Deilur um rjúpnaveiðilönd

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Deilur um rjúpnaveiðilönd

Ólesinn póstur af maggragg » 21 Oct 2012 12:28

Skotvís er farið á fullt að berjast við sveitarfélög um veiðrétt á landi til handa rjúpnaveiðimönnum.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/ ... unathings/
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Deildur um rjúpnaveiðilönd

Ólesinn póstur af Gisminn » 21 Oct 2012 13:49

Ég styð þá heilshugar í þessu máli þar sem Hvammstangi virðist ekki get sannað neitt með neinum gögnum
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Deildur um rjúpnaveiðilönd

Ólesinn póstur af 257wby » 21 Oct 2012 15:31

Fréttamaður RUV á Akureyri hafði samband við mig útaf þessu máli fyrir u.þ.b.ári síðan,og fékk svipaðan pistil og skotvís er að senda frá sér núna.
Það er með ólíkindum hvernig sveitarstjórn Húnaþings vestra telur sig geta komist upp með þessa vitleysu ár eftir ár án þess að geta fært nokkur rök fyrir máli sínu.

Kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Deildur um rjúpnaveiðilönd

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Oct 2012 22:37

Þetta er ástæðan fyrir að ég hef aldrei gengið í Skotvís!
Þarna fara þeir offari sem oft áður í svipuðum málum!
Ég sé ekki betur en sveitarfélagið sé í fullum rétti til að haga málum á þennan veg.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Deildur um rjúpnaveiðilönd

Ólesinn póstur af Gisminn » 21 Oct 2012 22:53

Hvernig í ósköpunum færðu það út Sigurður minn.
Ég fæ ekki betur séð en þetta sé rakið dæmi um sveitarfélag sem þykist eiga allt en getur ekki sannað neitt.
Og samkvæmt mínum bókum þá á sá sem á land papíra uppá það ekki satt ? En einhverja hluta vegna á Hvammstangi ekki eitt bréfsnifti til að sanna þennan eignarrétt svo ég sé ekki hvernig í ósköpunum þú sérð það út að Hvammsangi eigi þetta land.
Að mínu mati þá fór Hvammstangi mjög illa að ráði sýnu þarna og hefur alið nöðru við brjóst sér sem nú er laus og spýr eitri og efasemdum í hjörtu veiðimanna um rétt landeiganda á þeim heiðum sem þeir seigjast eiga.
Blessunarlega eiga þeir sem eiga land pappíra til sönnunar og þá á að virða.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Padrone
Póstar í umræðu: 1
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Deildur um rjúpnaveiðilönd

Ólesinn póstur af Padrone » 22 Oct 2012 06:13

Ég er sammála Gisminn.
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Deildur um rjúpnaveiðilönd

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 22 Oct 2012 10:27

Þetta er nú orðin frekar þreytt deila.
Sveitarstjórnin á Hvammstanga hefur hagað málunum á þennan hátt í nokkur ár og þeirra rök hafa ekki verið hrakin.
Skotvís er þarna í hlutverki ,,Donki Kóda" að berjast við vindmillu, á þeim bæ hafa menn of oft verið í því hlutskipti að mínu áliti.
Mér finnst þetta gott framtak að mörgu leiti hjá sveitarstjórninni á Hvammstanga, þarna eru þeir að reyna að hafa stjórn á sókninni í þetta landsvæði og hafa yfirsýn yfir hvað margir eru á veiðum í einu og skapa um leið þeim sem fara á veiðar ákveðið pláss til að veiða sem er hið besta mál.
Allt of víða eru rjúpnaveiðimenn of margir á sama landssvæðinu á sama tíma, sem mér finnst ekki eftirsóknarvert og getur skapað ofveiði á ákveðnum svæðum.
Ef ég ætti að velja á millum þess, að ganga til rjúpna eins og ég sé á útiháðið óviss um hvar ég sé eða hvort ég hafi leyfi, nú eða borga örfáar krónur fyrir að vera á afmörkuðu landi þar sem ég er viss um að vera í leyfi og hafa þokkalegt olnbogarými, þá er ég ekki í vafa um að ég mundi velja að veiða í ,,Hvammstangahreppi".
Ég minni á að veiðar og barátta fyrir veiðimenn snýst um annað og meira en að fá allt fyrir ekkert!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Deildur um rjúpnaveiðilönd

Ólesinn póstur af Gisminn » 22 Oct 2012 12:02

Þeirra rök hafa verið hrakin en þeir bara virða það ekki!
Það er málið og að styðja eignartöku og gjaldtöku í nafni þess að það sé betra til að hafa stjórn á skyttum er bara rugl
Mér er sem ég sjái þig fagna því að Eigilsstaðir setji upp gjaldskrá fyrir Klausturselsheiði og Fljótsdalsheiði og selji á þær í nafni veiðistjornunar.
Sem þú væntanlega verður að gera svo þú sért samkvæmur sjálfum þér með ólöglegar gjaldtökur óháð eignarrétti.
En sem betur fer er einhver að reyna fyrir mína hönd sem veiðimaður að stoppa svona ólöglegar gróðaaðgerðir í fæðingu.
En sennilega þurfum við ekki að rífast oftar um þetta þar sem óbygðarnefndin hefur gert tilkall á svæðið og fær það eins og ég hef bent á því Hvammstangi né aðrir geta sannað eignarréttinn þarna.
Þetta er og hefur verið almenningur en sveitarfélagið hefur haft upprekstrarétt þarna og veiðifélag Arnarvatnsheiðar hefur haft leyfi til að nýta veiðihlunnindin af vötnunum en það er stór miskilningur að með því eignist þau landið þarna.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Deildur um rjúpnaveiðilönd

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 22 Oct 2012 13:18

Þorsteinn minn, andaðu nú aðeins rólega!
Að bera þetta saman við Klausturselsheiðina og Fljótsdalsheiðina er eins og bera saman epli og appelsínur.
Klausturselsheiðin og utanverð Fljótsdalsheiðin, ásamt Fellaheiðinni eru óumdeilanlega í einkaeign.
Innri hluti Fljótsdalsheiðarinnar er í einkaeign upp að Svartöldu inn undir Laugafell, annað er í eigu tveggja jarða, Skriðuklausturs og Valþjófsstaðar, stór hluti þeirra jarða hefur verið afrétt svo lengi sem menn muna.
Síðan var stór hluti Skriðuklausturs og Valþjófsstaðar úrskurðaður þjóðlenda fyrir skemmstu en það breytti engu varðandi umráðarétt yfir þeim, taktu eftir ,,BREYTTI ENGU", vegna þess að bóndinn sem hefur Skriðuklaustur á leigu og presturinn og bóndinn sem hefur Valþjófsstað á leigu að hálfu, héldu öllum sínum rétti varðandi jarðirnar hvað sem öllum þjóðlenduúrskurði leið, þau höfðu einfaldlega byggingabréf fyrir jörðunum með öllum gögnum þeirra og gæðum, þar með talið veiðirétti og ekki skiptir neinu máli hvaða ráðuneyti Ríkisins höfðu eða hafa lögsögu yfir jörðunum.
Fyrir þjóðlenduúrskurð heyrði Skriðuklaustur undir menntamálaráðuneytið en Valþjófsstaður undir dóms og kirkjumálaráðuneitið en heyra nú undir fjármálaráðuneytið sem fer með forræði allra eigna ríkisins en það var og er einmitt fjármálaráðuneytið sem gerir þjóðlendukröfurnar formlega.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

johann
Póstar í umræðu: 1
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: Deildur um rjúpnaveiðilönd

Ólesinn póstur af johann » 22 Oct 2012 13:56

Mig grunar að þar sem að ósamið er millir ríkis og sveitarstjórnar þarna, að þá sé verið að koma á fordæmi fyrir "hlunnindi" svo að ef ríkið hirðir þetta sem þjóðlendu þá fær sveitarfélagið bætur fyrir þessi "hlunnindi" sem eru af skotveiðimönnum.
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Deildur um rjúpnaveiðilönd

Ólesinn póstur af E.Har » 22 Oct 2012 15:29

Sigurður þarna hefur þú rangt fyrir þér.

Ég kærði þetta fyrir nokkrum árum í egin nafni.
Fékk úrskurð frá ráðuneitinu um að þetta sé ólöglegt.
Þeir halda hinsvegar áfram að setja keðjur og núna þó skárra hlið.

Landið sem þeir eru að banna veiðar á er Gaflinn, sem þeim er heimilt að hluta.
Tvídægra inn að Langjökkli og Arnarvatnsheiði, að girðingarmörkum við Borgarfjörð, sennilega inn á land Kalmannstungu! Þetta land er ekki háð hreinum eignarétti frekar en Snæfell. Aldrei numið og hrein Þjóðlenda.
Þeir hafa árum saman verið beðnir um landamerki eða einhverja pappíra yfir þetta en aldrei lagt neitt fram.
Það hefur verið reynt að kæra á til sýslumanns á Blnduósi en á þeim bæ er svarið að einstaklingur geti ekki kært auglissingu sem er ekki beint gegn honum persónulega!
Síðan setja þeir keðju, sem ég var næstum búin að drepa mig á upp úr 1990,á þjóðveg. Veg sem er kostaður af íslesnkum skattborgurum. Aftur í leyfisleysi.

Málið er einfalt. Í þessu tilviki hefur Verrisýslan rangt fyrir sér. Beita sömu ótuktartaktikinni og áður en blönduvirkjun var gerð. Þá var ég tekin við Seiðisá og fluttur til yfirheyrslu svo auðvitað sleppt.

Lögreglan mun ekkert gera í þessu. Líklegt að ég renni þarna. Bara upp á grínið og skjóti eina-tvær rjúpur í veikri von um að vera kærður.

p.s
Ef þetta er að aftra þér að ganga í Skotvís þá er ég hissa. Finnst þér ekkert muna um það sem Skotvís er að brasa fyrir þig. T.D Varðar hreindýraveiðar? Skörun?
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara