Veiðitímabil fugla

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Veiðitímabil fugla

Ólesinn póstur af maggragg » 24 Ágú 2010 11:43

Gott er að hafa þetta aðgengilegt:

Tekið af www.ust.is

1. Allt árið: Svartbakur, sílamáfur, silfurmáfur, hrafn

2. Frá 20. ágúst til 15. mars: Grágæs, heiðagæs.

3. Frá 1. september til 15. mars: Fýll, dílaskarfur, toppskarfur, helsingi, stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, duggönd, skúfönd, hávella, toppönd, hvítmáfur, hettumáfur, rita. Í Skaftafellssýslum eru veiðar leyfðar á helsingja frá 25. september til 15. mars.

4. Frá 1. september til 10. maí: Álka, langvía, stuttnefja, teista, lundi

5. Frá 29. október til 5. desember 2010: Rjúpa, veiðar eru ekki heimilaðar mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag.

6. Heimilt er að veiða kjóa í og við friðlýst æðarvarp á tímabilinu 15. apríl til 14. júlí

Óheimilt er að hleypa af skoti á landi nær fuglabjörgum en 200 m og á sjó nær en 500 m. Aldrei má skjóta fugl í fuglabjörgum. Óheimilt er að veiða fugla í sárum.Þar sem eggja- eða ungataka súlu, dílaskarfs, toppskarfs, fýls, skúms, hvítmáfs, ritu, álku, langvíu, stuttnefju, teistu og lunda telst til hefðbundinna hlunninda, má nýta þau hlunnindi eftirleiðis.

Þar sem veiði fullvaxinna lunda, álku, langvíu og stuttnefju í háf telst til hlunninda, má nýta þau hlunnindi eftirleiðis. Veiðar þessar hefjist ekki fyrr en 1. júlí og ljúki eigi síðar en 15. ágúst.

Við veiðar er óheimilt að beita eftirfarandi aðferðum.

Á ákveðnum svæðum sem eru friðuð skv. lögum nr. 47/1971 um náttúruvernd eru allar veiðar bannaðar, nema annars sé getið.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara