Pattern skjóta úr haglabyssum

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Pattern skjóta úr haglabyssum

Ólesinn póstur af maggragg » 06 Oct 2012 23:45

Ég væri til í að fá upplýsingar um það á hvaða færum þið væruð að pattern skjóta, á hverstu stór blöð og hvort að þið notuðuð ákveðnar skífur, þ.e.a.s með ákveðnum hringjum eða öðru til að vinna upplýsingar út frá patterninu.

Þessar upplýsingar munu nýtast við uppsetningu á aðstöðu til þess að skjóta pattern úr haglabyssum.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Pattern skjóta úr haglabyssum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Oct 2012 10:38

Hvað er að pattern skjóta :?:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Pattern skjóta úr haglabyssum

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 07 Oct 2012 10:47

Sælir Meistari.
það er þegar skotið er á eh. ákveðnu færi á pappappjad td. 1x1m með haglabyssu til að sjá hvert
"paternið" eða ákoma/dreifing haglana er. Oft er verið að skoða td. hvaða skot og þrenging fara vel samann eða hvernig byssan setur með viðkomandi skotum.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Pattern skjóta úr haglabyssum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Oct 2012 10:55

Takk fyrir þetta Jón mig grunaði það svo sem.
Það ætti kannski að reyna að þýða þetta eins og ,,Penetration" :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Pattern skjóta úr haglabyssum

Ólesinn póstur af maggragg » 07 Oct 2012 10:58

Mynstur væri íslenska orðið
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Stefán_Jökull
Póstar í umræðu: 1
Póstar:76
Skráður:28 May 2012 10:41
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Pattern skjóta úr haglabyssum

Ólesinn póstur af Stefán_Jökull » 07 Oct 2012 11:06

Hvað með "könnun á hagladreifingu"? Mér þykir "hagladreifing" sérdeilis gott orð, þjált í munni og meðfærilegt.
Kv. Stefán Jökull

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Pattern skjóta úr haglabyssum

Ólesinn póstur af maggragg » 07 Oct 2012 11:31

Hagladreifing er flott og þjált hugtak. Hvernig hafa menn staðið að því að kanna hjá sér hagladreifinguna?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Guðni Einars
Póstar í umræðu: 1
Póstar:31
Skráður:25 Apr 2012 13:04

Re: Pattern skjóta úr haglabyssum

Ólesinn póstur af Guðni Einars » 07 Oct 2012 11:57

30 metrar +/-5 metrar held ég að sé algengt. Ég hef útvegað mér kringlótt pappaspjöld sem eru um 1,2 metrar í þvermál. Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar hefur boðið upp á námskeið í mælingu á dreifingu hagla ef næg þátttaka fæst. Þar er stuðst við Ingerholmsskífu sem er sniðugt verkfæri. Ferdinand Hansen formaður SÍH var með mjög gott námskeið um þetta sem ég sótti.
Síðast breytt af Guðni Einars þann 07 Oct 2012 12:00, breytt í 1 skipti samtals.
Með kveðju,
Guðni Einarsson

User avatar
hpþ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:38
Skráður:24 Ágú 2012 12:06

Re: Pattern skjóta úr haglabyssum

Ólesinn póstur af hpþ » 07 Oct 2012 11:59

Þetta er útskýrt nokkuð vel í skotveiðibókinni hans Ólafs E. Friðrikssonar á bls. 64-67.
Aðeins of mikil lesning til að ég nenni að skrifa það hér inn, en þetta kallast Wannsee-skotskífa.

Stillið upp skífu sem er 1m x 1m og skjótið af 35m færi á miðja skífuna, dragið síðan hring sem er 75cm í þvermál utan um hagladreifina þar sem hún er þéttust. Með þessu móti er þá hægt að bera saman ólíkar gerðir skota milli framleiðenda t.d.

Haglagötin eru talin innan hringsins o. s. frv. Mæli með að þið lesið um þetta í bókinni.
Kveðja,

Halldór P. Þrastarson
halldor@gks.is

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Pattern skjóta úr haglabyssum

Ólesinn póstur af skepnan » 07 Oct 2012 12:12

Ég hef alltaf heyrt talað um að ákomuskjóta. Það er að kanna ákomuna.
Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Pattern skjóta úr haglabyssum

Ólesinn póstur af maggragg » 07 Oct 2012 16:28

Takk fyrir þetta. Er 35 metrar málið? Samsvarar nálægt 40 yördum. Gera ráð fyrir skífu sem er að minnsta kosti 1.20 metrar í þvermál. Hef ekki lesið um vísindalegu fræðin en fer í það fljótlega. Vildi bara vita hvort að það sé eitt staðlað færi eða fleirri til að setja upp góða aðstöðu fyrir þetta.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Pattern skjóta úr haglabyssum

Ólesinn póstur af E.Har » 07 Oct 2012 17:13

Ég skaut altaf á bylgjupappa.
Samt á styttri færum.
er meira að skjóta á stuttri færum og prófaði 15 - 25 metra ef ég man rétt.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Pattern skjóta úr haglabyssum

Ólesinn póstur af maggragg » 08 Oct 2012 21:52

Erum með 25 metra bana, 50 og 100 metrarnir eru ekki klárir. Væri hægt að setja þetta upp á 25 metra bananum?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 1
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Pattern skjóta úr haglabyssum

Ólesinn póstur af Björn R. » 25 Apr 2013 19:13

Hvernig fór þetta hjá ykkur. Er komin patter/ákomu/haglafreifings aðstaða. Ég á stundum leið í Gunnarsholtið Rangárvöllum og þá gæti verið gaman að renna við hjá ykkur
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Pattern skjóta úr haglabyssum

Ólesinn póstur af maggragg » 25 Apr 2013 22:48

Sæll.

Þetta er nú ekki komið upp ennþá, en það er á stefnuskránni. Það eina sem eftir var, er að ákveða á hvaða færum og af hvaða stærð skífan á að vera. Einhverjar fleirri hugmyndir. Helst eitthvað staðlað ef það er til um þetta...
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 1
Póstar:109
Skráður:13 Dec 2012 20:55

Re: Pattern skjóta úr haglabyssum

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 26 Apr 2013 00:05

Mér finnst ágætt að skoða skot nr 2-3 til gæsaveiða á 35-40metrum, en rjúpan er yfirleitt tekin á styttri færum með fleiri högl í hverju skoti. Er þetta ekki bara misjafnt eftir hvað er verið að fara að gera.
Sveinbjörn V. Jóhannsson

Kristmundur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:75
Skráður:30 Jul 2012 17:18

Re: Pattern skjóta úr haglabyssum

Ólesinn póstur af Kristmundur » 26 Apr 2013 06:09

Til að geta borið saman skot af einhverju viti er best að nota sömu aðferðir og framleiðendur nota við að
reikna út þrengingar í haglbyssum,skotið er af 40 yarda færi og síðan fundin miðjan á dreifinni, 30" hringur dreginn utanum miðjuna og höglin talin inni í hringnum, síðan eru höglin talin í skotinu,með því fæst prósentutalan á skotinu, full choke er 70% óþrengt er 40%.
Set hérna með grein úr gömlu American shotgunner vona að það verði læsilegt.
Viðhengi
Pattern your shotgun.jpg
Pattern your shotgun.jpg (121.64KiB)Skoðað 2865 sinnum
Pattern your shotgun.jpg
Pattern your shotgun.jpg (121.64KiB)Skoðað 2865 sinnum
Kveðja.
Kristmundur Skarpheðinsson

Ultralight
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1
Skráður:19 May 2013 15:47
Fullt nafn:Arne Sólmundsson

Re: Pattern skjóta úr haglabyssum

Ólesinn póstur af Ultralight » 19 May 2013 15:55

Bendi á ágæta grein Jóns Valgeirssonar á vef SKOTVÍS, þar sem hann fjallar um bókina "Sporting Shotgun Performance", og farið er fagmannlega yfir ýmsar algengar fullyrðingar um "ákomu" (e. pattern)

http://skotvis.is/latest/sporting-shotgun-performance

Kveðja,
Arne Sólmundsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Pattern skjóta úr haglabyssum

Ólesinn póstur af maggragg » 23 May 2013 10:30

Hvernig væri ef skotfélögin myndu í samvinnu við Skotvís hanna skífur og kerfi til þess að mæla og bera saman haglaskot. Þá væri eitthvað staðlað kerfi í metrakerfinu sem hægt væri að prófa á skotsvæðunum um landið allt og menn gætu skipst á upplýsingum. Ég tel mikilvægt að menn haldi sig við eitt kerfi þannig að hægt sé að gera samanburð á mill prófana. Þessar skífur tæku þá mið af þeirri bráð sem finnst á Íslandi og þeim færum sem algengust eru á þeim veiðum.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Pattern skjóta úr haglabyssum

Ólesinn póstur af E.Har » 23 May 2013 15:27

Byssur fara bara svo mismunandi með skot!
Þannig að ég sé ekki tilganginn. Það sem remminn minn með lengdum cone, portaður með 21 tommu hlaupi fer vel með er ekki vís að nokkur annar geti notað :-) :lol: :mrgreen: :roll:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara