Gæsatímabilið hafið. Góða veiði!

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Gæsatímabilið hafið. Góða veiði!

Ólesinn póstur af maggragg » 20 Ágú 2010 13:00

Þá er gæsaveiðitímabilið hafið. Endilega deilið sögum af gæsaveiðinni hérna.

Tekið af vef umhverfisstofnunnar:

Veiðitímabil á grágæs og heiðagæs hefst í dag föstudaginn 20. ágúst. Helsingja er leyfilegt að veiða frá 1. september utan Skaftafellssýslna en þar má ekki veiða helsingja fyrr en 25. september. Tilgangur friðunar á helsingja í Skaftafellssýslum er að vernda þann varpstofn sem hefur verið að ná fótfestu á undanförnum árum. Helsingi verpir ekki á Íslandi nema í Skaftafellssýslum svo vitað sé og þykir því sérstök ástæða til þess að veiðimenn sýni aðgát á þessu svæði. Blesgæs er áfram friðuð eins og undanfarin ár.

Grágæsastofninn er áætlaður 100.000 einstaklingar, heiðagæsastofninn 350.000 einstaklingar og helsingjastofninn 70.000 einstaklingar. Þessar áætlanir miðast við talningar 2008.

Endurnýjun veiðikorta

Veiðimenn eru minntir á að endurnýja veiðikort sín enda er einungis heimilt að stunda skotveiðar á fuglum sé veiðikort meðferðis. Hægt er að endurnýja veiðikortið á vefsíðu Umhverfisstofnunar.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara