háttað og það er fyrr slept upp í fjall eins og það er stundum kallað í heima högunum en þessi ágangur hefur örugglega áhrif á varp og ef beitarálag er mikið þá er spurning hvenær gróðurinn snýst til varnar og myndar "eitur" í einhverju formi.
4.Mannskepnan er ekki saklaus og hefur verið að ræsta fram mýrar og móa og þrengja að öllum mófuglum.
5.Þessi stórárás veiðimanna í 9 daga eða átján eru örugglega svakalegt sjokk á stofninn.
6. Rjúpan á ekkert griðland lengur vegna þessara flottu breyttu bíla okkar.
Mig mundi ekki finnast það stórmál að fara upp á Hveravelli á rjúpu sem mér hefði ekki dottið í hug að reyna fyrir 20 árum bara svona svo ég nefni eitthvað dæmi um hvað ég meina.
7.Sníkjudýraflóran á örugglega betur uppdráttar í þessum hlýindum en þegar var kaldara.
8. fyrir 20 árum byrjaði rjúpnaveiðitímabilið fyrr og ég held en get ekki sannað að flestir hafi þá farið af stað og skotið aumingjana sem hvort sem var hefðu drepist en í dag erum við að skjóta eftir nátturulegu afföllin.
Þessi 8 liður er svona hugleiðing en ekki eins mikil staðhæfing og hinar.
Og ástæðurnar eru örugglega fleiri en þessar eru þær stærstu.
Afsakið svo stafsetninguna þar sem við á ég er svakalega ritblindur.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Fækkun í rjúpnastofninum?

Ólesinn póstur af maggragg » 06 Jun 2012 22:07

Sammála þessum 8 punktum. Það er reyndar 9. punkturinn sem ég hefði viljað láta rannsaka betur en Norðmenn eins og þú vísar í hafa sýnt það í rannsóknum ( hef ég heyrt) að girðingar taki stórann toll af rjúpunni. Þetta vita Samar og fara á undan tófunni á morgnana og tína rjúpur meðfram girðingum. Refurinn og annar vargur er fljótur að læra og stundar þetta líklega snemma á morgnanna, og það eina sem menn sjá eru tófuför meðfram girðingu. Þetta hef ég grun um og hef heyrt frásögn af manni sem horfði á nokkrar rjúpur fljúga á girðingu fyrir framan sig og drepast á skömmum tíma hér heima. Hversu margar girðingar eru á hálendinu, og hversu stór hluti er aflagðar girðingar?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Fækkun í rjúpnastofninum?

Ólesinn póstur af Gisminn » 06 Jun 2012 22:33

Alveg rétt um leið og þú nefndir það hef ég heirt af þessum afföllum í girðingum
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara