Stálhögl á gæsir og endur?

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Stálhögl á gæsir og endur?

Ólesinn póstur af maggragg » 07 Mar 2012 21:20

Er einhver sem hefur reynslu af stálskotum í fuglaveiði. Þetta er mun umhverfisvænni skot en hafa stóra galla líka. Flestar ef ekki allar nýlegar byssur þola höglin en þau hafa aðeins um 70% af eðlisþyngd blýhagla. Dreifingin er þó mun jafnari og þéttari en með blýskotum þar sem stálhögl gefa ekki eftir.

Hvaða þrengingar hafa menn verið að nota og hvernig er hægt að bera saman blýhögl á móti stálöglum, hvaða stærð þarf að nota á móti blýinu til að skotin verði sambærileg? Hvaða skotstærð myndi henta á gæs, og svo önd og á hvaða færum virka þau?

Hægt að googla þetta en gaman væri að heyra frá einhverjum hérna heima og hvernig reynsla þeirra væri af þessum skotum.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Benni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Stálhögl á gæsir og endur?

Ólesinn póstur af Benni » 08 Mar 2012 16:24

Hef nú ekki mikla reynslu af stáli nema á svartfugl og virkuðu þau svosem vel en gallinn við stálið sem yfirleitt er aldrei talað um er að það er mikið verra að bíta í stálhagl í villibráð heldur en blýhagl hehe
Hef tvisvar brotið úr tönnum á að bíta í stálhagl og það er MJÖG dýrt spaug eftir reikninginn frá tannlækninum!

User avatar
Tf-Óli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:119
Skráður:08 Mar 2012 21:26
Staðsetning:Borgarnes.

Re: Stálhögl á gæsir og endur?

Ólesinn póstur af Tf-Óli » 08 Mar 2012 21:42

Góða kvöldið og gott að vera kominn á þetta fína spjall hjá ykkur.
Mér finnst þetta mjög áhugaverð pæling, og ég var einmitt að kaupa mér Remington Versamax 3 1/2 tommu byssu til að vera klár í stálhöglin. Ég er samt voða lítið farinn að kynna mér stálfræðin.
En versamaxinn er snilldar byssa held ég. En það er önnur saga.
Til lukku með flottann spjallvef, Kveðja Óli.
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Stálhögl á gæsir og endur?

Ólesinn póstur af maggragg » 09 Mar 2012 00:20

Velkominn Óli :)

Ég var búin að lesa mig eitthvað til um þetta og svo ræða við menn. Í bandaríkjunum er þetta mikið notað þar sem í mörgum fylkjum er blý bannaði í votlendi. Í Noregi er blý alfarið bannaði í haglaskotum. Sumir hafa talað um að fugl særist meira en það er getur verið að menn séu að nota rangar hleðslur. Einnig hef ég heyrt að fugl sem fær stál í sig og sleppur eigi mun minni lífsmöguleika en sá sem fær blý, talað um að sárin grói frekar ef það er blý, veit svosem ekkert hvað er til í þessu. Annar ókostur við stál er hversu hart það er, t.d. ef skotið er í grjót eða annað má búast við drífu til baka. Þetta eru ókostirnir.

Kostirnir eru fyrst og fremst umhverfislegir, þ.e. að menga síður votlendi. Áhrifin eru lítil sem engin öðrum svæðum myndi ég halda. Þetta hlýtur að virka þar sem kaninn notar þetta mikið og er lítið að kvarta... En spurning hvort að einhver hafi notað þetta hér heima og hafi reynslu af þessu
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Stálhögl á gæsir og endur?

Ólesinn póstur af Gisminn » 09 Mar 2012 08:35

Þú meinar annar ókostur við stál en ekki blý er það ekki.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Stálhögl á gæsir og endur?

Ólesinn póstur af maggragg » 09 Mar 2012 10:36

Gisminn skrifaði:Þú meinar annar ókostur við stál en ekki blý er það ekki.
Jú meinti það, búin að breyta :roll:
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Sandgerðingur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:2
Skráður:11 Mar 2012 12:41

Re: Stálhögl á gæsir og endur?

Ólesinn póstur af Sandgerðingur » 11 Mar 2012 15:06

Fór með félaga mínum á svartfuglaveiðar og var hann með stálhögl. Til að gera langa sögu stutta þá voru stálhöglin léleg þegar færið var komið yfir 20 metra.
Svo eru færri högl í stálskotum og höglin eru höfð stærri til að fá slagkraft.
Okkar mat eftir þessa ferð að 36gr stálskot séu vel nothæf á stuttu færi en það er alveg augljóst að þegar færið lengist og hagladreyfing verður meiri þá eru fuglar að sleppa á milli hagla.
Mín skoðun er sú að við veiðar eigi að nota skot sem drepa fljótt og vel og tel ég því hefðbundin blýskot heppilegri til sjófuglaveiða.
Ég hef aðeins kynnt mér verðlagningu á vönduðum stálskotum í USA og kosta þau heldur meira en hefðbundin blýskot.

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Stálhögl á gæsir og endur?

Ólesinn póstur af 257wby » 11 Mar 2012 15:21

Kostir og gallar við þetta allt,
til að stálhögl séu að gera sambærilega hluti og blý á X færi þarf að
fara í ca 2 númerum stærri högl og þar sem eðlisþyngd stáls er minni en blýs er munur á hagla fjölda ekki jafn mikill og menn halda.
Ákoman er almennt séð þéttari þannig að þó notast verði við víðari choke þá er það ekki neitt stórmál.

Hins vegar held ég nú að blý mengun hérlendis sé í slíkri mýflugumynd að það sé ekki neitt sem þarf
að hafa áhyggjur af.

Kv.
Guðmann Jónasson
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

N.N.

Re: Stálhögl á gæsir og endur?

Ólesinn póstur af N.N. » 01 May 2012 20:51

Ég hef notað stálhögl stundum erlendis og mér finnst bestu stálskotin kannski jafnast á við ódýrustu blýskot. Járn/stál er léttara en blý og heldur því ekki kraftinum eins vel. Ég er EKKI sammála þjóðsögunum um að stálhögl hafi jafnari og þéttari dreif en blý, nema síður sé, og oft með mikið af ójöfnum götum í dreifinni. Stál styttir hámarksfærið um ca 5 metra, úr kannski 35-40 metrum í ca 30-35 metra. Ef menn eru tilneyddir að nota stálhögl í veiði er best að velja skot sem skila jafnri dreif með að prófa sig áfram á pappír og nota högl sem eru 2 númerum stærri en menn eru vanir að nota. Mér finst almennt að á leirdúfur skipti minna máli hvers kyns skot eru notuð, a.m.k. á innan við 35 metrunum. Spurt er hvaða þrenging sé best. Það er ekkert eitt svar við því, bara prófa á pappír, sem því miður allt of fáir nenna að gera.

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 1
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Stálhögl á gæsir og endur?

Ólesinn póstur af Bowtech » 06 May 2012 18:23

Ég tel að aðalvandmálið er að finna réttu skotin fyrir þína byssu og það skiptir þá engu máli hvort það séu ódýr skot eða dýr. Ég hef gert smá tilraunir á þessu og það er ótrúlegt hvað sum skot voru léleg í byssuna hjá mér og það voru ekki dýru skotin sem komu best út. ég hef prófað um 25-30 mismunandi haglaskot frá um 8 framleiðendum. niðurstaðan var aðeins 2 gerðir ásættanlegar allar aðra út úr korti..
Prófað var með 2 eins byssum og það var svart og hvít það sem gekk í aðra gekk ekki í hina.
Gagnvart stálskotum þá held að það sé eimitt mergur málsins að ef fuglinn er að sleppa þá henta skotin ekki þinni byssu. En eins og þú bendir á N.N þá eru alltof fáir sem nenna að standa í þessu en svo er líka eitt vandamál að flest skotsvæði leyfa ekki veiðiskot og það er stór galli.. Þannig það minnka áhuga á fólki að skoða þetta.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

Svara