andaveiði fyrir nýliða?

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
Gummig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:2
Skráður:01 Nov 2012 17:39
andaveiði fyrir nýliða?

Ólesinn póstur af Gummig » 28 Nov 2012 22:49

Sælir félagar, einhver sem lumar á leyniráðum í Andaveiði fyrir byrjanda á því sviði? Kannski 1-2 tíma frá Rvk.
Bestu kveðjur og þakkir. Guðmundur Guðbjartsson.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: andaveiði fyrir nýliða?

Ólesinn póstur af maggragg » 29 Nov 2012 14:25

Sælir
Ég var einmitt að koma úr ágætri veiðiferð í Landeyjum hjá bróðir mínum. Fann tvo stóra hópa af öndum í skurðum, læddist að þeim og náði að tína niður 2 úr öðrum og 3 úr hinum. Þetta voru svaka stórir hópar þannig að hefðu fleirri verið með hefðu náðst mikið feirri. Samt sáttur að ná þessum 5 með 6 skotum, en sennilega hefði ég náð að hlaða aftur hefði ég fattað það nógu fljótt. Það er allavega mikið af önd í Landeyjum

Málið er að kíkja ofurvarlega eftir skurðunum, oft betra með sjónauka og ef maður sér endur að staðsetja þær. Oft er hægt að labba á hljóðið en maður verður að læðast og láta sem minnst heyra í sér.

Ég er samt mest fyrir fyrirsát á morgna og kvöldin með nokkra gerfifugla og andaflautur við polla og mýrar sem fuglin kemur í.

Þú verður bara að fara á bæi og spyrja landeigendur hvort að þú megir labba með skurðum. Held að það sé lítið um önd núna í þjóðlendunum þar sem þar er allt frosið.
255085_10151342704382743_328653917_n.jpg
Veiði dagins
255085_10151342704382743_328653917_n.jpg (24.68KiB)Skoðað 1715 sinnum
255085_10151342704382743_328653917_n.jpg
Veiði dagins
255085_10151342704382743_328653917_n.jpg (24.68KiB)Skoðað 1715 sinnum
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara