Hlað með nýja gerð af gervifuglum

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Hlað með nýja gerð af gervifuglum

Ólesinn póstur af maggragg » 09 Sep 2010 20:05

Hlað býður núna upp á svokallaða FUD (Fold Up Decoy) eða NRA FUD gervifugla sem byggja á nýrri hugmynd. Virðast þessir fuglar mjög spennandi og eru þeir á mjög góðu verði líka. Gervifuglana er bæði hægt að nota á landi og á vatn og er höfuðið stillanlegt. Hlað býður uppá grágæsir, heiðargæsir og stokkendur. Hægt að sjá fuglana á síðu Hlaðs hér

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=46hYqJJeVSo[/youtube]

Mynd
Mynd
Mynd

Hægt er að sjá heimasíðu þessara fugla og finna fullt af upplýsingum hér: http://www.nrafud.com
NRA eru landssamtök skotvopnaeiganda í Bandaríkjunum.

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=ZUsIwfDZLqs[/youtube]
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Reynsla af NRA FUD

Ólesinn póstur af maggragg » 21 Sep 2011 00:26

Núna er ég búin að eiga NRA FUD gerfiendur í rúmt ár og hef notað þær í nokkur skipti á veiðum. Mín reynsla er mjög góð af þessum fuglum og að mínu mati er þetta með því betra sem fæst. Þetta sameinar kosti margra annara gerða. Ég á núna 16 FUD endur og ef maður telur upp kostina þá er sá fyrsti augljóslega sá hversu létt og meðfærilegar þær eru. Að geyma endurnar milli tímabila er lítill vandi þar sem ég kem þeim öllum leikandi í bakpoka eða get hengt þær upp á vegg í bílskúr o.s.f.v.

Að setja þær út er mjög fljótlegt, tekur þó smá tíma að læra það en brjóta þarf saman flipa undir fuglunum og stilla fót og sökkul, en það er þó ekki lengi gert. Þar kemur einn sterkasti hluti þessara fugla en það er fjölbreytileikin hverni stilla má þeim upp. Hægt er að stilla hálsinn og fæturnar og þannig velja hvort að fuglinn er að éta, sitja, synda, á verði o.s.f.v. Einnig er hægt að "stilla" fuglinn á að synda ef hann er í læk eða á og þá syndir hann til hægri og vinstri til skiptis. Hægt er að nota fuglin hvort sem er á landi eða vatni og er sökkull með honum sem vefst á þægilegan hátt undir hann ef hann er ekki í notkun og er því ekki fyrir.

Annar möguleiki er að raðtengja fuglana saman, sem getur verið þægilegt þegar mikill vindur er og verið er að veiða við vatn, þá er hægt að láta þá fylja vindinum út í vatnið og svo draga þá inn. Margir möguleikar eru í boði fyrir fuglinn. Á vatni eru fuglarnir raunverulegri en hefðbundnir flotfuglar þar sem þeir snúa þvert á vindin og synda örlítið en snúa ekki allar upp í vindin eins og flotendur sem er ekki eins og alvöru endur hegða sér, nema þegar þær eru að fara að fljúga í burtu.

Fyrir utan að þeir eru mjög raunverulegir með 3D myndum og ekki bara spjöld hafa þessir tálfuglar þann eiginleika að þeir endurkasta útfjólubláu ljósi eins og raunverulegir fuglar en í ljósaskiptum sjá fuglar útfjólublátt ljós vel og sjá því fuglana sem alvöru fugla en ekki svarta bletti á vötnum. Þetta er góður kostur á önd og heiðagæs þar sem veitt er í ljósaskiptum.

Hvað endingu varðar þá eru þessir fuglar mjög endingargóðir og sterkir. Hægt er að skemma þau ef ekki eru notuð rétt handtök en jafnframt er hægt að kaupa varahluti í þá. Aðalega er um að ræða plastsmellur sem festa hliðarnar saman en hægt er að kaupa vara ef þeir brotna, sama með sökkla og spotta. Ein gerfiönd var heilan vetur úti í einum polli, sem þornaði upp og lá hún í drullu meginþorra sumars. Sótti ég hana svo í haust og var hún í fínasta lagi og litirnir lítið búnir að dofna. Þær ættu því að endast mjög vel.

Varðandi grágæsirnar þá hef ég ekki prófað þær ennþá en sumir hafa minnst á þær séu fremur litlar. Ég veit ekki hvort að það skipti máli en þær eru mjög raunverulegar og bjóða upp á mjög fjölbreyttan hóp þar sem hægt er að stilla hverja og eina á sinn hátt, bæði haus og búk og þannig hægt að gera raunverulegan hóp en gaman væri að heyra frá einhverjum sem hefur reynslu af FUD Grágæsum
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Hlað með nýja gerð af gervifuglum

Ólesinn póstur af 257wby » 21 Sep 2011 07:46

Sammála, svotil gallalaust og klárlega bestu kaupin í tálfuglum í dag.Á slatta af öndum
og er að fara að bæta gæsum við (magnað að geta notað sama fuglinn á landi og vatni).

Kv.GJ
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

Svara