Greylag Hammer grágæsaflauta

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Greylag Hammer grágæsaflauta

Ólesinn póstur af maggragg » 16 Sep 2010 21:40

Greylag Hammer gæsaflauturnar hafa verið að gera allt vitlaust upp á síðkastið en þær munu vera mjög vandaðar og ná mjög góðum grágæsahljóðum en hönnuðurinn er Buck Gardner. Einnig fást frá sama framleiðanda heiðagæsaflautur, Pinkfoot Hammer. Það er ekkert eins gaman og vera með góða gæsaflautu og kunna að nota hana líka. Það er því gott að það sé komin vönduð grágæsaflauta á markaðinn. Þessi flauta fæst í mörgum veiðiverslunum hér á landi t.d. í Esjugrund og Hlað. Hægt að skoða nánar á http://www.dkwai.dk/

Ef einhverjir hafa notað þessa flautu væri gaman ef þeir gætu deilt reynslu sinni.

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=IAc3_Cf9-rI[/youtube]
Viðhengi
356210.jpg
Grágæsaflauta Greylag Hammer
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

IngiLarus
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:9
Skráður:18 Jul 2010 23:47
Fullt nafn:Ingi Lárus Ágústsson
Staðsetning:Fljótshlíð

Re: Greylag Hammer grágæsaflauta

Ólesinn póstur af IngiLarus » 06 Oct 2010 00:33

Já ég verð nú að segja að þessi flauta er mjög magnað áhald. Ég er ansi mörg moment frá því að vera fær flautari en fékk þessa flautu í afmælisgjöf frá frúnni núna í sept og prófaði hana loks helgina sem leið. Fyrst þegar að ég fór að puðra í hana fannst mér nú ekki koma nein svakaleg gæsaköll úr henni en svo fann maður það út smátt og smátt hvernig má beita henni og útkoman er alveg mögnuð!! Stórir hópar sem voru alls ekki beint á leið til manns komu og tékkuðu á þessu og stakar gæsir og minni hópar voru enþá auðveldari. Ég hlakka mjög til að nota flautuna meira og fá meiri reynslu af henni. Ég hef hingað til notað eingöngu tréflautur frá DJ og þótt þær þræl fínar en þessi virðist ætla að leysa þær flautur af hólmi. Spurning hvernig flautan virkar í frosti en plast flauturnar finnst mér eiga það til að verða falskar í svoleiðis aðstæðum. Það er mjög vandaður frágangur á þessu og plús að geta stilt fjöðrina þó svo að ég sé að vísu ekkert farinn að fikta í því. Enda ekki þörf á. En þetta skilaði mér nokkrum gæsum á kvöldstað þar sem ég hef verið mikið á í nokkur ár og er því kominn með talsverða reynslu af honum og þetta var greinilega eitthvað sem að ég er ekki vanur að sjá. Þannig að þessi flauta fær mína hæstu einkun so far.

Kv.
Ingi Lárus.
Ingi Lárus Ágústsson.
Fljótshlíð.
indro_kot(hjá)hotmail.com

Svara