Rjúpnatær

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
Björninn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:67
Skráður:04 Jul 2012 16:31
Fullt nafn:Björn Gíslason
Rjúpnatær

Ólesinn póstur af Björninn » 23 Dec 2012 14:16

Sælir

Er að hamfletta rjúpuna, og krakkana langar voðalega til að eiga rjúpnalöpp. Er einhver leið að verka þetta sjálfur þannig að þær haldi fiðrinu, og úldni ekki?
Kveðja,
Björn Gíslason

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Rjúpnatær

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 23 Dec 2012 15:30

Einfalt, þú þurrkar þær bara á þurrum stað, köldum fyrst og ferð svo með þær í meiri hita.
Aðal atriðið er að þel séu á þurrum stað, það er svo lítil fita í rjúpnafótum að þær þrána aldrei sem er mesta hættan með svona fætur og klær.
Það getur verið gott að setja þær í einhverskonar spelkur til að þær haldi þeirri lögun sem þú villt meðan verið er að þurrka þær, þær vilja annars herpast saman við þurrkinn.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Björninn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:67
Skráður:04 Jul 2012 16:31
Fullt nafn:Björn Gíslason

Re: Rjúpnatær

Ólesinn póstur af Björninn » 23 Dec 2012 16:00

Takk fyrir það Sigurður. Er búinn að strengja nokkrar tær við grillpinna :lol: og setja í köldu geymsluna, og færi þær svo yfir í meiri hita. Veistu hvað þetta tekur ca langan tíma?
Kveðja,
Björn Gíslason

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Rjúpnatær

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 23 Dec 2012 18:02

Þú sérð það á því hvenær þær eru orðnar harðar, þegar ekki hægt að beygja þær um liðina á kjúkunum ofan við klærnar.
Þá eru þær orðnar nógu þurrar, þetta tekur ekki mjög langan tíma, giska á svona viku til hálfan mánuð.
En þær þola illa að blotna þegar búið er að þurrka þær, þá getur rotnunin farið í gang aftur, þó hún verði aldrei jafn mikil og áður en þær eru þurrkaðar.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara