gæs og önd

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
maggi.stef
Póstar í umræðu: 2
Póstar:2
Skráður:12 Nov 2012 17:14
Staðsetning:reykjavik
gæs og önd

Ólesinn póstur af maggi.stef » 12 Nov 2012 17:23

Goðann daginn/kvöldið

nu er eg nyr i þessu sporti og virðist þetta eina siðan þar sem vitsmunalegar umræður fara fram og þvi langar mig að spyrja ykkur felagar að

þar sem eg er fyrsti karlmaðurinn til sækja mer þessi forrettindi sem skotvopna og veiðileyfi eru og hef hvergi fundið neinar uppl um þokkalega veiðistaði þa er eg að spa hvort eitthver her hafi fyrir mig ráð, eg hef takmarkaðann ahuga a að borga annann handlegginn til þess eins að skjota nokkra gæsir eða endur. einnig hef eg eingann ahuga a að fylla hja mer frystirinn þar sem eg vill veiða (rett eins og i stangveiðinni) aðeins fyrir mig og mina, veiðiaðferðir þar sem menn erunað taka 20+ fugla heilla mig ekki.
en sumse ef eitthver getur bent mer a þokkalegann stað þar sem finar likur eru a önd og gæs og helst i allmenningi þa yrði það vel þegið, er ekki að biðja um leynistaði, stefni a að finna hann sjalfur með aukinni reynslu

mbk
maggi stef
Kv
Magnús Stef
maggi_stef@hotmail.com

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: gæs og önd

Ólesinn póstur af Gisminn » 12 Nov 2012 17:55

Sæll Magnús á mínu svæði er nú allt hvítt og öll vötn ísilögð og öll önd komin niður í sjó í ósana þar og gæsin farin á suðurlandið eða af landi brott.
En svona alment þá hafa bændur verið að feta sig áfram með að leigja út akrana sýna og að mínu mati voða sanngjarnir á verð.
Sem dæmi hjá einum ef þú tekur bændagistinguna hjá honum á 12000kr þá máttu fara í morgunflug og allan daginn þess vegna ef þú villt.Kornakurinn hjá honum er ekkert sérstaklega stór en getur vel gefið frá engu upp í nokkur flug en þegar maður er komin hingað í Húnavatssýsluna þá er hægt að fara í kvöldflug líka fyrir önd eða gæs.
Og ef ég sé gæsir sem ég get skriðið að fer ég upp að bæ og spyr leyfis.
svörin eru stundum já og stundum nei en alltaf í vinsemd og kurteysi.
Öndin hér virðist mikið sækja á árnar og hæga lækji en minna á vötnin.
Ég bý á Blönduósi
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

maggi.stef
Póstar í umræðu: 2
Póstar:2
Skráður:12 Nov 2012 17:14
Staðsetning:reykjavik

Re: gæs og önd

Ólesinn póstur af maggi.stef » 12 Nov 2012 19:12

takk fyrir þetta, alltaf gaman að læra meira og það gerir mann af betri veiðimanni, hef þetta klarlega bakvið eyrað næst þegar eg a leið framhja :D spurnig hvernig hlutunum er hattað a suðurlandinu
Kv
Magnús Stef
maggi_stef@hotmail.com

User avatar
Gunnar Óli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:71
Skráður:16 Jun 2012 06:16
Fullt nafn:Gunnar Óli Kristjánsson
Staðsetning:Akureyri

Re: gæs og önd

Ólesinn póstur af Gunnar Óli » 12 Nov 2012 20:27

sæll Magnús

mín fyrstu skref í gæsa og anda veiði voru einmitt með þessum hætti sem áður var lýst!

"gæsahringur" var nokkuð sem ég og félagi minn gerðum mikið af! þ.e.a.s fórum hring í sveitum ýmist til að fá leyfi til að skríða að gæs eða til að fá að sitja fyrir gæsum.. og voru þau leyfi yfirleitt auðsótt.

ekki setja kröfur um korn, grænfóður, fóðurkál eða annað slíkt.. hef fengið vel í mig og mína og gott betur en það á "venjulegum" túnum.... allt í góðu að a.t.h með akra og slíkt en ekki skoða það eingöngu.

andaveiði hef ég bara stundað í skurðum (jump-veiði) og á sjó (bæði af bát og setið fyrir þeim í fjöru) "jump-veiðin" er að mínu mati skemmtilegri en ég er hrifnari af "fjöru-öndinni" til átu, hún er feitari (allavega þær sem ég hef skotið)
hef ég haft þann háttinn á í skurða skytteríinu að fara fyrir endann á skurðinum með kíki, "spottað" öndina, tekið mið af einhverju á bakkanum til að staðsetja hana, labbað í hæfilegri fjarlægð frá bakkanum og labbað svo þvert á staðinn þar sem ég "spottaði" öndina (kemur yfirleitt nokkuð á hlið)
fjöru skytteríið er fyrirsát.. gott að vita hvar öndin heldur sig, leggjast í skjól og bíða ;)

en þó ég hafi hlutina svona er ekkert víst að nokkur annar geri eins....
Gunnar Óli Kristjánsson
murtur525@gmail.com
ef þú átt gamlan cal. 22 þá er ég að safna þeim ;)
(það er betra að spyrja og vera asni í einn dag en að spyrja ekki og vera asni alla ævi)

Svara