Veiði á Heiðagæs

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
User avatar
SESeaint
Póstar í umræðu: 5
Póstar:6
Skráður:10 Sep 2012 00:55
Staðsetning:Reykjavík
Birthday
Veiði á Heiðagæs

Ólesinn póstur af SESeaint » 10 Sep 2012 01:23

Sælir félagar,

Ég lauk skotvopnaprófinu í ár og er gjörsamlega blautur á bak við eyrun þegar kemur að fuglaveiðum nema það litla sem maður lærði á veiðikortanámskeiðinu og það var nú ekki mikið.
Mig hefur mikið langað til þess að komast í heiðagæsaveiði og er búinn að fara 2 sinnum en ekki haft erindi sem erfiði. :? rangt val á stað eða eitthvað annað veit það ekki.

Það er eins og maður sé að reyna að draga úr mönnum tennur þegar maður spyr hvernig maður á að fara að og hvaða staðir séu líklegir til þess að veita manni veiði. Enda skil ég það að menn vilji ekki gefa hnitin á leynitjörnina sína, en finnst það svo sem í lagi að menn miðli reynslu sinni til þeirra sem eru gjörsamlega óreyndir og vilja ólmir læra hvernig lesa á aðstæður og meta hvort að staður sé líklegur til veiði eða ekki.

Nú eru nokkrar spurningar sem brenna í mínu brjósti varðandi veiði á heiðagæs
  • Hvaða um merkja á maður að leita við tjarnir/náttstaði gæsanna?
    Verður að vera strönd á tjörninni/náttstaðnum?
    Hvernig eru menn að bera sig að í morgunfluginu á móti kvöldfluginu eru menn að lokka gæsirnar niður með flot og skelgæsum eða bara flotgæsum?
    Hvað eru menn að veiða lengi? Er komið kolniðamyrkur þegar að kvöldflugið á sér stað?
    Eru náttstaðirnir að færast neðar af hálendinu þegar fer að kólna?
Þetta eru upplýsingar sem maður fær ekki í neinni bók að mér vitandi allavegana og þar sem að faðir minn er ekki veiðimaður né neinn náskyldur mér er vefurinn besta eina leiðin fyrir mig til þess að afla mér þessarar vitneskju.
Hef leitað um allt netið að veiði á heiðagæs og hef ekki fundið neinar greinar né pósta þar sem að fjallað er um þetta málefni og því biðla ég til ykkar kæru félagar hvort það sé ekki einhver þarna úti sem að getur frætt mig um þetta, hvort það er formi svars hérna, tölvupósti, greinaskrifum eða einfaldlega bent mér á bækur eða linka á fræðsluefni um þetta.

Með von um góðar móttökur,
Fribbi
Með bestu kveðju,
Frímann Örn Frímannsson
fribbiof[hjá]gmail.com
For once you have tasted flight you will walk the earth with your eyes turned skywards, for there you have been and there you will long to return. Da Vinci

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði á Heiðagæs

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 10 Sep 2012 09:45

Sæll Fribbi velkominn hérna á spjallið.
Það er satt sem þú segir þú ert blautur á bakvið eyrun í þessum efnum eins og þú lýsir.
Þú ert líka blautur bakvið eyrun hvað nafnbirtingu hér varðar, hér koma menn gjarnan fram undir fullu nafni í fastri kveðju undir póstinum.
Um leið og nafnið er komið fram skal ég ekki láta mitt eftir lyggja að svara spurningum þínum hér.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 3
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiði á Heiðagæs

Ólesinn póstur af E.Har » 10 Sep 2012 10:49

Hver er Fribbi? Friðbjör! OK treysti á að þú smellir á okkur nefni :-)

1 Hvaða um merkja á maður að leita við tjarnir/náttstaði gæsanna?
Skitur fiður spor........ heiðargæs velur drullu frekar en sand. Vill fljuga spotta að tjörninni.

2 Verður að vera strönd á tjörninni/náttstaðnum?
Nei engin lög um það og stundum virka tjarnir á stærð við bílastæði með nokkrum dropum af vatni en þagar líður á færa þær sig á stærri vötn.
3 Hvernig eru menn að bera sig að í morgunfluginu á móti kvöldfluginu eru menn að lokka gæsirnar niður með flot og skelgæsum eða bara flotgæsum?
Kvöldflug, flauta og gervigæsir helst úti á vatni svo þær speglist í því.
Morgunflug, náttúruskoðun og reikna út fluglínur. Gervigæsir gera lítið í því!

4 Hvað eru menn að veiða lengi? Er komið kolniðamyrkur þegar að kvöldflugið á sér stað?
Byrjar ca góðum klst fyrir solárlag. Búið í svartamyrkri ca klst eftir sólarlag. Gott að hafa hund.

5 Eru náttstaðirnir að færast neðar af hálendinu þegar fer að kólna?
Finnst heiðan bara vera að færast neðar sérstaklega í þurrkasumrum. Fersvo mikið til beint út.
Stoppar orðið lítið á lálendi.

Vona að þetta hjálpi einhvað.
Smelltu á okkur nafni.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
SESeaint
Póstar í umræðu: 5
Póstar:6
Skráður:10 Sep 2012 00:55
Staðsetning:Reykjavík
Birthday

Re: Veiði á Heiðagæs

Ólesinn póstur af SESeaint » 10 Sep 2012 12:57

Sælir Veiðimeistari og E.Har,

Takk kærlega fyrir móttökurnar, hef fylgst grant með þessum vef og verð að segja að málefnalega séð er þetta besta spjallborðið hérlendis hvað varðar svör manna og almennt viðmót.
Veiðimeistarinn : Þú ert líka blautur bakvið eyrun hvað nafnbirtingu hér varðar
Ég biðst afsökunar á því, geng vanalega undir nafninu Fribbi hvar sem ég kem, nema þegar kemur að vinnu.

E.Har takk kærlega fyrir greinagóð svör, eins og ég sagði í upprunalega póstinum eru menn ekki mikið að miðla reynslu sinni til ókunnra manna og því eru vefir eins og þessi gullnáma fyrir óreynda menn eins og mig :D
Með bestu kveðju,
Frímann Örn Frímannsson
fribbiof[hjá]gmail.com
For once you have tasted flight you will walk the earth with your eyes turned skywards, for there you have been and there you will long to return. Da Vinci

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Veiði á Heiðagæs

Ólesinn póstur af TotiOla » 10 Sep 2012 14:16

SESeaint skrifaði:...og því eru vefir eins og þessi gullnáma fyrir óreynda menn eins og mig :D
x2 á þetta :mrgreen:
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 3
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiði á Heiðagæs

Ólesinn póstur af E.Har » 10 Sep 2012 16:31

Persónulega tel ég nafnavögtunina hanns Sigga eiga stóran þátt í að halad spjallinu snirtilegu og fræðandi.
Auðvitað glefsar hann soldið í þá sem eru að koma sér af stað en það er vel meinnt. :-)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði á Heiðagæs

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 10 Sep 2012 16:40

Sæll Frímann, ekkert að afsaka, þetta er ekki illa meint og ekki beint gegn mönnum personulega en mér finnst þetta lykilatriði til að halda þessu spjalli innan vitrænna marka.

Ég vil reyna hér eftir bestu getu að svara spurningunum þínum varðandi heiðagæsina hér neðanundir.

,,Hvaða um merkja á maður að leita við tjarnir/náttstaði gæsanna?"
Heiðargæsinskilur eftir sig nokkuð greinileg merki þar sem hún náttar sig, það er oftast við tjarnir, vötn eða ár.
Það er greinilegt traðk og spor, mikill skítur og fiður. Það er auðveldast að veiða hana við tjarnirnar, vötnin og árnar eru erfiðari vegna þess að þar færir hún sig meira til milli nátta þar er meira pláss en við minni tjarnir sem hægt er að skjóta nánast úr einum stað, en við vötnin og árnar er erfiðara að staðsetja sig, þar getur gæsin komið inn nálægt en úr færi vegna þess að plássið er meira.

,,Verður að vera strönd á tjörninni/náttstaðnum?"
Já það verður að vera strönd bæði fyrir gæsina til að spranga á og snyrta sig eftir sandátið og baðið og ef ekki er strönd sérð þú ekki ferilinn eftir þær.

,,Hvernig eru menn að bera sig að í morgunfluginu á móti kvöldfluginu eru menn að lokka gæsirnar niður með flot og skelgæsum eða bara flotgæsum?"
Heiðagæs er nær eingöngu skotin í kvöldflugi, morgunflug er meira stundað við grágæsina og þá á túnum. Já menn nota gerfigæsir til að reyna að stýra fluginu inn á rétta staði í skotfæri, skelgæsin er meira notuð á fastalandi svo sem í túnum og á tjarnarströndum en flotgæsir á vatnið og þetta er notað í bland eftir atvikum á heiðagæs.

,,Hvað eru menn að veiða lengi? Er komið kolniðamyrkur þegar að kvöldflugið á sér stað?"
Ég hef heyrt menn kvarta um það í haust að heiðargæsin sé að koma inn í svartamyrkri.

,,Eru náttstaðirnir að færast neðar af hálendinu þegar fer að kólna?"
Nei ekki hjá Heiðargsinni það ég tel, hún heldur sig á hálendinu þar til hún fer, hún virðist fara fyrr ef tíðin er slæm með snjó og óáran.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Padrone
Póstar í umræðu: 3
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Veiði á Heiðagæs

Ólesinn póstur af Padrone » 10 Sep 2012 19:32

Hvernig er þá reynsla ykkar á þessu miðað við veðrið síðasta sólarhringinn. Snjókoma og rusl fyrir norðan og hér fyrir sunnan er búið að vera HÁVAÐA ROK og ekki sér fyrir endann á því, á að vera leifar af fellibyl hér á suðurhorninu á miðvikudag.
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði á Heiðagæs

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 10 Sep 2012 20:08

Svona veðurlag ruglar öllu hegðunarmunstri heiðagæasanna, bæði snjókoman og vindurinn hér fyrir norðan og austan auk þess sem svoleiðis veðurlag gerir veiðar ókleyfar meða það gengur yfir, eins hávaðarokið fyrir sunnan, heiðagæsin liggur mikið niðri og flýgur minna í svoleiðis veðri og veiðar eru erfiðar.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Padrone
Póstar í umræðu: 3
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Veiði á Heiðagæs

Ólesinn póstur af Padrone » 10 Sep 2012 20:18

En er hún ekkert líklegri til að koma sér af landinu ef þetta verður eitthvað til lengdar eða liggur hún bara niðri og étur ?
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Veiði á Heiðagæs

Ólesinn póstur af sindrisig » 10 Sep 2012 20:35

Ég hef nú séð allar útgáfur af þessu. Eitt árið var kvöldflug tekið við vök í hríðarbyl á Fljótsdalsheiðinni, nokkrum árum seinna var hún farin áður en það náði að frysta að einhverju viti og að okkar mati algerlega að tilefnislausu. Sá síðan stóran hóp fljúga hátt yfir Landeyjarnar nú í byrjun gæsatímabilsins, á útleið, sama mat um ástæðu brottfararinnar kom upp í kollinn þá.

Það er með þetta eins og margt annað að vitneskjan er, þegar á botnin er hvolft, ekki merkilegri en svo að svarið er oftast á þá lund að þetta sé bara svona...

Heiðargæsaveiði byggist mest á því að fara nógu oft og vera með athyglina í lagi. Hvort heldur sem er á rúntinum eða gangandi, oft byrja menn á að finna (sjá) flugleiðina og leita síðan að lendingarstaðnum í framhaldinu. Heyrnin er líka gott hjálpartæki, það heyrist langar leiðir í gæsum á leið á náttstað.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
SESeaint
Póstar í umræðu: 5
Póstar:6
Skráður:10 Sep 2012 00:55
Staðsetning:Reykjavík
Birthday

Re: Veiði á Heiðagæs

Ólesinn póstur af SESeaint » 10 Sep 2012 20:50

Það svæði sem ég hef verið að fara á er Skeiða- og Gnúverjaafréttur og hef ég verið í nánd við Gljúfurleit (gangnamannaskálann). Er málið að maður er ekki að fara nægilega langt upp í land til þess að leita að náttstað eða skiptir staðsetningin kannski minna máli hvað varðar landlegu svo framarlega að náttstaðurinn sé með þessa ákjósanlegu þætti?

Hafa einhverjir menn hérna reynslu af því svæði?
Með bestu kveðju,
Frímann Örn Frímannsson
fribbiof[hjá]gmail.com
For once you have tasted flight you will walk the earth with your eyes turned skywards, for there you have been and there you will long to return. Da Vinci

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Veiði á Heiðagæs

Ólesinn póstur af sindrisig » 10 Sep 2012 23:30

Var þarna uppi í byrjun tímabils, fór út á heiðina efst við Sultartangalónið, náttstaðirnir voru langt inn á heiði og afraksturinn 1 gæs í yfirflugi. Hef verið neðar á þessu svæði, það eru mjög mörg ár síðan, í Fossheiðinni og Sandafellinu á móaskytteríi. Núna var engin gæs á því svæði í byrjun tímabilsins.

Það er bara að fara á GoogleEarth, finna svæði með álitlega polla og eyða deginum í rölt og skoða. Ekki verra ef það standa steinar upp úr pollunum, þá er komin möguleiki á að spara sér burð á gervigæsum.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
SESeaint
Póstar í umræðu: 5
Póstar:6
Skráður:10 Sep 2012 00:55
Staðsetning:Reykjavík
Birthday

Re: Veiði á Heiðagæs

Ólesinn póstur af SESeaint » 11 Sep 2012 14:40

Hafa menn einhverja reynslu af því að veiða í Hrunamannaafrétti? eða hvort það sé einhver gæs þar núna, heldur styttra að fara þangað og vegurinn er mun betri.
Með bestu kveðju,
Frímann Örn Frímannsson
fribbiof[hjá]gmail.com
For once you have tasted flight you will walk the earth with your eyes turned skywards, for there you have been and there you will long to return. Da Vinci

Padrone
Póstar í umræðu: 3
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Veiði á Heiðagæs

Ólesinn póstur af Padrone » 11 Sep 2012 20:57

Veit um hóp manna sem fara þangað á hverju ári og hafa stundum fengið eitthvað og stundum ekki. Ég verð að viðurkenna að ég væri alveg til í að fara þangaði í eitt og eitt kvöldflug.
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 3
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiði á Heiðagæs

Ólesinn póstur af E.Har » 12 Sep 2012 09:10

Ok næstum alveg sammála Sigg bara 2 atriði sem ég geri öðruvísi.

1 er óhræddur við strandlausar tjarnir á 2 grunna mýrapolla án stransa sem hafa gefið vel.
Held að þeir séu þurrir núna.
2 hef oft kroppað soldið á morgnana. Þá er ég ekki þar sem hún lendir heldur reikna fluglínur, hún notar gjarnan drög í landi eða ár til að sryra sér að kannta í fellum. Þá er bara að reikna fluglínur.
þa er mikil náttúrupæling og kostar full af reynslu að fá það til að virka en gaman þegar það tekst.
þar sem það er spotti fyrir mig að keyra þá hef ég ekkert að gera á morgnana hvort eð er!

Öðru leiti sammála honum. Vil bæta t.d fluggæsum í pakkann.

Fyrstu heiðurnar eru komnar út um Verslunarmanna helgina.
Veiði snarminkar eftir fyrstu 2 vikurnar, heiðan fer snemma, alla vega mikið af henni.

Gljúfurleit og hruni voru mín uppáháldssvæði fyrir 20 árum.
það hefur bara þornað þar og minni gæs en var.
Gæsin fer fyrr þaðan en t.d austar.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
SESeaint
Póstar í umræðu: 5
Póstar:6
Skráður:10 Sep 2012 00:55
Staðsetning:Reykjavík
Birthday

Re: Veiði á Heiðagæs

Ólesinn póstur af SESeaint » 12 Sep 2012 23:19

E. Har,

Ég sé eftir því að hafa ekki tekið mynd af botninum á strandlausu "tjörninni" sem var að stærð við 2-3falt bílastæði. Þar var eins og það væri búið að grafa niður með skóflu í botninn, alltaf jafn djúpt og svona eftirá að hyggja hefur þetta væntanlega verið eftir gæsir, ná sér í möl/sand til þess að melta fæðuna.

Víkjum nú aðeins að fluglínunum hjá fuglinum. Mér sýnist fuglinn notast svoldið mikið við ánna til þess að fljúga. Eru þær að notast við kletta, eyrar, stórar tjarnir, hryggi til þess að lóðsa sig?
Fannst nú meira að segja eins og hún notaðist við vörður, miðað við nokkur háflug sem ég varð var við.

Næsta veiðiferð verður document-uð í máli og myndum, þá videó líka.

Eru til einhverjir íslenskir veiðiþættir sem að fjalla um gæsa, anda eða rjúpuveiði?
Með bestu kveðju,
Frímann Örn Frímannsson
fribbiof[hjá]gmail.com
For once you have tasted flight you will walk the earth with your eyes turned skywards, for there you have been and there you will long to return. Da Vinci

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði á Heiðagæs

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 13 Sep 2012 00:09

Ég hef verið á hreindýraveiðum tvo síðustu daga á Víðvallahálsinum og Flatarheiðinni, þar er allt bókstaflega grátt af gæs og heiagæsin virðist vera óvenju mikið komin ofan í tún á Jökuldalnum og Fljótsdalnum eftir síðast áfelli, það verður fróðlegt að vita hvort hún fer aftur upp á heiðar eða bara beint út, hún verður allavega ekki lengi í túnunum samkvæmt reynslunni.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara