Rúpnaveiðar - þjóðlendur í Rangárvallarsýslu

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Rúpnaveiðar - þjóðlendur í Rangárvallarsýslu

Ólesinn póstur af maggragg » 28 Oct 2010 15:07

Þar sem rjúpnaveiðitímabilið er að hefjast er rétt að koma með upplýsingar um svæði þau sem veiða má á. Óbyggðanefnd er búin ljúka vinnu sinni á suðurlandi og því eru endanlegir úrskurðir komnir á það hvað er þjóððlenda og hvað er land í einkaeigu. Það er skylda veiðimanns að kynna sér hvar hann má veiða og ekki hægt að koma með afsökun eftir á að hann hafi ekki vitað að hann mætti ekki veiða þar.

Ég hef því reynt að taka saman yfirlit yfir svæðið hérna á í kringum Rangárvallarsýslu svo að menn séu ekki í vafa hvað má og hvar má ekki. Þessi samantekt á þó aðeins við um þjóðlendur en vafalaust er hægt að fá leyfi landeiganda til að veiða í einkalandi en það er mál hvers veiðimanns fyrir sig.

Hérna eru kort af þjóðlendum og ætla ég að reyna að koma með nánari lýsingar á þessum svæðum en þarf að lesa í gegnum nokkra dóma fyrst. Þessu er lýst mjög vel í þeim en tekur tíma að finna það. Þetta ætti að vera byrjunin.

Kort af þjóðlendum sem búið er að skera úr um á Ísland.

Kort af þjóðlendum á Suðurlandi. Allt sem er ekki inná þjóðlendu er land í einkaeign og þarf leyfi landeiganda til að veiða.

Þessi mynd sýnir kortið eins og það var þegar verið var að úrskurða um þjóðlendur, þannig að takið þessu með fyrirvara. PDF skjölin fyrir ofan sýna kortið eftir að búið var að úrskurða um málið.
Mynd
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Hvar veiðar eru óheimilar

Ólesinn póstur af maggragg » 28 Oct 2010 15:24

Bæti við þessum pósti þar sem ég set inn þau svæði sem óheimilt er að veiða á sem eru í einkaeign eða eign ríkissins.

Tekið af hlað vefnum:
Öll rjúpnaveiði er bönnuð í Leiðvallargirðingu í Meðallandi og í landi jarðanna Gunnarsholts og Kots á Rangárvöllum.

F.h. Landgræðslu ríkisins
Sveinn Runólfsson,
landgræðslustjóri
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara