Skotprófið

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland
Re: Skotprófið

Ólesinn póstur af gkristjansson » 23 Feb 2015 20:32

Strákar og Stelpur,

Bara pínu hugleiðingar um hið óumflýjanlega Íslenska veiðipróf (sem er skemmtilegt að vita, á bara við um hreindýraveiðar, ekki aðrar veiðar).

- Við vitum jú allir (öll) að til að fella hreindýr þá verður þú að setja kúluna inn í hið þekkta 15 sentimetra „drápsvæði“, allt annað er bara "miss".
- Að sjálfsögðu eru Íslensk hreindýr svo kurteis að þau gefa þér allaveganna fimm mínútur og fimm góðar tilraunir til að „gera þetta rétt“.
- Þú færð, að sjálfsögðu, þrú tækifæri til að ná þessu, eftir það þá sérð þú ekki hreindýr fyrr en á næsta ári.

Þetta vita jú allir Íslenskir veiðimenn og öll Íslensk hreindýr annað væri bara stjórnleysa og villimennska (eða villt dýr).

Ég meina, próf eins og eftirfarandi væri bara gjörsamlega út í hött, ekki sanngjarnt gangvart hreindýrum, manndýrum eða almennri skynsemi (sem jú bæði veiðimenn og hreindýr verða að fara eftir):
- Þú notar byssu sem er samkvæmt lágmarksstaðli til að fella hreindýr.
- Þú mátt hafa skot í hlaupgeymi („magazine“) og jafnvel auka hlaupgeymi með þér (nema að sjálfsögðu að þú teljir að þetta sé ósanngjarnt gagnvart dýrinu og að einungis einskota rifflar skuli vera notaðir).
- Hlaupgeymir má vera í byssunni en skot má ekki vera í hlauplás (venjulega ekki talið „safe“).
- Þegar að próf byrjar þá hefur þú eina mínútu til að:
* Setja 3 skot í 20 sentimetra skotmark á 100 metrum.
* Þú mátt skjóta eins oft og þú getur á þessari mínútu en eftir tímann þá verða að vera (að minnsta kosti) 3 skot inni í skotmarkinu.
* Ef þú nærð prófinu þá þarft þú ekki að taka aftur próf fyrr en eftir 3 ár (við skulum jú reikna með að ef líkamleg eða andleg hrörnun skeður hraðar þá kemur eitthvað annað í veg fyrir veiðar).
* Ef þú nærð ekki prófinu þá máttu reyna tvisvar aftur og ef það gengur ekki þá getur þú reynt aftur næsta ár.
- Þegar að þú hefur náð prófinu þá mátt þú fara á eftir hreindýri en við gerum ráð fyrir, samkvæmt almennri skynsemi sem að sjálfsögðu þú hefur þar sem þú hefur jú byssuleyfi, þá passar þú sjálfur upp á að nota bara byssur sem þú þekkir og kannt á (ekki endilega hólkinn sem þú tókst prófið á) og þar af leiðandi mátt þú nota þá byssu sem þú villt svo lengi sem verkfærið uppfyllir lágmarksskilyrði.

EÐA:

- Þú stenst prófið eins og það er í dag.
- Leiðsögumaðurinn kemur þér í færi sem er ekki lengra en 100 metrar.
- Þú mátt síðan skjóta en ef þú hittir ekki þá verður þú að bíða í það minnsta í eina mínútu áður en þú mátt skjóta aftur.
- Þú mátt síðan reyna þetta upp að fimm sínnum á þessum veiðidegi.
- Ef það gengur ekki, þá mátt þú reyna aftur næsta dag.
- Þó að hámarki þrjá daga á ári, eftir það þá verður þú að pakka saman og fara heim (bara reyna aftur á næsta ári).

Bara svona að pæla...... ;)
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 9
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Skotprófið

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 23 Feb 2015 21:45

Jæja - ég vissi þetta svo sem þegar ég byrjaði þennan þráð. Hann myndi kalla á viðbrögð. Og ég hafði rétt fyrir mér. Hef nefnt þetta við menn áður og í raun hafa undirtektirnar verið svipaðar. Sumir sammála en margir mjög harðir á móti. Sem er bara gott mál.

Finnst menn reyndar vera farnir að einblína aðeins og mikið á 100 m hlaupið mitt. Ég var ekki að kalla eftir þrekprófi ef menn héldu það. Ég hugsaði það sem eina leið til að menn væru að skjóta öðruvísi en nýstaðnir upp úr sófanum inni á kaffistofu.

Annað sem mér finnst eftirtektarvert. Þeir sem hafa commentað á þennan þráð eru allir virkir hér á spjallinu. Suma þekki ég persónulega - aðra þekki ég bara til af vefnum. En ég held að með nokkurri vissu geti ég fullyrt að þið mynduð allir standast prófið "mitt". Menn sem eruð að skjóta allt árið - og margir ykkar mikið meira en ég.

Mér finnst alltaf til mikils að vinna ef við getum bætt það hvernig staðið er að veiðum, hreindýra og öðrum. Þetta var hugsað sem innlegg í það - sérstaklega eftir að hafa séð framkvæmd þessara prófa - undirbúning þeirra sem hafa mætt í það og síðan sögurnar sem maður hefur heyrt frá gædum.

Ef ég skil t.d. Sigga rétt - þá kemur andúð hans á 308 til af því að hann hefur allt of oft séð illa æfða menn klúðar með því caliberi (sem ætti ekki að gerast - snilldar caliber).
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Sveinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Skotprófið

Ólesinn póstur af Sveinn » 23 Feb 2015 22:36

Held að það sé þarft mál að vekja athygli á menn séu í góðu formi á veiðum. Öflugur áróður fyrir því er eitthvað sem UST mætti beita sér fyrir í samvinnu við t.d Skotvís.

Ég vil gjarnan sjá útgáfu Einars Har., 3 skot á 175 m (eða 150 m), þá eru menn með kíkinn stilltan á þessi færi og hafa æft sig á þeim, ættu þá að vera nokkuð öruggir með að fella á 80 - 200 m.

Önnur útgáfa er hugmynd frá einni reyndustu hreindýraskyttu Íslands fyrir utan gædahópinn, Axel Kristjánssyni. Það er einfalt, 2 skot á 20 sek á skífu. Mætti hafa þau á sitthvort færið, 100 og 150 m.
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
Einar Gudmann
Póstar í umræðu: 2
Póstar:8
Skráður:07 Jun 2012 08:30
Fullt nafn:Einar Guðmann
Staðsetning:Akureyri
Hafa samband:

Re: Skotprófið

Ólesinn póstur af Einar Gudmann » 24 Feb 2015 09:22

Það er nú ekki líklegt að sá dagur renni upp að allir verði sammála um nákvæma útfærslu á skotprófinu. Það verður þó að segjast eins og er að nú þegar búið er að keyra prófið í þrjú ár er óhætt að segja að reynslan hafi almennt verið nokkuð góð. Framkvæmdin hefur gengið vel hjá skotfélögunum, leiðsögumenn benda á að menn komi betur undirbúnir en áður til veiða og almennt er líklegt að menn þekki verfærin sín betur. Markmiðið með prófinu var fyrst og fremst að tryggja ákveðna lágmarksfærni veiðimanna til að fella dýr á mannúðlegan hátt. Prófinu er ekki endilega ætlað að líkja eftir veiðum í smáatriðum.

Umhverfisstofnun og þar á undan Veiðistjóraembættið hefur alltaf bent veiðimönnum sem fá úthlutað á að veiðar geta verið líkamlega erfiðar. „að gefnu tilefni viljum við benda á að hreindýraveiðar eru líkamlega erfiðar og því mikilvægt að vera í góðu formi á veiðitíma,“ er setning sem þið kannist örugglega við sem hafið fengið hreindýraveiðileyfi.

Fyrirmyndin að skotprófinu okkar er að stóru leyti fengin frá Noregi og Danmörku.
Kannski hafa einhverjir gaman af að sjá dönsk myndbönd sem sýna hvernig riffilprófið er framkvæmt þar í landi - og reyndar fleiri próf.

http://www.jagtproeven.dk/video.aspx

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Skotprófið

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 24 Feb 2015 11:18

Athyglisvert, takk fyrir þennan hlekk Einar

Það fyrsta sem ég tók eftir var hversu margir eru með hljóðdeyfir. HALLÓ Ísland ættum við ekki að koma okkur úr steinöld og til nútímans með þetta atriði.

Gaman að sjá hvaða skotstöðu fólk er að nota þarna, spurning hvort maður reyni ekki við skotskífuna sitjandi næst!!! :?

Þriðja atriðið sem vakti athygli mína er að þarna er bæði hægt að prófa fólk með 270 og 25-06, nógu stórt er allavega bakstoppið... ;) ;) ;)
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Skotprófið

Ólesinn póstur af konnari » 24 Feb 2015 12:51

Mikið var ég ánægður að sjá hvað Daninn var með flott caliber og flotta riffla....bara alvöru :D
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Skotprófið

Ólesinn póstur af gkristjansson » 24 Feb 2015 13:32

Einar, takk fyrir hlekkinn, það var mjög áhugavert að sjá þetta.

Sá þarna reyndar einhvern mun á þessu og Íslenska prófinu:
- Skífan er 20 sentimetrar
- Þú mátt missa eitt skot (6 skot og 5 verða að vera inni)
- Ekkert "skor" á prófkortinu, annað hvort er kúlan inni eða ekki.

Síðan var ég ekki með á hreinu hvað gildir um eftirfarand, væri gaman að vita þetta:
- Gildir sama reglan um riffilinn sem þú tekur prófið á og gildir á Íslandi (þú verður að fara á veiðar með riffilinn sem þú tókst prófið á)?
- Hversu oft máttu reyna að taka prófið þarna?
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
Einar Gudmann
Póstar í umræðu: 2
Póstar:8
Skráður:07 Jun 2012 08:30
Fullt nafn:Einar Guðmann
Staðsetning:Akureyri
Hafa samband:

Re: Skotprófið

Ólesinn póstur af Einar Gudmann » 25 Feb 2015 09:31

Jú, danska skífan er ögn stærri en okkar en á móti kemur að skífan er ósýnileg. Þú ert að skjóta á ljósmynd af rádýri og sérð ekki nákvæmlega hvar á að miða. Það er misjafnt hvernig löndin hafa framkvæmt þetta. Í Noregi er skífan jafnvel ögn stærri, en þar er ekki leyfilegt að leggja riffilinn við né nota tvífót. Enginn stuðningur annar en venjuleg skotól er leyfilegur þar. Þar þurfa fimm af fimm að hitta á innan við fimm mínútum. Í Dannmörku fimm af sex á innan við fimm minútum, en ég fæ ekki séð að menn fái annan séns í Danmörku. Eitt próf og búið. Engin upptökupróf. 73,5% stóðust. Í Noregi er hinsvegar hægt að fara í fleiri próf.

http://www.jaegerforbundet.dk/Statistik-2014.1915.aspx

Þarna gildir það sama og hér að prófin eru tekin á riffla sem ætlunin er að fara með á veiðar og þeir þurfa því að uppfylla kröfur um skotfæri o.þ.h.

Svara