Jákvæða hornið

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós
Jákvæða hornið

Ólesinn póstur af Gisminn » 07 Jun 2012 13:38

sælir þar sem ég hef pínu verið á neikvæðu nótunum undanfarið vil ég bara þakka öllum umburðarlyndið og að hafa virt skoðanir mínar og vona ég að ég geti launað það til baka með sömu virðingu fyrir ykkar skoðunum :)
En að öðru og þessvegna setti ég þetta hér undir þennan flokk 8-)
Ég hef verið í mikilli hreinsun ásamt öðrum góðum manni hér við að fækka sílamáv og svartbak og gengið bara nokkuð vel að mér finnst og nú er ég hér á Blönduósi og það er sama hvert ég lít.
Alstaðar eru litlir dúnhnoðrar sem heita gæsarungar og mjög fáir fljúgandi afræningar að hrella þá :lol:
Stórir laxar að veiðast í Blöndu og hef séð 3 rjúpur á hreiðrum innan bæjarmarka í örygginu hér.
Góðar stundir
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:101
Skráður:18 Feb 2012 17:10

Re: Jákvæða hornið

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 07 Jun 2012 15:44

flott steini búinn að vera aðeins virkur við það úti á sjó líka flott að nota tímann og testa skot fyrir gæsina í haust :-)
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Jákvæða hornið

Ólesinn póstur af maggragg » 07 Jun 2012 17:13

Þeir eru flottir veiðimennirnir sem gera eitthvað á móti til að þakka fyrir sig :) Eins og að fækka vargi en ég tek hattin ofan fyrir þér með þetta. Ég var einmitt að ræða við félaga minn áðan um að gera eitthvað í þessum máva málum hér hjá okkur en það er orðið of mikið af honum. Vona að ég geti gert eitthvað í því. Hef einnig verið með minkagildrur og tekið nokkra. Það þýðir að nokkrir tugir anda hafa komist á legg. Ég vildi sjá fleirri veiðimenn stunda eitthvað svona. Ekki bara taka heldur gefa eitthvað líka :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:101
Skráður:18 Feb 2012 17:10

Re: Jákvæða hornið

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 07 Jun 2012 20:16

já Magnús fínt að æfa sig svona úti á sjó búinn að komast að því td að 36gr skotin frá fiocchi drepa svartbakinn auðveldlega á 45-60m á meðan eley 42 á sama færi hrista fuglana bara og það þarf 2-3 skot á þá er reyndar ekki sá allra hittnasti en allt að koma aftur hjá mér hehe og svo eftir að maður fer aftur á sjó þá þarf ég að testa betur skotin frá hull var með 32gr stál frá þeim sem voru að koma slatti vel út tek með annan pakka til að bera saman við hlað og fiocchi :-)
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Jákvæða hornið

Ólesinn póstur af skepnan » 07 Jun 2012 20:42

Bergþór, bara ekki nota full eða imp. modified með stálhögglunum :o
Samkvæmt MANUAL-inum sem að þú ert örugglega búinn að henda :lol: þá er þetta algert nono :x

Kveðja Keli Manual-isti :ugeek:
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Jákvæða hornið

Ólesinn póstur af E.Har » 20 Jun 2012 10:23

Rjúpan farin að verpa í hólmum og bæjum.
Hún er klóka að stinga rebba af svoleiðis. :D

Svo er gott veður og 8-)
Gæs að fjölga. :P
Æti virðist vera að aukast í sjónum ;)
Svartfugl og rita pattaraleg fyrir vestan 8-)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Jákvæða hornið

Ólesinn póstur af Gisminn » 20 Jun 2012 10:36

Já og laxinn kemur stór og vel haldin úr sjó :D
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara