Andaveiðitímabilið hafið!

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Andaveiðitímabilið hafið!

Ólesinn póstur af maggragg » 01 Sep 2010 15:59

Hvernig er það. Hafa menn verið að sjá eitthvað af önd nýlega. Mér finnst vera minna af önd en í fyrra en það var gríðarlegt magn þá. Getur verið að öndin sé á einhverjum stöðum eins og á heiðum eða við stór vötn og komi svo niður þegar fer að kólna. Hvað segja spekingarnir?

Einnig væri gaman að vita hvar urtendur og rauðhöfðaendur héldu sig mest, þá á ég við hvar á landinu og við hvernig aðstæður. Stokköndin er nokkurnvegin allsstaðar.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

gullli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:8
Skráður:16 Jul 2010 22:09

Re: Andaveiðitímabilið hafið!

Ólesinn póstur af gullli » 01 Sep 2010 20:17

Hérna á Snæfellsnesi er slatti af önd víðast hvar. Mest af henni er þó á stórum tjörnum nálægt sjónum og í fjöruborðinu virðist vera. Sé þær ekki mikið á flugi hérna norðanmegin en þeim mun meira á sunnanverðu nesinu. Hef ekki orðið var við þær á heiðum hérna, finnst þær frekar vera á láglendinu. Ekki mikið í skurðum eða mýrum, meira á tjörnum og fjöru.

Svara