Hreindýr

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
kúla
Póstar í umræðu: 3
Póstar:32
Skráður:11 Mar 2012 15:45
Staðsetning:Vopnafirði
Hreindýr

Ólesinn póstur af kúla » 12 Oct 2012 23:32

Komiði sælir félagar langt síðan maður hefur skrifað hér inni en kvað um það
skrapp í heiðina í gær svona aðeins til að skoða mig um. Sá þá þó nokkuð
af hreindýrum norðan við mælifell við vopnafjörð þar voru tarfar búnir að fynna kvensur :roll:
er ekki kominn tími á skoða þetta svæði nánar varðandi hreindyra veiðar
nú var einn tarfur við afleggjarann niðrá raufarhöfn fyrir 6 dögum svo
dírin virðast vera sækja norða tarfarnir sem ég sá voru með mjög stórar
krúnur svo að pundið hefur nú verið eittkvað en kvað um það nú vil ég að
sigurður og fleiri fari nú að kanna þetta svæði fyrir næsta tímabil þetta er gott
veiði svæði svo allir ættu að géta feingið eittkvað fyrir krónurnar
Kveðja
Sveinn A Sveinsson
Vopnafirði

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Hreindýr

Ólesinn póstur af sindrisig » 13 Oct 2012 00:07

Eftir því sem mér skilst hafa "nokkur hundruð" dýr haldið sig í Tunguselsheiðinni og inn að Heljardölum/Súluendum nú um nokkurt skeið. Þetta svæði er ekki beint auðvelt og fljótfarið og því fáir til frásagnar um veiði.

Kannski að einhver sem hefur vitneskjuna frá fyrstu hendi kommenti betur á þetta...

kv.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
kúla
Póstar í umræðu: 3
Póstar:32
Skráður:11 Mar 2012 15:45
Staðsetning:Vopnafirði

Re: Hreindýr

Ólesinn póstur af kúla » 13 Oct 2012 00:32

Nei kanski ekki fljótfarið en þetta þarf að kanna betur
fyrir veiði á næstu árum því að dírin sækja norðar á kverju ári
og þarna sem ég var er eins og vera upp á fljódsdalsheiði
Kveðja
Sveinn A Sveinsson
Vopnafirði

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Hreindýr

Ólesinn póstur af Morri » 13 Oct 2012 18:45

Sælir

Já það er rétt að það var tarfur skammt frá afleggjeranum niður á Raufarhöfn fyrir nokkrum dögum. Þetta er bara skemmtilegt finnst mér, en veit að bændur sem þarna eiga land eru ekki mjög hrifnir af þessu. Allavega ekki ef það fara að koma stórar hjarðir.
Það hafa sést spor eftir hreindýr á fleiri stöðum þarna í nágrenninu. Einnig í Búrfellsheiði.

Á svipuðum tíma í fyrra sá ég tarf á hlaupum, skammt sunnan við Grímsstaði.
Einhverjir tugir dýra voru við Hafralón í fyrrasumar var mér sagt.

Það er nokkuð ljóst að dýrin eru að færa sig til.

Það þarf að fylgjast með þessu. Þetta eru svæði sem eru ekki mjög aðgengileg nema fyrir öfluga jeppa og "ruglaða" kalla sem hafa gaman af því að keyra um heiðar á vondum slóðum og ganga mikið.
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hreindýr

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 13 Oct 2012 22:14

Ég hef frétt að í nýlegri flugtalningu hafi verið talin 600 hreindýr í allt á þessu norður svæði. 200 voru komin inneftir inn fyrir Háreksstaði og sáust við Lönguhlíðina í fyrradag.
Það segir mér að þá séu eftir 400 þarna útfrá í Mælifellsheiðinni og á þeim slóðum.
Ég er smmála Sveini að við leiðsögumenn verðum að fara að skoða þetta svæði ef dýrin halda sig þarna útfrá næsta veiðitímabil og gera út þarna norður á veiðar.
Það verður bara að hafa það þó þetta sé seinfarið en við erum tæpa tvo tíma austan af Jökuldal norður undir Vopnafjörð þar sem við getum farið að skælast eftir þessum seinförnu slóðum og þða er eftir að koma sér norður í Mælifellsheiði eða allt norður í Tunguselsheiði ég veit ekki hvað er lengi verið að fara þangað né hvaða leið er farinn norður frá Vopnafirði.
Þið eruð að segja frá stökum törfum sem eru að hlaupa langt norðurfrá, við Raufarhanarafleggjarann og við Grímsstaði, það er eðlilegt vegna þess að stakir arfar hlaupa oft um langan veg þegar þeir hafa verið reknir frá hjörðum af stærri törfum á fengitíma þessir tarfar geta hlaupið 50 til 100 kílómetra á dag í leit að kúm og eru oft illa áttaðir á hvert þeir eru að fara og fara þá oft langar leiðir afvega, en allir rata þeir samt ,,heim" aftur.
Skemmst er að minnast þegar tveir tarfar sáust í Nýjadal og einn á Mývatnsöræfum þegar til átti að taka og fella þessa tarfa voru þeir allir á bak og burt og skiluðu sér heim aftur að því eg er viss um.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
kúla
Póstar í umræðu: 3
Póstar:32
Skráður:11 Mar 2012 15:45
Staðsetning:Vopnafirði

Re: Hreindýr

Ólesinn póstur af kúla » 13 Oct 2012 23:20

Það er ekki nema um 35min að keira norður að mælifelli í dag frá vopnafirði.
Þarna í dag eru menn eingöngu að smala á sexhjólum svo að það eru
komnir slóðar um allt :?
Kveðja
Sveinn A Sveinsson
Vopnafirði

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hreindýr

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 14 Dec 2012 15:16

Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hreindýr

Ólesinn póstur af E.Har » 14 Dec 2012 15:27

Glæsilegt svo mega nokkur hlaupa vestur :-)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara