Menn "teknir" á rjúpnaveiðum í þjóðgarði Þingvalla

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Menn "teknir" á rjúpnaveiðum í þjóðgarði Þingvalla

Ólesinn póstur af maggragg » 25 Nov 2012 18:09

Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Fiskimann
Póstar í umræðu: 2
Póstar:55
Skráður:12 Oct 2012 10:03

Re: Menn "teknir" á rjúpnaveiðum í þjóðgarði Þingvalla

Ólesinn póstur af Fiskimann » 25 Nov 2012 19:02

Sælir félagar
Ég geri ráð fyrir að þessir menn hafi ekki vitað að þeir væru á friðuðu svæði. Reikna ekki með að þeir hafi verið á "Þingvöllum" þó svo þeir hafi verið innan þjóðgarðsins. Ef menn kanna ekki nógu vel hvar línan liggur þá er þetta það sem menn geta átt von á. Hins vegar hef ég alltaf undrast að þyrlan skuli alltaf vera tiltæk í svona verkefni. Hún var oft notuð hér áður fyrr við að ath hvort e-r færu of snemma til veiða. Veit ekki til að þeir hafi nokkurn tíma staðið menn að verki. Ég hef grun um að flugtíminn á svona tæki sé nokkur hundruð þúsund. Það virðist vera nægur peningur í svona verkefni á meðan gæslan er að leigja frá sér skipin til að geta haldið þeim úti hluta af árinu hér heima. Er ekki til e-ð sem heitir meðalhófsregla. Það er ekki einu sinni hægt að ásaka þessa menn um að hafa veitt á friðlandi. Veit e-r hvað flugtíminn kostar á svona vél?
Kveða Guðmundur Friðriksson
Guðmundur Friðriksson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Menn "teknir" á rjúpnaveiðum í þjóðgarði Þingvalla

Ólesinn póstur af maggragg » 25 Nov 2012 19:25

Sæll Guðmundur

Þyrlan hefði hvort eð er farið í tvö flug í dag þannig að þetta var aðeins hliðrun verkefna og kostaði okkur ekkert sem ekki var búið að greiða fyrir. Hinsvegar gat lögreglan sinnt sínu lögbundna hlutverki og komið í veg fyrir eða upplýst brot á lögum.

Tilraun til veiða getur verið refsiverð en í veiðilöggjöfinni er tilraun til athafna sem eru refsiverð í löggjöfinni einnig refsiverð. Það kemur svo í ljós hvort að hægt verði að sanna ásetninginn.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Menn "teknir" á rjúpnaveiðum í þjóðgarði Þingvalla

Ólesinn póstur af maggragg » 25 Nov 2012 19:26

En varðandi flugtíman þá hef ég nú ekki töluna en giska á að tíminn kosti á milli 700.000 og 1.000.000 kr með öllu.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Menn "teknir" á rjúpnaveiðum í þjóðgarði Þingvalla

Ólesinn póstur af Gisminn » 25 Nov 2012 19:42

Vissi Magnús að þú yrðir fyrr til að svara
Var uppi á kili í dag og labbaði mig fótalausan og notaði tíkina fyrir allan peningin en ég varð 3 var við fjórhjól sem gerði mér nú þann greiða að skara mig ekki og hugaði ég einmitt þá :Vá hvað menn eru orðnir kaldir eða örvæntingarfullir að gera þetta nálægt helling af skyttum. En svona í kjölfarið á þingvallarævintýrinu og skyttuni sem er í sjálheldu og verið er að bjarga er þetta ekki smá vísbending á örvæntingu hjá þessum aðilum.
Ekki ættla ég að mæla þeim bót þót ekki sé ég frekar en margir sáttir við veiðidaga hallærið
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
hpþ
Póstar í umræðu: 3
Póstar:38
Skráður:24 Ágú 2012 12:06

Re: Menn "teknir" á rjúpnaveiðum í þjóðgarði Þingvalla

Ólesinn póstur af hpþ » 25 Nov 2012 20:00

Samkvæmt mynd af þyrlunni með fréttinni á visir.is þá eru þeir að veiðum í svokölluðum Skógartöglum.
Ef veiðimenn þessir hafa komið frá Gjábakka inn á Gjábakkaveg þá er skilti sem ekki er hægt að komast hjá að sjá við gömlu þjóðgarðsgirðinguna örlítið austar, en skilti þetta er til að vekja athygli veiðimanna á því að viðkomandi sé ekki að yfirgefa þjóðgarðinn þegar út fyrir girðingu er komið. Annars er þetta tíundað nokkuð vel á vef þjóðgarðsins hvar mörkin liggja. Ef menn vita ekki hvar þeir eru á veiðum þá eiga þeir sömu ekki að halda til veiða, afsökunin er sem sagt frekar rýr að mínu viti.

Mér skildist á fréttinni að það hefði reyndar verið "hópur" manna á veiðum þarna en ekki náðst í nema þessa tvo. En þetta er því miður ekkert einsdæmi, það voru víst menn á veiðum þarna á svipuðum slóðum einnig síðustu helgi, og þeir voru skjótandi er mér sagt.
Kveðja,

Halldór P. Þrastarson
halldor@gks.is

Fiskimann
Póstar í umræðu: 2
Póstar:55
Skráður:12 Oct 2012 10:03

Re: Menn "teknir" á rjúpnaveiðum í þjóðgarði Þingvalla

Ólesinn póstur af Fiskimann » 26 Nov 2012 01:04

Sælir félagar
Ég er alveg sammála því að það er nauðsynlegt að stöðva veiðiþjófa. Án þess að ég viti það þá hef ég samt grun um að þessir sem voru teknir í þjóðgarðinum hafi verið óvitar ef það er hægt taka þannig til orða. Varðandi tilraun til veiða. Hvenær hefst tilraunin? Þegar gengið er um friðland með byssur? Eða þegar skotið er á fugl án þess að hitta? Eða þegar lagt er af stað að heiman? Sé fyrir mér að það sé hægt að hártoga þetta hugtak fram á rauða nótt. Endilega komið með tillögur um hvenær tilraun til veiða hefst.
Kv Guðmundur Friðriksson
Guðmundur Friðriksson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Menn "teknir" á rjúpnaveiðum í þjóðgarði Þingvalla

Ólesinn póstur af maggragg » 26 Nov 2012 01:25

Sæll. Þetta eru mjög áhugaverðar pǽlingar og einmitt ekkert ákveðið svar þar sem þetta er spurning um ásetning, þar sem brotið var ekki fullframið. Það er aðeins ein lagaleg skilgreining á hvað er tilraun og það er sú skilgreining sem dómarar fara eftir. Er hún í hegningalögunum og gildir líka um önnur lög hvað skilgreiningu varðar, en það þarf að koma fram í sérrefsilögum hvort að tilraun sé refsiverð eins og kemur fram í veiðilögum.
20. gr. Hver sá, sem tekið hefur ákvörðun um að vinna verk, sem refsing er lögð við í lögum þessum, og ótvírætt sýnt þann ásetning í verki, sem miðar eða er ætlað að miða að framkvæmd brotsins, hefur, þegar brotið er ekki fullkomnað, gerst sekur um tilraun til þess.
Bara við það að hafa tekið ákvörðun um að fara á veiðar ólöglega er orðið refsivert í skilningi lagana. Í þessari umræðu snýst þetta um það að hvort að ákæruvaldið geti sannað að ásetningur hafi verið til þess að fremja verknaðinn. Ásetningurinn er orðinn sterkur þegar maður er kominn á veiðislóð, með allan þann búnað sem til þarf, jafnvel kannski hlaðna byssu og getur ekki sýnt fram á aðra lögmæta ástæðu fyrir útbúnaði og veru á svæðinu og ber allt með sér til þess að ætla að veiða. Ég veit ekki hvort að það séu fordæmi fyrir dómum þegar kemur að tilraunum varðandi brotum á veiðilögum, en fordæmin eru til úr hegningarlögum, eins og tilraun til manndráps sem dæmi. Það þarf semsagt að sanna hinn huglæga ásetning í málinu.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Menn "teknir" á rjúpnaveiðum í þjóðgarði Þingvalla

Ólesinn póstur af E.Har » 26 Nov 2012 10:20

Minnir að vegurinn að skógartöglunum sé í sundur þjóðgarðsmegin og ekkert skilti er ef þú kemur Laugarvatnsmegin að svæðinu, þannig að ég reikna með að þetta hafi verið mistök frekar en ásetningur.
Stækkunin þarna í austur er svona pínu ruglandi þar sem girðingin var ekki flutt.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Menn "teknir" á rjúpnaveiðum í þjóðgarði Þingvalla

Ólesinn póstur af maggragg » 26 Nov 2012 11:14

Það má reikna með að þetta hafi ekki endilega verið viljaverk þó að það sem slíkt geti ekki endilega fyrnt sök

Það sem kemur manni mest á óvart, er að menn séu tilbúnir að taka svona stóra sénsa. Refsikennd viðurlög við brotum á veiðilögum eru mjög ströng og jafnvel strangari en í öðrum sambærilegum lögum. Fyrir utan sektarákvæði og fangelsisvist allt að 2 árum sem er það sama og í umferðarlögum og öðrum sambærilegum sérrefsilögum, þá er líklegt að vopn, og allur sá búnaður sem notaður var við að fremja brotið, jafnvel ökutæki verði gert upptækt til ríkissjóðs auk þess sem möguleiki er á því að svipta mann bæði veiðikorti og skotvopnaleyfi.

Þetta eru svakaleg viðurlögu og getur þetta einfaldlega eyðilagt möguleika manna til að stunda sitt heitasta áhugamál og áhrifin gríðarleg. Það er því skrítið að maður heyrir aftur og aftur að því að menn séu að brjóta reglur og taka séns á því að eiga þetta yfir höfði sér. Fyrir utan það sem verra er að þetta skemmir líka fyrir stórum hópi fólks sem getur átt á hættu skerðingu til að stunda sitt áhugamál ef yfirvöld ákveða að setja á fleirri bönn. Þetta snýst því ekki bara um mann sjálfan heldur aðra líka.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
hpþ
Póstar í umræðu: 3
Póstar:38
Skráður:24 Ágú 2012 12:06

Re: Menn "teknir" á rjúpnaveiðum í þjóðgarði Þingvalla

Ólesinn póstur af hpþ » 26 Nov 2012 12:47

Vegurinn var tekinn í sundur að skipun umhverfisstofnunar "held ég fari rétt með" en vegagerðin tengdi hann aftur síðsumars sem betur fer. Þjóðgarðurinn var stækkaður árið 2004, svo það er engin afsökun að vita ekki hvar mörkin liggja, það er auðvelt að afla þeirra gagna. Ég man reyndar ekki hvernig þetta er við Laugarvatnsvelli.

Persónulega fyndist mér allt í lagi að leyfa áfram veiðar utan gömlu þjóðgarðsgirðingar eins og áður var en það er víst bannað og ber að fara eftir því.
Kveðja,

Halldór P. Þrastarson
halldor@gks.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Menn "teknir" á rjúpnaveiðum í þjóðgarði Þingvalla

Ólesinn póstur af E.Har » 26 Nov 2012 16:25

sammála halldór en tel þetta liklega skýringu.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
hpþ
Póstar í umræðu: 3
Póstar:38
Skráður:24 Ágú 2012 12:06

Re: Menn "teknir" á rjúpnaveiðum í þjóðgarði Þingvalla

Ólesinn póstur af hpþ » 26 Nov 2012 16:50

Eins og ég sagði áður þá finnst mér afsökunin rýr, en að sjálfsögðu gæti verið um mistök en ekki ásetning að ræða. En menn verða að setja sig inn í það hvar má og hvar má ekki áður en haldið er til veiða.
Kveðja,

Halldór P. Þrastarson
halldor@gks.is

Svara